Helsta fréttin hér er.... Af hverju er þetta frétt???

Ég sat við imbann í kvöld og ætlaði mér að horfa á fréttir á stöð 2. Þegar að þessu sorp-tímarita-stíls máli var hins vegar stillt þar upp sem fyrstu og þar með aðal frétt kvöldsins að þá einfaldlega slökkti ég á sjónvarpinu.

Mér er algerlega fyrirmunað að skilja af hverju möguleg fíkniefna kaups Björns Jörundar fyrir ári síðan eru stórfrétt?

Vissulega leiðinlegt mál og vonandi að Björn Jörundar hafi raunverulega gert eitthvað í sínum málum, en það er afar ógeðfellt að stilla málum svona upp er það ekki?


mbl.is Björn Jörundur viðurkennir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he algerlega sammála þér :D  þetta er svo mikil EKKI frétt að það hálfa væri nóg.

Óskar Þorkelsson, 19.2.2009 kl. 01:27

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Algerlega sammála þér - þetta er óþörf og siðlaus aftaka á mætum manni. Niður með sorpblaðamennskuna.

Bjarni Harðarson, 19.2.2009 kl. 01:35

3 identicon

jú þetta er dapurlegt, en hann er heiðarlegur og klár í kollinum

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 01:47

4 identicon

Mér finnst það nú stórmerkileg frétt að einn af þekktari tónlistarmönnum landsins hafi verið í dópi og að símtöl hans og dópsala hafi ratað fyrir dómstóla.

Halldóra (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 02:33

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, það er eins og allt sé gert til þess að magna þetta upp í "séðogheyrt-stíl". Svo spretta fram sjálfskipaðir siðapostular..... ojbjakk

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.2.2009 kl. 06:58

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála þér en ekki gleyma því að verið er að beina huga almennings frá því sem máli skiptir og viðhalda séð og heyrt tilverunni sem komið var á í allri útrásinni. Gleymum ekki hver á stöð2

Arinbjörn Kúld, 19.2.2009 kl. 08:24

7 identicon

Hvað gerir frétt að frétt? Hér eru nokkur dæmi af mbl.is sem má skoða og spurja sig svo hversvegna þetta séu fréttir.  Það er alveg búið að vera átakanlegt að fylgjast með fréttum á mbl síðustu mánuð. Ansi oft eru þar fréttir sem eru ekkert nema texti með engu innihaldi.

Lilja stefnir á 2. sætið hjá VG í Reykjavík - Gott hjá henni. 4 listar í hverju kjördæmi, 15 nöfn á hverjum lista og nokkrir um hvert af efstu sætuni. Margfaldað með fjölda kjördæma og hvað eru það margar ekkifréttir? 

Selir við Borgarhól - Við veiðum seli er það ekki?

Valdís fengin til að laga stórmynd með Jared Leto - Veit ég eitthvað meira við að lesa þessa grein.

Segir sig úr Framsóknarflokknum - Hverjum er ekki sama?

Selir við Borgarhól er gott dæmi um ekkifrétt eða illa unna frétt. Hvað er merkilegt við það að það séu selir þar? Eru ekki selir þarna allt árið eða eru aldrei selir við Borgarhól. Er þessi veðurblíða sem þeir tala um 25 stiga hiti og sól sem hefur verið í tvær vikur? Hvernig væri þá að hafa mynd af selnum, ekki einhverju sem lítur út fyrir að vera kartöflupoki, þannig að hægt sé að sjá hvað þetta er.

Ég hef alveg jafn mikinn áhuga á að lesa vel skrifaða frétt um seli eins og að lesa um hvaða fræga fólk er búið að vera versla dóp af þessum gutta sem var verið að dæma. Ég þurfti hinsvegar að leita uppi grein þar sem var verið að tala við Bubba til að finna út hvað var verið að tala um. Ég hélt að þeir væru að tala um spilamennsku, "einn ás" og "tvo tvista" hljómar einhvernveginn þannig og ég veit voða lítið um dóp og hvernig menn tala á götunni þegar þeir eru að versla þesslags hressingarlyf. Þetta er frétt en bara illa unnin. 

 Sama er búið að vera með megnið af fréttum um fjármálahrunið. Engin heimavinna og enn síður einhver rannsókn (önnur en á google) framkvæmd til að styðja við fréttina. Þetta hefur gert það að verkum að ég er alveg hættur að nenna að lesa fréttir á mbl.is vitandi að það er nóg að lesa fyrirsögnina þar sem meginmálið hefur sjaldan meira fram að færa. Vísir.is og DV.is eru reyndar svo hræðilega lélegir með sína fréttamennsku að þeir láta mbl.is líta vel út. 

 

EF þú ert enn að lesa þá mæli ég með þessari lesningu

http://en.wikipedia.org/wiki/The_medium_is_the_message

og að þú gerist áskrifandi að NYT, "All the News That's Fit to Print."

JG (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband