Þá er það orðið formlegt - spennufiðringur í maganum og mikil ánægja með félaga mína á fundinum
4.3.2009 | 18:01
Þetta var skemmtileg stund í dag. Það var samdóma álit okkar sem hann sátu fyrir hönd Borgarahreyfingarinnar að fundurinn hafi gengið afar vel. Við fengum mikið af góðum krefjandi spurningum og tókst að mínu mati afar vel að koma hugmyndum okkar á framfæri.
Margir (félagar sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn) hafa undrast þá yfirlýsingu okkar að við munum ekki fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Þetta er hins vegar alveg kristaltært fyrir okkur. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að sitja að mestu við völd frá stofnun flokksins 1929. Svona um það bil 70 ár af 80 ef mig misminnir ekki mikið. Það er kerfi Sjálfstæðisflokksins öðrum fremur sem við búum við í dag, það er kerfið þeirra sem hrundi algerlega. Það er eðlileg krafa að þeir taki sé nú pásu frá völdum og gefi öðrum færi á að prófa nýjar hugmyndir og hugsjónir.
Ég persónulega er ekki á móti frjálshyggju per se. Alls ekki. Ég er hins vegar á því að það liggi skýrt fyrir að frjálshyggjan brást okkur algerlega síðastliðið haust. Frjálshyggja án kröftugs lagaumhverfis og eftirlits virðist ekki virka. Það er búið að sýna sig endurtekið frá því snemma á tuttugustu öldinni. Markaðslögmálið trúi ég að virki, en það virkar ekki nema að sterkt eftirlit sé með því að allir sitji við sama borðið. Að þáttakendur spili allir eftir sömu leikreglum.
Borgarahreyfingin - þjóðin á þing vill standa fyrir auknu réttlæti, gegnsæi og jafnrétti í samfélaginu. Ekki aðeins jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti almennt. Samfélagið á ekki að vera leikvöllur fárra útvaldra, við viljum öll fá að spila með eftir sömu leikreglum.
Vilja gegnsætt réttlæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Gegnsæ skríplæti hafa komið og farið í gegnum tíðina
Ómar Ingi, 4.3.2009 kl. 18:53
Ef réttlæti er skrípalæti Ómar, þá fagna ég því. Við getum þá skemmt okkur yfir því vonandi fljótlega.
Baldvin Jónsson, 4.3.2009 kl. 19:18
Sæll Baldvin og til hamingju
Ég velti fyrir mér hvernig þið hyggist raða á listana ykkar.
Það sem mig fýsir að vita hvort þið ætlið að ganga alla leið í lýðræðisátt og bjóða fram óraðaða lista þar sem t.d. nöfn á listanum væru í tilviljanakenndri röð. Síðan veldu kjósendur röðina í kjörklefanum.
Ég held að þetta sé eina leiðin ef það á að virka að frambjóðendur séu óháðir og að maður geti þá valið þá frambjóðendur af listanum sem manni líst best á en ekki eitthvað sem flokkurinn hefur raðað upp fyrir mann. Nú skilst mér að þetta verði í fyrsta skipti leyft ef frumvarpið um persónukjör nær fram að ganga þ.e. að bjóða upp á óraðaðann lista.
Verður þetta svona hjá ykkur?
Egill Jóhannsson, 4.3.2009 kl. 19:29
Baldvin til hamingju.........með okkur
Það er alveg ljóst að við hyggjumst bjóða fram óraðaðan lista. Ekki veit ég betur. Ef ég má, ég sem setið hef fundi sem varamaður hef hvergi séð neitt annað. Nú bíðum við eftir flokkunum. En ef þetta frumvarp hefst ekki í gegn fyrir kosningar þá finnum við örugglega leið sem raðar frambjóðendum réttlætislega upp...
Guðni Karl Harðarson, 4.3.2009 kl. 19:43
Frábært framtak - megi allir góðir vætir vera með ykkur.. - óska ykkur & þjóðinni velfernaðar næstu 1100 árin eða svo..!
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 20:52
Til lukku, þið komuð þessu vel frá ykkur og allt stefnir í að þið eigið mitt atkvæði víst.
Höskuldur Búi Jónsson, 4.3.2009 kl. 22:04
Til hamingju með þetta framtak!
Hann Baldur McQueen er hér með yfirlit yfir stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins frá 1944 - skemmtilega fram sett.
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.3.2009 kl. 23:07
Takk Lára Hanna og takk kærlega fyrir snilldar samsetningu þína á fréttum dagsins af framboðinu :)
Má sjá það hér hjá Láru Hönnu: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/820008/
Baldvin Jónsson, 4.3.2009 kl. 23:13
Sæll Baldvin
En hvað með spurninguna mína hér aðeins ofar um það hvort listinn verði óraðaður? Spurningin hljóðaði svona:
Það sem mig fýsir að vita hvort þið ætlið að ganga alla leið í lýðræðisátt og bjóða fram óraðaðan lista þar sem t.d. nöfn á listanum væru í tilviljanakenndri röð. Síðan veldu kjósendur röðina í kjörklefanum.
Egill Jóhannsson, 5.3.2009 kl. 07:28
Hæ Egill, fyrirgefðu seint svar.
Við munum bjóða fram óraðaða lista en erum á sama tíma að reyna að búa til eitthvert varaplan ef frumvarpið verður ekki að lögum. Persónukjör er okkur hjartans mál og við munum því reyna sem við getum að bjóða fram eftir því miðað við það umhverfi sem þegar er uppi.
Allar tillögur um málamiðlanir hér um eru líka vel þegnar. Það er nefnilega svo að það eru nánast engar líkur á að við fáum að halda þessu til streitu, Sjálfstæðismenn ætla sér ekki að kjósa með frumvarpinu og samkvæmt núverandi túlkun þarf slík breyting 2/3 atkvæða á þingi.
Baldvin Jónsson, 5.3.2009 kl. 12:12
En Egill, annað mál. Er ekki svo rólegt í bílabransanum núna að þú hafir nægan tíma til að bjóða þig fram til átaksverks á þingi? Verðum vonandi að nálgast enda niðursveiflunnar þegar að umbæturnar hafa náð í gegn og þú getur þá snúið þér aftur af fullum þunga að Brimborg :)
Baldvin Jónsson, 5.3.2009 kl. 12:13
Hæ Baldvin
Takk fyrir svarið og ég er mjög ánægður að heyra að þið ætlið að bjóða fram óraðaðan lista. Skiljanlega verðið þið að hafa varaplan ef frumvarpið fer ekki í gegn því hugsanlega er frumvarpið lagt fram af stjórnarflokkunum í blekkingarskyni þ.e. þeir viti að það verði ekki samþykkt. En vonum það besta því þó það gangi ekki langt þá er þetta áhugavert skref. Það væri klókindi af Sjálfstæðismönnum að samþykkja það og fá kannski smávægis lýðræðisstimpil yfir sig.
Varðandi meintan verkefnaskort minn í vinnunni :) Þrátt fyrir litla sem enga sölu nýrra bíla hér á landi þá er sem betur fer nóg að gera hjá mér í vinnunni. Við afneituðum ekki vandanum á sínum tíma eins og margir stórnmálamenn heldur hófum strax aðgerðir og má fara allt aftur til febrúar í fyrra til að sjá fyrstu aðgerðir okkar til að bregðast við hruninu (bílabransinn hrundi í mars 2008). Núna er nóg að gera í sölu notaðra bíla, þjónustu. sölu varahluta og núna erum við að fikra okkur inn í ferðabransann með stofnun bílaleigu. Mikill tími fer í samningagerð og aðlögun tölvkerfis og er ég á kafi sjálfur í þessum verkefnum ásamt frábærum hóp starfsmanna. Einnig er nóg að gera í að berjast við valdníðandi borgaryfirvöld á sama tíma og maður er að berjast við mestu kreppu sögunnar. Á kvöldin og um helgar mæti ég síðan reglulega á fundi til að halda uppi pressunni á stjórnvöldum og þess á milli blogga ég. Þannig að verkefnaskortur er ekki vandamál :)
Varðandi þingið þá var alveg skýrt frá upphafi að ég hefði ekki áhuga á þingmennsku yfirleitt miðað við hefðbundnar forsendur. Eini möguleikinn hefði verið ef náðst hefði sátt um framboð sem eingöngu hefði haft lýðræðisumbætur á sinni stefnuskrá eins og Lýðveldisbyltingin stefndi að. Hjá þeirri hreyfingu voru tvö markmið þ.e. móta stefnu um bætt lýðræði á opin og gagnsæan hátt fyrir allra augum á netinu. Það tókst 100%. Hitt markmiðið var að bjóða fram til þingkosninga með þetta eina stefnumál í farteskinu og sitja hjá t.d. í öllum öðrum málum. Þetta markmið náðist ekki. Þó má segja að það markmið hafi náðst að hluta. Margir þeirra sem störfuðu í hreyfingunni fóru í framboð fyrir aðra flokka eða t.d. þið sem stofnuðuð flokk og tóku með sér stefnuna og ætla að fylgja henni eftir. Það er frábært og í samræmi við það sem samþykkt var hjá Lýðveldisbyltingunni að það væri öllum algerlega frjálst að nýta stefnuna, í heild eða að hluta,
Egill Jóhannsson, 6.3.2009 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.