Verkalýðsfélög sýna þjóðinni lítilsvirðingu - Björn Þorri Viktorsson benti á einfalda leið til frystinga eigna auðmanna

Ég ætla svo sem ekki að hafa hér mörg orð um verklýðsfélög - eða foringja þeirra réttara sagt. En í fáum orðum þá missti ég einfaldlega alfarið trú á þeim öllum saman þegar að þeir lögðu á það meiri áherslu að verja fjármagn lífeyrissjóðanna en verkalýð landsins þegar umræðan fór af stað um verðtrygginguna. Slík hegðun er oftast kölluð "fjármagnseigandi".

Var loksins að komast í það að hlusta á Silfur Egils frá síðasta sunnudegi. Þar mætti Björn Þorri Viktorsson og lagði mikið gott til umræðunnar. Ég hef ekki alltaf verið sammála Birni Þorra í gegnum tíðina, en mikið afskaplega var ég ánægður með hugmyndir hans í Silfrinu og afar skýra og skilmerkilega framsetningu þeirra.

En það sem mér fannst standa upp úr hjá Birni Þorra þarna var afskaplega einföld aðferð til frystingu á eignum mögulegra söudólga í hruninu eða grunaðra fjárglæframanna.

Það eina sem þarf er að hefja rannsókn!!

Þetta hljómar bara of einfalt til að vera satt er það ekki?  Það eina sem þarf er að hefja rannsókn. Mögulega væri hægt að frysta allar eigur grunaðra fyrir vikulokin.

Á sama tíma og allir auðmennirnir leggja nótt sem dag við að koma peningunum sínum í skjól eru þingmenn að karpa um tittlingaskít allan daginn á Alþingi.

Er ekki kominn tími á aðgerðir?


mbl.is Þingmenn sýna þjóðinni lítilsvirðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

Sæll Baldvin

ASÍ vil verja verðtrygginguna með kjafti og klóm á meðan heimilunum blæðir.

ASÍ eru tilbúnir að fresta kjarasamningum um leið og SA biður þá um það og þeirra harðasta krafa verður að biðja um leiðréttingu á lægstu launum þannig að þau verði ekki lægri en atvinnuleysisbætur.

Það er rétt að mörg fyrirtæki eru í vondum málum en að lúffa í fyrstu lotu er aumkunarvert framtak.

ASÍ er félag stofnað til þess að verkalýðsfélögin þurfi ekki að standa upp og berjast að krafti fyrir sína félagsmenn heldur geta fallið sig á bakvið ákvarðanir ASÍ.

Sem eru venjulega meira útþynntar en ákvarðanir öryggisráðs SÞ.

Þau rök að stór samtök séu sterkari fyrir launamenn í landinu halda ekki vatni.

VR greiðir 75 milljónir í ár til ASÍ og fórnar í staðin frelsi til að standa upp og berjast að krafti fyrir sína félagsmenn.

Margir leiðtogar í verkalýðsforustunni eru ekki að vinna í umboði félagsmanna sína því þeir eru fæstir kosnir í beini kosningu.

Annað ég vona að þið bjóðið fram í Lýðveldisbyltingunni þetta virðist allt vera smella í sama farið hjá fjórflokkunum.

Ágúst Guðbjartsson, 18.2.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er í raun ekki um annað að ræða fyrir ASÍ en að mótmæla afnámi verðtryggingar eins og staðan er akkúrat núna. Minni á að Steingrímur J var að borða afnám vertryggingar þegar verðbólgan væru komin níður. Hann taldi það hinsvegar óðs mannas æði, akkúrat nú. Ef forysta ASÍ væri neðmælt afnámi vertryggingar núna þessa stundina, er ég alveg viss um að forsvarsmenn lífeyrisþega mundu réttilega gagnrýna það mjög harkalega. Þessi hlutir eri ekki einfaldir í framkvæmd svo allra hagsmuna sé gætt.

Ég tek það fram að í mínum huga er verðtryggingin einhver versti klafi sem settur hefur verið um háls þessarar þjóðar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.2.2009 kl. 21:52

3 Smámynd: Offari

Einfaldir hlutir þurfa einfaldlega ekkert að vera flóknir.

Offari, 18.2.2009 kl. 21:56

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Baldvin. Ég er svo gjörsamlega sammála þér hér! Alltof mikill tími fer í þetta tittakarp á þingi!

Mögulegt að frysta eignir og fyrir vikulokin? Já!

Og sjá til þess að þeir borgi til baka og ég veit einfaldlega um mjög einfalda leið til þess!

Guðni Karl Harðarson, 18.2.2009 kl. 23:52

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hólmfríður, þú ert líklega að misskilja verðtrygginguna eitthvað miðað við afstöðu þína hér.

Það er mörg hundruð milljónum, líklega milljörðum ódýrara fyrir okkur að bæta núverandi lífeyrisþegum tjónið með beingreiðslum, en að taka öll á okkur höfuðstólshækkanirnar sem fylgja því að búa við verðtrygginguna áfram.

Baldvin Jónsson, 19.2.2009 kl. 00:18

6 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Baldvin, ef við værum ekki með verðtrygginguna, þá værum við í staðinn með breytilega vexti sem stæðu þá núna í 23-25%. Væri það eitthvað skárra? Heldur þú að lánveitendur myndu einhvertímann veita lán með föstum vöxtum sem væru undir verðbólguhorfum? Þeir hafa eingan áhuga á að tapa.

Aðalsteinn Bjarnason, 19.2.2009 kl. 01:50

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já, Aðalsteinn mikið mikið skárra.

Verðtryggingin er EINA formið sem hækkar HÖFUÐSTÓL varanlega.  Að taka lán í dag og halda að þú sért ekki að fá lán á 25% vöxtum er annar galli við verðtrygginguna, hún blekkir.

Baldvin Jónsson, 19.2.2009 kl. 07:45

8 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Já þetta blekkir, en það væri líka blekkjandi að taka lán á breytilegum vöxtum þegar verðbólga er lág, síðan kæmi verðbólga og vextirnir myndu rjúka upp. Ég er ekki að verja veðtrygginguna, það er hins vegar útilokað að afnema hana í verðbólgu, Íbúðalánasjóður færi á hausinn á nokkrum vikum væri það gert.

Aðalsteinn Bjarnason, 19.2.2009 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband