Af hverju yfirtaka? Er þetta að verða eitthvert nýtt munstur?

Hvað varð um að fyrirtæki verði bara gjaldþrota?  Getur einhver svarað mér því? Þetta er bara kjánalegt held ég.

Ég sem ætlaði þvílíkt ekkert að tuða í dag, ætlaði bara að vera voða jákvæður og svona í tilefni dagsins :P

Stundum virðist ég eiga ansi erfitt með að hemja undrun mína að minnsta kosti.


mbl.is Ríkið tekur Straum yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þú tuðandi, nei það hef ég aldrei séð hérna

Ómar Ingi, 9.3.2009 kl. 20:23

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Að mestu leyti trúi ég að yfirtakan sé gerð til að tryggja innistæður sjóðseiganda bankans. Menn geta svo deilt hvort þarna sé um að ræða tímabundna lausn eða ekki.

Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 21:45

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Húrra fyrir okkur skattgreiðendum við fengum Straum á bökin okkar breiðu í gær.  Hvað næst? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.3.2009 kl. 02:21

4 identicon

Jóna !

 Lestu fréttina , áður en þú missir ít úr þér bull !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 07:23

5 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Þetta komment er öllum tengslum við færsluna. Ég gat bara ekki á mér setið að spyrja: Er Birkir J. Jónsson genginn í Borgarahreyfinguna? Eða er hann bara að gera ykkar baráttumál að sínum?

Hann stendur nú í pontu og á Alþingi og færir rök fyrir ágæti stjórnlaga þings. Gott og vel, en ég gat ekki betur heyrt en hann væri að lesa beint úr stefnumálaskrá ykkar í Borgarahreyfingunni. Þetta er svo týpískt fyrir Framsóknarmenn, að gera öll mál annarra að sínum, (án nokkurrar innistæðu þó)!!! Tékkaðu á ræðunni hans, ef þú ert ekki að hlusta...

Aðalheiður Ámundadóttir, 10.3.2009 kl. 15:25

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hvaða athugasemd Alla?

Baldvin Jónsson, 10.3.2009 kl. 17:19

7 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Það sem ég átti við var að athugasemdin sem ég skrifaði hér að ofan, er ekki í neinum tengslum við færsluna hér að ofan, (þrátt fyrir furðulega villu í kommentinu mínu um að hún væri ' í öllum' tengslum..) Ég var sumsé ekki að kommenta á færsluna þína, heldur langaði mig bara að vekja athygli þína á ræðu Birkis á þingi í dag, því ég upplifði hana sem copy/paste af stefnuskrá ykkar í Borgarahreyfingunni)

Aðalheiður Ámundadóttir, 10.3.2009 kl. 17:49

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

:)  Takk fyrir það.  Framsóknarflokkurinn hefur nú í gegnum tíðina verið þekktur fyrir svokallaðan popularisma (sem er reyndar leiðinlegt slangur að mínu mati) sem felst meðal annars í því að kippa inn á borð hjá sér vinsælum hugmyndum úr grasrótinni korter í kosningar.

Hugmynd Framsóknarflokksins um stjórnlagaþing er þó nokkuð ólík okkar hugmyndum og að virðist meðal annars hugsuð sem þægileg vinna með eftirlaunum fyrrum stjórnmálamanna.

Baldvin Jónsson, 10.3.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband