Afar góðar fréttir - kyndi kostnaður við Skaftafell getur nú nýst til frekari uppbyggingar þjóðgarðsins

Það eru afar góðar fréttir að loks hafi fundist heitt vatn við Skaftafell, það eykur strax til muna þjónustuna sem hægt er að veita og sparar hlutfallslega mikla peninga fyrir starf sem rekstur þjóðgarðs er.

Skaftafell er án  nokkurs vafa einn af fallegri stöðum landsins. Náttúrukraftarnir hreint ótrúlegir þar sem að maður horfir með lotningu upp til Hvannadalshnjúksins sem gnæfir þar yfir í ægi krafti sínum. Búið er að vinna í gegnum árin þrekvirki fyrir nánast ekkert fé í uppbyggingu gönguleiða á svæðinu og óhætt að mæla með því fyrir alla náttúruunnendur, ef svo undarlega vill til að þeir séu ekki reglulegir gestir í Skaftafelli, að leggja á sig ferðalagið þarna austur. Ekki skemmir heldur fyrir að leiðin austur er gullfalleg alla leið, aksturinn undir Eyjafjöllum, Mýrdalssandurinn með útsýninu til fjalla.

Enginn spurning, ég mun skella mér í heita sturtu í Skaftafelli í sumar Cool


mbl.is Heitt vatn í Skaftafelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að þetta muni ekki vera til hagræðingar.. frekar finnst mér líklegt að fjárframlögum til þjóðgarsins verði skornar niður og því mun verða dýrara að skella sér í sund ;).. það er svo íslenskt eitthvað.

Óskar Þorkelsson, 11.3.2009 kl. 14:26

2 identicon

Já ég vissi ekki af þessu, þetta er snilld. Ég held mikið upp á skaftafell, hef farið nokkrum sinnum þangað í útilegu og labbitúra.

Arnór Heiðar (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband