Eða eins og ég sagði á blogginu fyrr í dag.....Ný stjórnmálahreyfing stofnuð í gærkvöldi við samruna Samstöðu hópsins og hópa sem verið hafa að starfa að lýðræðismálum í Borgartúni 3

Það er mér mikið fagnaðarefni að segja frá því loksins skýrum orðum opinberlega að við höfum nú stofnað stjórnmálaafl sem býður fram í komandi Alþingiskosningum. Framboðið verður formlega kynnt á blaðamanna fundi í vikunni, þar sem skýrt verður frá því hvernig framboðinu verður háttað og kynnt okkar helstu stefnumál.

Framboðið hlaut nafnið Borgarahreyfingin og grasrótarstarfið mun væntanlega áfram starfa sjálfstætt framboðinu til stuðnings undir nafni Samstöðu.

Stefnumála vinnan er afar langt komin, en allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í framboðinu eru velkomnir inn í stefnumála vinnuna og það verður fundur í kvöld klukkan 20:00 í Borgartúni 3 á annarri hæð væntanlega, þar sem stendur til að fara á fullt í að fínpússa stefnumálin fyrir kynningu.

Formaður framboðsins var kjörinn Herbert Sveinbjörnsson og varaformaður er Birgitta Jónsdóttir.

Sjá hér ræðu sem að Herbert hélt á borgarafundi í Háskólabíói: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/811279


mbl.is Borgarahreyfingin býður fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Mikið rosalega líst mér vel á þetta hjá ykkur.

Innilega til hamingju.

Halla Rut , 23.2.2009 kl. 21:03

2 identicon

ja nú verður stuð maður.Congratulation.

Ásgeir Jóhann Bragason (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:52

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Spennandi - þetta verður fjör

Arinbjörn Kúld, 23.2.2009 kl. 23:04

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ef þetta framboð fær ekki öruggt fylgi í skoðannakönnunum sem tryggir ykkur fólk inn á þing (7 til 10%) á landsvísu eigið þið umsvifalaust að leggja þetta niður fyrir kosningar því annars verða öll atkvæði greidd ykkur til þess að styrkja flokkinn sem stendur fyrir áframhaldandi spillingu - Sjálfstæðisflokkinn. Líkt og gerðist með framboði Íslandshreyfingarinnar í sl. kosningum (eins ósanngjörn og kosningalögin eru).

Annað væri vanvirðing við þá sem tóku þátt í byltingunni en án þess að ganga um með drauma um pólitískan frama í maganum.

Einnig ættuð þið að ganga bundin til kosninga því loforði að fara aldrei í stjórn með Sjálfstæðisflokk né styðja hann á nokkurn hátt.

Hvað varð svo um hugmyndina um að svona hreyfing myndi "eyða" sjálfri sér eftir að stjórnarskrá hefur verið breytt? Eða var það bara til að tæla fólk inn?

Þór Jóhannesson, 24.2.2009 kl. 00:17

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þór, við sem erum ekki VG sinnuð þurfum einfaldlega að skapa okkur vettvang þar sem að við getum barist fyrir þeim málefnum sem við trúum á. Þú ert væntanlega að gera slíkt hið sama.

Framboðið vill reyna að tryggja með einhverjum hætti að atkvæði muni ekki falla niður dauð, stefna þar um er í mótun.

Hugmyndin um að eyða sér er enn í fullu fjöri.

Baldvin Jónsson, 24.2.2009 kl. 00:22

6 Smámynd: Davíð Löve.

Algjörlega sammála. Nú mun hlakka í íhaldinu. Þeir vita að þeir munu stórgræða á þessu framboði. Það verður að nást gífurlegt fylgi til að eitthvað gagn verði af þessu.

Davíð Löve., 24.2.2009 kl. 00:25

7 Smámynd: Halla Rut

Algjörlega rétt hjá Baldvin. Það þarf að vera vettvangur fyrir þá er ekki eru lengst til vinstri en vilja ekki kjósa sér spillingu.

Lýst mér þá afar illa á hugmyndina um að eyða sér enda tel ég að framboðið muni ekki vinna sér traust með því. Því getur þetta framboð ekki boðið þeim er vilja starfa fyrir samfélagið, á heiðarlegan hátt, möguleika til framtíðar?

Halla Rut , 24.2.2009 kl. 00:47

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Halla Rut, hugmyndin um að eyða sér er af því sprottinn að skapa trúverðugleika. Ef eitthvað nýtt stígur fram til þess að ríkja í stað núverandi valda er erfitt að verja að það sé eitthvað öðruvísi.

Ef við hins vegar náum inn og komum á þeim breytingum sem við viljum sjá, getum við öll á okkar eigin forsendum boðið fram í beinu framhaldi. Boðið fram í kerfi sem er opið, gagnsætt, spillingarlaust eða að verða og opið fyrir persónukjöri þvert á flokkaslínur.

Burt með valdaklíkurnar allar saman - opnum Alþingi aftur fyrir hugsjónum þjóðarinnar.

Baldvin Jónsson, 24.2.2009 kl. 00:53

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Svo ég útskýri síðan aðeins nánar Halla Rut, margar þeirra breytinga sem við viljum koma á krefjast stjórnarskrárbreytinga. Það er því sjálfhætt í raun náist markmiðin, að minnsta kosti þarf slíkt framboð alltaf að bjóða fram aftur.

Það er hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að úr verði til klofnings hreyfing eftir að árangur næst og framboð þetta er lagt niður. Sú hreyfing gæti þá verið vettvangur þeirra sem vildu áfram starfa fyrir þjóðina á þessum vettvangi. Slíkar hugmyndir hafa þó ekki verið ræddar hjá Borgarahreyfingunni.

Baldvin Jónsson, 24.2.2009 kl. 00:56

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já og Arinbjörn - ertu ekki með í fjörið??

Baldvin Jónsson, 24.2.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband