Á rekstur Sorpu að skila hagnaði? - Fyrir hvern?

Ég sé ekki betur af lestri þessarar fréttar að rekstur Sorpu hafi bara gengið afar vel. Fyrirtækið var rekið með hagnaði árið 2008, hagnaði upp á 4,2 milljónir króna. Þó að það sé lág upphæð í hlutfalli við heildarveltu, er það há upphæð engu að síður og fjórum milljón sinnum betri niðurstaða en tap.

En þá er mín spurning, hvers vegna á rekstur sem slíkur að skila miklum hagnaði? Er ekki mikið eðlilegra að reksturinn bara standi undir sér, eins og hann augljóslega gerði árið 2008, heldur en að hann fari að skila miklum afgangi? Eru ekki álögur bara einfaldlega of háar ef hagnaður fer að myndast í þjónustufyrirtæki við sveitarfélög?

Mér þykir það afar ánægjulegt persónulega að fyrirtæki eins og Sorpa sem eru einungis í því að þjónusta borgarana í sveitarfélaginu séu rekin sem næst núllinu. Það er sanngjörn og eðlileg stjórnsýsla.


mbl.is Afkoma Sorpu í járnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er sammála þér og ekki orð um það meir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.2.2009 kl. 00:52

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hólmfríður, rakst á það einhversstaðar að þú byggir á Laugabakka. Ertu búin að vera þar lengi?

Ég var nefnilega sem gutti í ein 6 sumur í sveit á Barkarstöðum framarlega í Miðfirðinum.

Baldvin Jónsson, 24.2.2009 kl. 00:57

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eruð þið Húnvetningar? Ég á skyldfólk inni á Hvamstanga, og á fleiri stöðum eins og úti á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi og einnig frammi í Vatnsfirði.

Skila hagnaði? En væri ekki hægt að nota peningana í eitthvað uppbyggilegt? Síðan nota nú sumir hagnað eifaldlega til að stækka höfuðstól og/eða til að vera vel undirbúnir þegar að illa árar.

Guðni Karl Harðarson, 24.2.2009 kl. 09:45

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Guðni, þetta er þjónustufyrirtæki sem er rekið af sköttum.  Það er engu okkar til bóta að peningarnir okkar séu geymdir á reikningum Sorpu fremur en í eigin veski. Ég persónulega hef að minnsta kosti mikla þörf fyrir þá þessa dagana.

Er annars ekki ættaður úr Vestur-Húnavatnssýslunni en átti þar fjölmörg frábær sumur hjá afar góðu fólki.

Baldvin Jónsson, 24.2.2009 kl. 11:10

5 Smámynd: Bragi Sigurðsson

Mér finnst þetta nú bara viðunandi hagnaður. Öll fyrirtæki þurfa að hafa hagnað til þess að geta rekið sig, svo má endalaust deila um hversu mikill hagnaður skal vera. Ef hagnaður er notaður til þess að endurnyja tæki og tól er það í lagi. á meðan þarf ekki að taka peninga út úr veitafélögum.

Bragi Sigurðsson, 24.2.2009 kl. 11:20

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Baldvin

Hinsvegar mætti byggja upp reikning þeirra þannig að hluti hagnaðar sé skilað aftur inn í þjóðfélagið. Tildæmis að skipta í þrennt?  Stækkun höfðustól, endurnýjun á tólum og tækjum og skila til baka inn í þjóðfélagið. Þannig að ég sé ekki að það sé svo slæmt að fyrirtækið hagnist ef peningarnir skila sér til baka.

Það hafa annars verið svo margir framsóknar og sjálfsstæðismenn þarna í Hún Var einu sinni að vinna hjá hörðu sjálfsstæðisfólki (skylt mér) og frekar öflugu innan þess flokks. Sonur þeirra var stjórnarformaður hvað kallaðist það? urður-verðandi-skuld? Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsso. bleeeeeeee.

Guðni Karl Harðarson, 24.2.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband