Er verið að setja á laggirnar nýjan banka eða eru menn mögulega að reyna að koma sér frá ákærum?

Eins og svo margir horfði ég nýlega á heimildarmyndina um Enron málið í Bandaríkjunum. Það var mér eins og svo mörgum, gríðarlegt sjokk að sjá myndina og bera hana saman við veruleikann okkar hérna á Íslandi í dag. Mér líður hreinlega eins og tilteknir fjárglæframenn hljóti að hafa einfaldlega horft á myndina, stúderað hana og gert svo bara slíkt hið sama í minni mynd hér heima.

Ísland virðist hafa verið svona leikland í höndum manna sem vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. En enn spyr ég í einfeldni, hvers vegna gerðu ráðamenn ekkert í þessu?

Það er skýlaus krafa okkar nú að afbrotamennirnir verði dregnir til ábyrgðar og það strax.


mbl.is Fjöldaflótti frá Kaupþingi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

    Nú eru það verkfærin næst

Kolla (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 02:01

2 identicon

Já, ég horfði líka á hana og mér fannst þetta hljóma mjög mikið eins og allir þessir hlutir sem maður hefur verið að heyra með skúffufyrirtæki í útlöndum :(

Arnór Heiðar (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband