Ég skal virða það við Íslandsbanka að þeir eru að leita lausna til að létta viðskiptavinum sínum mánaðarlegar greiðslur. Ég gagnrýni það hins vegar harðlega að ekki skuli koma fram hugmyndir þar sem að ábyrgð er dreift til jafns á lánveitanda (atvinnumennina) og lántakanda (leikmennina, þolendurna).
Þegar að stór hluti þeirra sem tóku erlend lán gengu að samningum við lánastofnanir lá fyrir að atvinnumennirnir (lánastofnanirnar) vissu hvert stefndi með gengisþróun á sama tíma og þeir héldu samt áfram að ráðleggja fólki að skulda í erlendum myntum.
Í Danmörku til dæmis er kerfið þannig að þar er ekki ætlast til þess að í sambandi leikmanna og atvinnumanna sé eitthvert jafnræði þegar kemur að lánasamningum. Þar eru gjarnan nokkurs skonar þolmörk þar sem að lántakandinn ber ábyrgðina, en fari verðbólga eða gengisþróun út fyrir þau mörk ber lánveitandanum að taka á sig þann aukna kostnað. Á Íslandi ber leikmaðurinn allan skaðann að virðist.
Kæru lánþolendur, ekki skrifa upp á slík tilboð eins og til dæmis þessi frá Íslandsbanka, án þess að kynna ykkur ítarlega með fagfólki hvað í þeim felst. Endanleg hækkun höfuðstóls mun hlaupa á tugum milljóna samþykkirðu slíkan gjörning.
Ný lausn erlendra lána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 358590
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Bara þannig að það sé á hreinu að Bankar eru ALDREI að gera þér einhvern greiða........
Bankar er til, til að taka sem mestan pening af þér........
Hvernig fór með þessi blessuðu bíllán? Buðu gull og græna skóga í einhverja mánuði og síðan fékkstu allt í baki aftur.......
Ég fékk að frysta bílalánið mitt hjá Sp (er það ekki Landsbankinn sko ríkisrekinn banki??)í heila 3 mánuði borgaði ég bara vexti af láninu eitthvað í kringum 8 þús kallinn síðan kom reikningurinn eftir þessa 3 mánuði......... 58 þús! Við hringdum og spurðum hvernig þeim gæti dottið í hug að við gætum borgað næstum 60 þús núna en síðustu 3 mánuði ekki.......
Meira bullið.....
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 11:54
Ekki var nú svo að allir lántakendur í erlendri mynt væru fórnarlömb því margir tókur erlendu lánin á þeirri forsendu að "þó svo að krónan lækki eitthvað" þá sé vaxtamunurinn það mikill að til langs tíma borga erlendu lánin sig. Sérstaklega þau lengstu t.d. 40 ára lán.
Nú fór svo að krónan lækkaði mikið meira en nokkur gerði ráð fyrir. En hún hefur verið að skríða eitthvað til baka. Við vitum ekki hvernig krónan mun þróast næstu 40 árin né heldur hvernig launaþróun og kaupmáttur þróast gera má ráð fyrir að eitthvert jafnvægi komi á.
Nú spyr ég þig. Ef þeir skuldarar sem hafa fengið á sig mikla hækkun vegna gengisþróunar í dag eiga að fá að flytja hluta byrðinnar yfir á aðra (skattgreiðendur eða ríkisbankana) hvað á þá að gera ef gengisþróun næstu ára verður þessum skuldurum í hag. Á þá a færa byrðina til baka á þá?
Georg Birgisson, 6.3.2009 kl. 12:00
Sæll Georg og þakka þér fyrir innlitið.
Ég tel eðlilegt að gæta jafnræðis á milli þeirra sem eru með verðtryggð lán í íslenskum krónum og þeirra sem eru með gengistryggð lán. Ef á að hlaupa undir bagga með öðrum hópnum er rétt að gera það líka með hinum.
Þetta eru í raun enn sem komið er bara mannanna verk, bara tölur á blaði. Alveg eins og verðtryggingin er í raun óefnisleg má segja að gengisskráningar skuldanna okkar hjá bönkunum líka ekki orðnar raunverulegar. Það liggur til dæmis ekki fyrir hvort að bankarnir voru í raun að lána erlendan gjaldmiðil eða bara íslenskar krónur sem þeir síðan kusu sjálfir hvernig skyldi skrá til skuldara á erlendu láni. Það liggur hins vegar fyrir að bankarnir eru almennt ekki farnir að greiða sjálfir af þessum erlendu lánum og munu líklega ekki gera héðan af.
Baldvin Jónsson, 6.3.2009 kl. 13:06
Sæll Baldvin.
Þetta sem þú nefnir síðast er umhugsunarefni. Er fólk að greiða af erlendu lánunum miðað við daglega gengisskráningu til bankanna án þess að bankarnir muni greiða neitt til hins erlenda lánardrottins fyrr en krónan hefur hækkað. Ef svo er þá hirða bankarnir umtalsverðar upphæðir í gengishagnað.
Svo gæti hugsast að hér sé Hróa Hattar aðferðin notuð; að þeir sem standa í skilum þrátt fyrir gengistapið greiði niður tap bankanna vegna þeirra sem ekki geta greitt?
Það væri af hinu góða ef lánastofnanirnar tækju af allan vafa hvað þetta varðar.
Kolbrún Hilmars, 6.3.2009 kl. 15:06
Þegar tölvan klikkar þá ýtir maður á reset. Ég fer að hallast að því að einfaldast sé að núllstilla dæmið.
Afskrifum skuldir allra Íslendinga. Það fæst aldrei neitt upp í neitt þegar fólk er hætt að borga og allir tapa.
Annað eins er verið að afskrifa. Heildarskuldir í húsnæðislánum landans ku vera um 1500 milljarðar. Komon. Af hvejru ekki?
Hagfræðingarnir þyrftu kannski að koma sér út úr hagfræðingakassanum og fara að upphugsa óvenjulegar lausnir á óvenjulegum tímum.
Eða drastískar lausnir á dramatískum tímum.
Hvaða réttlæti er að afskrifa skuldir fyrirtækja og valinna þegar almenningur situr alltaf uppi með skuldirnar?
Hvenær hættum við sem erum í vinnu að hafa efni á því að borga fyrir hina sem ekki eru í vinnu?
Svei mér ef reset hugmyndin er ekki farin að vera fýsilegri eftir því sem meira af skít kemur upp á yfirborðið.
Ef við núllstillum þá fara peningar að streyma inn í kerfið og hlutirnir fara að gerast.
Fáið sérfræðingana til að setja upp svona módel og reikna dæmið til enda. Ekki bara næstu fjögur ár heldur næstu tíu ár.
Valgeir Skagfjörð, 6.3.2009 kl. 15:21
Æi hvað ég er sammála þér Valgeir!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 15:26
Valgeir, þetta er freistandi hugmynd. Ef hægt væri að núllstilla og byrja upp á nýtt þá fyrst væri hægt að tala um Nýja Ísland.
En; eins og með allar góðar hugmyndir, þá er alltaf hægt að finna aðra hlið. Hvað með þá varkáru (líka þá sem áttu hvorki smávegis af reiðufé né vel megandi aðstandendur) sem ekki tóku nein lán til íbúðarkaupa og létu sér nægja leiguíbúð? Þurfa þeir sömu að horfa uppá djarfari félaga sína eignast heila íbúð fyrir ekki neitt?
Kolbrún Hilmars, 6.3.2009 kl. 15:36
Það sem þarf að passa að með þessum skilmálum sé ekki lítið letur sem segir að með þessum aðgerðum geti bankinn endurskoðaða vaxtaálag eftir dúk og disk. Mig grunar að þetta sé skítalausn. Lausnin þarf að koma frá stjórnvöldum með lagasetningu um að öll lán skulu vera óverðtryggð, færð frá ríkisbönkunum til íbúðarlánasjóðs. Erlend lán reiknuð til baka við lántökudag og uppreiknuð á sama hátt og ef um hefðbundið íslenskt lán hafi verið um að ræða. Þar með sitja allir við sama borð. Síðan þarf að endurskoða íbúðarlán frá upphafi. Eins og kerfið er í dag þá er það ekki í lagi gangvart lántakanda. Þeir sem geta fært rök á móti þessu, endilega gerið það. Ekki gleyma að kostnaður er kostnaður og tekjuskerðing er tekjuskerðing í rökfærslum.
Haraldur Haraldsson, 6.3.2009 kl. 17:11
Valgeir
þó svo að þetta virki sniðugt gæti ég aldrei sætt mig við það að skuldir allra íslendinga yrðu afskrifaðar, á svo unga fólkið sem en á eftir að kaupa sér fasteign að borga fyrir sína á meðan þeir sem keyptu fyrir hrun fengu sína gefins?
Verður þá ekki ríkið líka að gefa öllum þeim sem eiga ekki fasteign og eru 18 ára og eldri sína fyrstu fasteign ;)
Nei best er að finna farsæla lausn sem allir geta unað við, "Það liggur til dæmis ekki fyrir hvort að bankarnir voru í raun að lána erlendan gjaldmiðil eða bara íslenskar krónur sem þeir síðan kusu sjálfir hvernig skyldi skrá til skuldara á erlendu láni. Það liggur hins vegar fyrir að bankarnir eru almennt ekki farnir að greiða sjálfir af þessum erlendu lánum og munu líklega ekki gera héðan af."
mér finnst þetta segja allt sem segja þarf um þá spillingu sem var í gangi og algerlega fáránlegt að fólk með þessi lán séu að borga himinháar upphæðir mánaðalega þegar bankarnir eru ekki að greiða af sínum erlendum lánum. Það ætti þá ekki að vera neitt mál fyrir bankana að stilla lánin þannig að fólk sé að borga eins og fyrir hrun án þess að skella mismuninum aftan á lánin þar sem klárlega er ekki um neinn mismun að ræða.
og verðtryggingin burtu með hana. Eigum að boða til harðra mótmæla sem linna ekki fyrr en hún er afnumin, lífeyriissjóðirnir finna aðra leið til að redda sér.
A.L.F, 6.3.2009 kl. 20:27
A.L.F., það er heilmikið til í því sem Valgeir segir og fullkomið jafnræði finnst aldrei í þessum málum. Þjóðin hefur gengið í genum það áður að sumir fengu húsin sín „nánast gefins“, það var um miðja síðustu öld,þegar verbólgan át upp húsnæðislánin fyrir fólk.Svo kom verðtryggingin sem við erum að þrátta um núna.
Við þurfum að fá lausnir sem eru róttækar og altækar, ekki lausnir sem snúast um að tjasla uppá og viðhalda þessu kerfi sem augljóslega brást. Það þarf að höggva á hnútinn, ekki að leysa hann.
Guðmundur Gunnarsson, 7.3.2009 kl. 13:46
Guðmundur, mér sýnist þú vera á þeim aldrinum að hafa upplifað hvernig það var að koma sér "þaki yfir höfuðið" eins og það var kallað á árunum 1960-70. Ég upplifði þessa tíma sjálf og mér þykir engin ástæða til þess að fegra það ástand sem þá ríkti.
Fyrir það fyrsta var engin lán að fá nema skammtímalán, helst í víxlaformi með rándýrum vöxtum og svo einhver húsnæðislán ríkisins sem dugðu fyrir 20-25% af byggingarkostnaði. Þá var ekki búið að finna upp vaxtabætur eða annan skattaafslátt.
Ungt fjölskyldufólk þeirra tíma vann myrkranna á milli til þess að ná saman endum og þurfti að sætta sig við að búa í húsnæði sem var rétt rúmlega tilbúið undir tréverk árum saman. Að auki náðu margir það háum fjölskyldutekjum með allri vinnunni að engar barnabætur voru greiddar. Það voru heldur engin dagheimili, leikskólar voru forréttindi námsmanna og einstæðra foreldra.
Á þeim tímum var EKKERT gefins.
Kolbrún Hilmars, 7.3.2009 kl. 17:55
Gott fólk, ég er einungis að segja að þó við séum öll af vilja gerð þá er það aldrei svo að einhver alsherjar sanngirni náist. Það verða alltaf einhver tilvik þar sem einhver fær meira en annar. Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að það þarf að beita róttækum aðferðum til þess að hjálpa heimilunum í landinu við þurfum á öllu okkar fólki að halda. Fólk verður að sjá út úr erfiðleikunum. Það duga engir greiðslufrestir, frystingar eða þessháttar. Það verður að höggva á hnútinn með afgerandi hætti og gera fólki fært að búa í landinu. ••„Reset“ er ekki vitlausasta hugmyndin sem fram hefur komið.
Þessi vísa Steins Steinars kemur ótrúlega oft upp í huga minn þessa dagana:
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka íó nefið,
og þó maður svindli þá geriðr það ekkert til
því það er nefnilega vitlaust gefið.
Guðmundur Gunnarsson, 8.3.2009 kl. 00:41
Guðmundur
reset er mjög vitlaus hugmynd, nema henni fylgdu þær kvaðir að fasteingamarkaðurinn væri niður um 90%.
Best væri að afnema verðtrygginguna og bakreikna hana um sirka 1 og hálft ár, og um leið færa myntkörfulánin í það sem þau voru fyrir fall krónunar. Fólk væri þá að fá sanngjarna meðferð allir sem einn. Fólk með myntkörfulánin hefði þá val að færa þau í íslenskar krónur þar sem verðtryggingin væri ekki vandamál lengur og fasteignamarkaðurinn gæti lifnað við aftur án þess að hann væri að hryngja um 50%.
A.L.F, 8.3.2009 kl. 18:36
Guðrún Hulda, Borgarahreyfingin er einmitt að vinna að mjög svipuðum hugmyndum varðandi lánin. Munum vonandi kynna þær strax á opna kynningarfundinum okkar á þriðjudagskvöldið kemur í Iðnó. Munum vilja miða við janúar 2008 sem útgangspunkt.
Baldvin Jónsson, 8.3.2009 kl. 19:01
Ég er engin sérfræðingur en það er nokkuð ljóst að við getum gert ansi margt til að breyta þessu fyrirkomulagi. Einnig er hægt að gera eitthvað tímabundið á meðan verið er að vinna í málunum. Vil benda á að þótt eru missjafnar skoðanir á því hvort það eigi að afnema verðtryggingu þá er hægt að frysta hana um sinn. Það mun engin tapa á því og ekki heldur lánastofnanir því að þeirra lán eru ekki vísitölutengd.
Ég er aftur á móti ekki viss hvort reset yrði góð lausn. En vil gjarnan benda á að þetta þarf að ganga jafn á alla, þá sem eru skuldsettir og þá sem eru ekki (en eru að missa sínar eigur í verðbólgunni). Vísa í grein sem Marinó Njálsson skrifaði á heimasíðu sinni.
Adriana Karolina Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.