Þjóðin stefnir til glötunar - ætlar að treysta þrælahöldurunum fyrir velferð barna sinna
12.3.2009 | 19:36
Já, ég segi það hreint út. Þetta er mér óskiljanlegt. Þetta er einhvers konar óskiljanleg sjálfseyðingarhvöt sem þjóðin virðist haldin og nú er það augljóslega okkar hlutverk að hjálpa henni að sjá sannleikann um ástandið.
Við getum ekki mögulega viljað kjósa yfir okkur óbreytt ástand áfram er það? Viljum við í alvöru að fólkið sem hugsar um fátt annað en eigin völd og að skara eld að sinni köku verði áfram við völd?
Við verðum hreinlega að leita hugrekkis, við verðum að horfast í augu við staðreyndir og taka ábyrgð. Það er undir okkur sjálfum komið, þjóðinni, að breyta ástandinu.
Allt annað er algerlega óásættanlegt.
Borgarahreyfingin mun verða á ferðinni á komandi vikum við að kynna málefnin - endilega hafðu samband viljirðu taka þátt eða fá okkur í heimsókn á þinn vinnustað eða skóla til þess að skýra málin okkar.
X við O er einfaldlega réttlætis mál!
Samfylkingin stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 358727
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Þetta litla fylgi sem VG er að tapa þarna er það sem þið eruð að mælast með Baddi - haldi þetta áfram svona teysti ég því að Borgarahreyfingin dragi seglin inn í VG.
Good luck!
Þór Jóhannesson, 12.3.2009 kl. 19:49
.
Ég segi það hreint út. Þetta er mér skiljanlegt.
Rugla alltaf saman L og O og Exx L og XO
1-2 % er mjög skiljanlget.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 19:59
Ég hef sagt það við þá bloggvini mína sem standa að Borgarahreyfingunni að framboðsleiðin væri ekki rétta aðferðin. Hún virkar jafn vel og að skvetta vatni á gæs. Allur annars konar þrýstingur á þau stjórnmálaöfl/flokka sem fyrir eru, væri mun raunhæfari leið. Svona er þetta bara og kjósendur stökkva síst núna á nýja vagna. Gamlir vagnar með fólki sem kjósendur bera traust til, það er málið. Orðhákurinn Jón Baldvin er ekki að meika það og hann er mög þekktur.
Bjarni Harðar er heldur ekki að fá fylgi og ekki Addi-kidda-gau sem er búinn að tala máli sjómanna í áratugi. Þetta er að sjálfsögðu súrt, en því miður trúlaga sannleikurinn gott fólk.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.3.2009 kl. 20:21
Ég veit ekki hverjir leiða listana hjá Borgarahreyfingunni. Það er eðlilegt að flokkur sem er að komast á koppinn mælist ekki stór því það vantar stóru nöfnin til að draga að framboðinu athyglina. Eina sem ég veit er að þú nafni ert þarna í forustusveitinni þekki enga aðra á þessum bæ. Það litla sem ég hef séð af ykkur var í sjónvarpinu þegar þið voruð að kynna hreyfinguna. Kosningarnar í VR gætu verið vísbending um að þjóðin muni koma á óvart í næstu kosningum. Til þess að það verði verða nýir aðilar að hafa fyrir því að kynna sig fyrir þjóðinni sem verður erfitt þar sem fjölmiðlarnir hér á landi eru rammsekir afhverju lýðræðishallinn er svona mikil hér á landi. Í landinu sem bananarnir þrífast, þú skilur.
Með bestu kveðju,
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 21:24
Sæll Baddi, ég er sama sinnis og þú og mun ekki trúa því fyrr en ég tek á því að fjórflokkarnir standi upp sem sigurvegarar kosninganna. Vika er langur tími í pólitík og því myndi ég alls ekki afskrifa X-O of snemma. Nú er bara að spýta í lófana og halda ótrauður áfram.
Gunnar Skúli Ármannsson, 12.3.2009 kl. 21:39
Balvin, við eigum ekkert að taka of mikið mark á könnunum núna. Bæði framboðin hafa ekki haft tíma til að kynna sig, þið ekki búin að setja fram framboðslista og við búin að tilkynna um fjóra efstu í Rvk-N.
Ég er viss um það að þegar nær dregur kosningum þá muni fylgi okkar skila sér og bæði framboðin fá vel yfir 5%.
Baráttukveðjur
Axel Þór
L-lista.
Axel Þór Kolbeinsson, 12.3.2009 kl. 22:49
Gangi ykkur vel hjá Borgarhreyfingunni, frábært framtak, en því miður er borinn von að BAUGSMIÐLAR & miðlar RÁNFUGLSINS munu fjalla eitthvað um ykkur. Baugsmiðlar munu eflaust gefa út 12 síðan aukablað rétt fyrir kosningar um ágæti þess að landið fái "vinstri stjórn" - svo eftir kosningar fara þeir að rukka inn greiða eins og fyrri daginn! Fjölmiðlar á Íslandi - 4 valdið er skelfilegt og það verður fróðlegt að lesa allar upplýsingar um hvernig "bankarnir ÓVART gerðu vel við vissa fjölmiðlamenn..." Það er & hefur verið lengi þjóðar ógæfa hversu ÖMURLEGT fjölmiðlafólk við eigum, svona heilt yfir. Það tekur eigendur fjölmiðlanna ávalt silki hönskum og fréttir þessa liðs eru upp til hópa yfirborðskenndar! Síðan er einnig sorglegt hversu "lélega stjórnmála- & viðskiptamenn við eigum - í raun GLÆPSAMLEGA lélegir einstaklingar .... - "sjálftökulið & skítapak" upp til hópa...!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 00:10
Ég er ekki að skilja þetta fylgi sem er að mælast, en það þarf að stunda kynningarmál Borgarahreyfingarinnar af fullum krafti fram að kosningum. Ekkert annað dugar en hressileg og skemmtileg kynningarmál. Og vera sýnileg allstaðar helst
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.3.2009 kl. 00:58
Sú feita hefur nú ekki sungið ennþá baddi minnþannig að allir uppgjafa tónar eru óþarfir. stund sannleikans mun renna upp um síðir. Sjálfur er ég sáttur ef hið ógeðfelda afl sem kennir sig við ,og hefur komið óorði á ,orðið sjálfstæði, hröklast frá völdum lengur en bara nokkrar vikur.Allt umfram það er ávinningur og forsenda til breytinga og ef hreyfingin hefur vakið þjóðina af .þyrnirósarsvefni til að standa vörð um eigin auðlyndir og hag í framtíðinni ,sem er jú allt sem skiptir máli, þá er ekki öll von úti enn.
Magnús Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 17:49
VIVE LA REVOLUTION.
Magnús Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 17:51
Ekki uppgjafar tónn hérna megin ennþá Maggi minn, bara undrun yfir þrælslund landans.
Borgarahreyfingin mun án vafa sækja í sig veðrið, við erum bara rétt að byrja að kynna okkur. Munum gera herskör í því á næstu vikum.
Þór, fullyrðingar um að þetta taki frá VG eru bara kjánaskapur. Hvaðan koma þá þessi 2,3% sem Samfylkingin bætir við sig? Hver tók þessi 1,3% frá Sjálfstæðismönnum? Hvað ætla þessi rúmu 30% sem svöruðu ekki að kjósa?
Allar fullyrðingar standast enga skoðun á þessu stigi málsins.
Baldvin Jónsson, 13.3.2009 kl. 19:09
Flottur vefurinn hjá ykkur og til hamingju með að koma miklu og góðu í verk á stuttum tíma. Mín skoðun er sú að flestir Íslendingar geti skrifað undir stefnumál ykkar. Einhverra hluta vegna sjúga gömlu flokkarnir samt fólkið til sín. Það er rannsóknarefni út af fyrir sig.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.