Gjaldeyrishöftin verða vonandi aldrei afnumin meðan að íslenska krónan er gjaldmiðillinn

Það mun að minnsta kosti taka afar langan tíma fyrir krónuna að ná aftur einhverju trausti á gjaldeyrismarkaði. Til þess að hún styrkist og gengið nái því jafnvægi sem við þörfnumst til þess að geta haft hana á floti þurfa einfaldlega einhverjir að vilja eiga krónur. Svo er ekki í dag. Eins og góður félagi Þór Saarí segir gjarnan. Krónan er álíka vinsæl og sumarbústaðalóð í Chernobyl.

Ég get ekki séð á þeim upplýsingum sem við almenningur fær til að vega og meta aðstæður að neinar líkur séu á því að hagkerfið hafi tíma til að bíða eftir því að krónan nái aftur trausti. Það tekur einfaldlega bara of langan tíma til þess að við höfum efni á því að bíða. Fjölmargir aðilar í atvinnulífinu munu ekki hafa þolinmæði til að starfa árum saman undir miklum gjaldeyrishöftum, eða ólíklega að minnsta kosti.

Það eru hins vegar aðstæðurnar sem við búum við í dag. Annað hvort þurfa höftin að vera til staðar árum saman eða að við þurfum tafarlaust að skoða upptöku annars gjaldmiðils, sem er síðan langt mál að fara út í hér. ESB eða ekki ESB, hvaða myntir aðrar koma til greina o.s.frv.

En því miður virðist ljóst að krónan okkar mun ekki geta þjónað okkur sem skyldi um árabil.


mbl.is Gjaldeyrishöft ekki afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við verðum bara að sætta okkur við það að krónan er ekki notuð á erlendri grundu. af þeim sökum getum við ekki eytt meiru í innfluttning heldur en sem nemur gjaldeyristekjum þjóðarinnar, nema með því að slá lán.

krónan er fullkomlega nothæf á íslandi. sem útrásartæki stórhuga víkinga og annarra sveimhuga, þá er það ekki raunhæft að halda slíku fram. 

Fannar frá Rifi, 2.3.2009 kl. 10:22

2 identicon

Hver er að tala um að við verðum með gjaldeyrishöft árum saman?!

Þór (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 10:56

3 identicon

"Það mun að minnsta kosti taka afar langan tíma fyrir krónuna að ná aftur einhverju trausti á gjaldeyrismarkaði"

Langan tíma?  Ég get sagt þér nákvæmlega hvenær það gerist: Daginn eftir að hún er sett á flot.  Það eina sem við þurfum að bíða eftir í því sambandi er að stjórnvöld herði upp hugann, togi þumlana útúr rassinum á sér og þori að gera rétt.

Þau þurfa einfaldlega að breyta erlendum lánum heimilana í landinu í ISK, hlunka stýrivöxtum niðrí 1% og daginn eftir, fleyta krónunni og ekki skipta sér af henni meir. 

Jú, peningurinn okkar; krónan mun hrapa niðrá eithvert verð sem er raunverulegt, en það er líka eina leiðin til að gera hana nothæfa aftur.  En hin raunverulegu verðmæti; fasteignir, auðlindir og innviðir samfélagsins halda verðgildi sínu.

Jú, 80% af innflutningsfyrirtækjum fara á hausinn og fyrirtæki vafin erlendum lánum fara beint til andskotans, en einmitt það er okkur íslendingum nauðsyn, við getum ekki haft góðærið á gjörgæslu lengur, það verður að deyja.

Það sem útflutningur, ferðaþjónusta og erlendar fjárfestingar hérlendis munu skila er bjargræðið.  Nei, við komum ekki til með að keyra range rover í bráð, en hvaða máli skiptir það?

Það að væla í sífellu yfir krónunni og láta einsog við getum skipt henni út fyrir eitthvað annað bara sísona er barnalegt, aumkvunarvert og algerlega fjarstæðukennt.  Það þyrfti að ráða sérstaka "stuðmenn" sem þegar fréttamenn leggja til að við bara tökum upp evru, dollar, NOK, zloty etc, gefa þeim raflost sem venur þá af þessum háfvitaskap.

Þannig að.... aftur elsku besti Baldur minn, hættessu væli.  Ef þú vilt blogga um eitthvað sem máli skiptir, talaðu þá um olíulögin; söguna um það hvernig sjálfstæðisflokkur og samfylking plottuðu system þar sem spillingarveldið sölsaði undir sig stærstu auðlindir Íslands með einu pennastriki í skjóli kreppunar....

Jón Helgi (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 11:05

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er sammála, það er ekkert að því að hafa stjórn á peningaflæði út úr landinu alveg eins og hverju öðru veski.

Ég get ekki séð muninn á hvort við erum með ísl.krónu eða eitthvað annað við hljótum alltaf að þurfa að stjórna útflæðinu eftir innflæðinnu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.3.2009 kl. 11:08

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk Fannar, ágætis innlegg og áminning um að stór hluti vandans er að sjálfsögðu að áratugum saman höfum við flutt inn meira en út. Áratuga gamall viðskiptahalli kostar samfélagið núna líklega stórfé.

Þór og Jón Helgi, það er hægt að tala voða flott (og ekki væla). Það er hægt að gefa út yfirlýsingar, en röklausar yfirlýsingar eru samfélaginu vita gagnslausar. Það sem ég er að fjalla um hér og er í umræðunni víðar í samfélaginu snýr að því að gera sem við getum til að mýkja brotlendinguna. Hvað kostar það okkur að 80% innflutningsfyrirtækja fari á hausinn? Hvað eykst atvinnuleysi við það? Hversu langvarandi verður atvinnuleysið? Hvað kostar það samfélagið félagsfræðilega að búa við langvarandi atvinnuleysi? Eru ekki á því miklar líkur að það sé ódýrara fyrir samfélagið að setja krónuna ekki á flot, að það sé okkur öllum betra sem heild að búa einfaldlega áfram við mikil gjaldeyrishöft? Jón Helgi talar hérna stórkallalega við einhvern Baldur, en fyrir mér eru slíkar yfirlýsingar í besta falli barnalegar.

Högni kemur þarna nálægt kjarnanum. Við munum alltaf þurfa að finna leið til þess að búa í jafnvægi sem samfélag. Við erum ekkert að fara að finna upp hagfræðikenningu sem gerir okkur fært að brjóta lögmálin.

Meðan við eyðum meira en við framleiðum aukast skuldirnar. Þannig virkar það víst bara og þjóðin þarf að sætta sig við það að skuldirnar geta ekki aukist meira í bráð.

Baldvin Jónsson, 2.3.2009 kl. 15:37

6 Smámynd: Púkinn

Og er eitthvað betra að útflutningsfyrirtækin fari á hausinn?   "Góðærið"  fór mjög illa með mörg þeirra - þau eyddu sínum varasjóðum, skáru niður, fluttu starfsenmina úr landi eða lögðu hreinlega upp laupana. 

Til að þau komist á viðunandi ról og geti vaxið þarf gengi krónunnar að vera lágt - helst lægra en það er núna - en, núna er genginu haldið uppi með handafl og útflutningsfyrirtækin eru neydd til að selja sinn gjaldeyri á gengi sem er í engu samræmi við raunverulegt verðmæti krónunnar.

Púkinn, 2.3.2009 kl. 17:55

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nei Friðrik, að sjálfsögðu ekki. Þetta er augljóslega línudans. Útflutningsfyrirtækin eru lífæð þjóðarinnar í stóru samhengi. Kerfið virkar þó að sjálfsögðu sem ein heild þar sem sérhagsmunir eins hóps geta ekki staðið öðrum framar. Útflutningsfyrirtækin þurfa jú öll allskyns hráefni og mannafla til að reka sig. Innflutningsfyrirtækin þurfa á því að halda að þjóðin hafi tekjur af útflutningi til að þrífast. Atvinnuvegurinn allur þarf hins vegar á því að halda að hér búi fólk, falli krónan um upp undir 40% eru taldar miklar líkur á því að stór hluti vinnufærra einstaklinga flytji héðan, að minnsta kosti tímabundið. Í könnun sem gerð var (Gallup minnir mig) snemma eftir hrun svöruðu ríflega 30% aðspurðra því játandi að þeir væru að hugsa alvarlega um brottflutning eða væru búnir að taka ákvörðun. Það segir sig sjálft að án þessa hóps, sem er eflaust enn hærra hlutfall ef bara er miðað við vinnandi fólk, getum við ekki lifað hérna heima.

Krafan verður því að vera að finna leið til þess að hjálpa öllum hópum sem mest má.

Baldvin Jónsson, 2.3.2009 kl. 18:09

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Málið er Baldvin að við verðum að bíða aðeins með hvað verður um blessaða krónuna. Fyrst um sinn neyðumst við til að halda höftum á hana. En síðar verður að taka ákvörðun hvað verður. Hvort við getum haldið í hana eða hvort við verðum að taka upp Dollar eða Evruna.

Mín sýn á þetta er hinsvegar sú: Hagkerfi heimsins heldur áfram að falla og mikil hætta er á algjöru hruni markaða. Sérstaklega í Evrópu. Það er ekki fyrirsjáanlegt að markaðir séu að fara að taka við sér á næstunni.

Ertu viss um að í þeirri stöðu væri hagstætt fyrir okkur að vera komin í myntbandalag?

Ekki ég. Ég sé ekki að við förum að taka upp aðra mynt á næstunni þó blessuð krónan standi höllum fæti og sé veik. Hvernig sérðu fyrir þér stöðuna ef okkur íslendingum tekst að byggja upp nýtt atvinnukerfi og hagkerfi þar sem erlend ríki munu í auknum mæli sækjast eftir vörum frá okkur og það á fallandi mörkuðum þeirra?

Guðni Karl Harðarson, 3.3.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband