Nauðsyn þess að hugsa út fyrir boxið - Borgarahreyfingin með róttækar tillögur að stjórnlagaþingi

Þetta frumvarp stjórnarflokkanna sýnir mjög góðan vilja, þetta er útrétt hjálpar- og sáttahönd, engin spurning. Það háir hins vegar flokkunum að geta ekki hugsað út fyrir þann ramm sem að þeir hafa starfað eftir áratugum saman.

Borgarahreyfingin er með hugmyndir um hvernig halda skal stjórnlagaþing, hugmyndir sem að þarfnast langt í frá þeirra fjárhæða sem að Birgir tekur saman hérna.

Það verður gaman að geta kynnt þær tillögur betur fyrir ykkur, það verður á allra næstu dögum.


mbl.is Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Baldvin : við bíðum spenntir.

Magnús Jónsson, 7.3.2009 kl. 01:13

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Mér líst vel á ykkur en tel að það hafi verið mistök með því að útiloka Sjálfsstæðisflokk með samstarf í huga. Ég tel að þar hafið þið gert lítið úr eigin snilli til samninga. Stjórnmál snúast um að hafa áhrif og ef þið treystið ykkur ekki til að hafa áhrif á þá sem bera mesta ábyrgð á hruninu, að ykkar mati, kastið þið frá ykkur öllum trompum til samninga.

Þið hafið því engin áhrif, hvorki á Sjallanna sem þið hunsið og ekki hina sem eftir eru, vegna þess að hinir vita að þið hafið bara í þeirra hús að venda. Ekki gott fyrir ykkur.

Auk þess tel ég að margir kjósendur Sjálfsstæðisflokks væru alveg til í að kjósa einhvern annan flokk með svipaðar áherslur. En þegar staðan er orðinn sú að allir flokkar og öll framboð útiloka Sjálfstæðisflokk neyðist fólk sem aðhyllist frelsi einstaklingsins (með ábyrgð) til að kjósa hann.

Valið stendur á milli Sjálfsstæðislokks og hinna sem verður að sjálfssögðu til þess að flokkurinn fær um 35% fylgi í kosningunum! Ekki gott fyrir hina.

Benedikt Halldórsson, 7.3.2009 kl. 12:26

3 identicon

Já Benidikt segir allt sem segja þarf og þetta er ástæðan fyrir því að Sjallarnir eru að sækja í sig veðrið. En það sem mér finnst samt athugavert við þetta er að Samfylkingin er líka með á stefnuskrá sinni,frelsi einstaklingsins til athafna, svo það er ekki bara eini kosturinn fyrir þá sem aðhyllast frelsi einstaklingsins að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Kannski veit fólk bara ekkert af þessu, ég veit það ekki. En þetta nýja framboð er með sömu stefnuskránna og hinir vinstriflokkarnir og þá spyr ég, hvers vegna ætti ég að kjósa flokk sem atkvæðin gætu hugsanlega dottið dauð, frekar en að kjósa annað hvort VG eða Samfylkinguna?

Valsól (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 12:41

4 identicon

Valsól, þetta er spurning um traust. Treystir þú gömlu flokkunum til að afsala sér þau völd sem þeir hafa?

Treystir þú gömlu flokkunum til að rannsaka eigin aðkomu að efnahagshruninu?

Ef þú treystir þeim, *hóst* fagra Ísland, *hóst* traust efnahagsstjórn, *hóst* eiturlyfjalaust Ísland, afsakaðu, loforðin fóru eitthvað öfugt ofan í mig.

Þá kýstu bara gamla flokkinn þinn.

En ef þú treystir þeim ekki, þá erum við valkostur.

Benedikt, einn af þeim frösum sem fara hvað mest í taugarnar á mér er, við göngum óbundin til kosninga. M.ö.o. við ætlum að fara inn í einhver reykfyllt bakherbergi, semja þar til að stefnan okkar er orðin svo mikið miðjumoð að kjósendur okkar þekkja hana ekki að sjón. En hey, horfum á björtu hliðarnar við fáum alla vega einhverja ráðherrastóla.

Kveðja

Herbert Sveinbjörnsson -formaður Borgarahreyfingarinnar 

Herbert Sveinbjornsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 00:18

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég tek undir með Herberti hérna Benedikt. Fyrir mér er það nokkuð ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að fara að samþykkja mikið af stefnumálunum okkar í einhverju samstarfsformi og því er ljóst að það er heiðarlegra að útiloka það samstarf strax. Við stöndum ekki fyrir flókin mál til þess að gera, í grunninn viljum við bara koma á persónulegu lýðræði á Íslandi. Það er ekki eitthvað sem að við erum tilbúin til að semja frá okkur í stjórnarmyndunarviðræðum.

Og já Valsól, það er orðið harla fátt sem finnst ekki í stefnumálum Samfylkingarinnar. Það er hins vegar ansi fátt þaðan sem að Samfylkingin hefur raunverulega tekið upp í umræðum og störfum þingflokksins. Græni her Samfylkingarinnar til dæmis er fyrir mér ótrúlega húsbóndahollur hópur. Þeir fengu að spreyta sig og koma fram með fallega stefnu undir heitinu Fagra Ísland. Sú stefna hefur ekki verið rædd einu orði frá kosningum 2007 að Þórunni Sveinbjarnardóttur undanskildri.

Borgarahreyfingin er að bjóða fram vegna þess að við finnum okkur knúin til þess. Fjórflokkurinn mun ekki fylgja eftir þessum bráðnausynlegu lýðræðisumbótum án öflugs þrýstings. Við viljum vera sá þrýstingur frá þingsölum. Hörður Torfa og félagar munu vonandi halda áfram þeim þrýstingi utan þingsala.

Baldvin Jónsson, 8.3.2009 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband