Kraftmikill leiðtogi þurfti sinn tíma til að horfast í augu við staðreyndir málsins - ákvörðunin mun eflaust styrkja Samfylkinguna

Ég óska þér velfarnaðar Ingibjörg Sólrún og góðrar heilsu. Þetta er eina rétta ákvörðunin í stöðunni og þú hefðir að sjálfsögðu átt að horfast í augu við það fyrr, en betra seint en aldrei segir máltækið.

Verst að þetta var nóg til að koma í veg fyrir að Dagur biði sig fram í fyrsta eða annað sæti, ég hefði glaðst mikið yfir því að sjá hann komast inn á þing. Fyrir utan nokkuð mikinn kjaftavaðal er Dagur heill og góður maður sem ég trúi að standi fyrir hugsjón og réttlæti.

Annars fékk ég fyrir helgina senda netkönnun frá MMR sem ég var beðinn að taka þátt í. Fannst ansi merkilegt að könnun sem send var út 6. mars skuli hvorki innihalda L-listann né okkur í Borgarahreyfingunni innanborðs. Lyktar svolítið af hentisemi en ekki hlutleysi.

Borgarahreyfingin heldur þó áfram að sækja á, þetta eru afar spennandi og skemmtilegir tímar. Okkur bráðvantar þó húsnæði einhversstaðar sem næst miðbænum á götuhæð til láns eða mjög lágrar leigu fram yfir kosningar. Ef þú veist um slíkt húsnæði máttu endilega láta mig vita. Getur sent mér póst á til dæmis baldvin@borgarahreyfingin.is

Langar líka að segja ykkur frá opnum kynningarfundi sem við verðum með í Iðnó á þriðjudagskvöldið kemur klukkan 20:00  -  Dagskrá fundarins verður kynnt nánar síðar, sjá hér: http://www.borgarahreyfingin.is/?p=142


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

5 mánuðir. Það verður þjóðinni dýrt hvað stjórnmálamenn bregðast seint við.

Sigurður Hrellir, 8.3.2009 kl. 19:00

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jamm, hún hefði átt að hætta mun fyrr. Vonandi gengur henni sem best að berjast við meinið og ná heilsu á ný. Verst að komast ekki á fundinn. Við stenfum þá bara á annan fund hér fyrir norðan. Ísland er stórt og það býr líka fólk úti á landi, án þess fólks munum við ekki ná að byggja nýtt ísland.

Arinbjörn Kúld, 10.3.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband