Fengu þingmenn upp til hópa lán á súper kjörum frá bönkunum?

Ein af þeim sögum sem er búin að vera sterk undanfarna mánuði er að Lúðvík, Björgvin G. og margir fleiri á Alþingi hafi fengið lán hjá bönkunum á algerum súper dílum. Vöxtum undir 2% og aðgengi að mjög háum upphæðum.

Nú er mér spurn, mun þetta koma í ljós í störfum rannsóknarnefndarinnar? Á rannsóknarnefndin að taka fyrir, í tengslum við rannsóknina, fjármál ráðamanna persónulega?

Því að ég tel að það sé kristaltært að það verður að gerast. Það er eina leiðin, eða að minnsta kosti besta leiðin til þess að sjá hverjum ráðamenn voru háðir og fyrir hverja þeir þurftu því að vinna öðrum fremur við störf sín á Alþingi.

Árum saman höfum við tala um þess konar spillingu í Bandaríkjunum, en nú lítur út fyrir að hún hafi verið hérna á þröskuldinum hjá okkur allan tímann líka. Þarf ekki að rannsaka það sérstaklega?

 

Fékk póst rétt í þessu sem ég var beðinn um að birta hérna, birti hann hér orðrétt:

Kæru vinir,

Oft var neyð en nú er nauðsyn.

Eins og flest ykkar hafa frétt af þá er verið að undirbúa lögsókn á hendur bönkunum vegna oftekinna vaxta o.fl.

Verið er að undirbúa skráningarsíðu fyrir þá sem vilja taka þátt í og vera með í þessari lögsókn og þar munu koma fram upplýsingar um hvaða gögn viðkomandi þarf að afla sér og "nákvæmleg" hvernig viðkomandi verður sér út um þær og í hvaða formi.

Nú er að koma í ljós ýmislegt misjafnt og veigamiklar upplýsingar að glatast, hverfa eða gerðar óaðgengilegar. Þetta eru upplýsingar er varða 1. vísitölubindingu veðtryggðra íbúðarlána með vöxtum, 2. Skýrslur og rannsóknir gerðar á áhrifum verðtryggingu vaxtabundinna útlána, 3. reiknilíkön eða sk. jöfnur sem notaðar eru af bönkunum til grundvallar útreikningum, framreikningi og uppfærslu sömu lána, 4. almennar vinnureglur útlánastofnanna og reiknistofu bankanna o.fl. tengt verðtryggingu/vísitölubindingu.

Vinsamlega hvetjið alla sem á ykkar póstlistum eru til að hafa augu og eyru opin og senda "allar" mögulegar og ómögulegar upplýsingar á svikamyllan@gmail.com sem og linka inná síður, skjöl og annað sem fólk finnur. Mjög mikilvægt er að finna þær upplýsingar, skýrslur, rannsókninr, greinagerðir, "memo" og annað sem til var/er um þetta innan bankanna gömlu/nýju sem og hjá hinum ca; 60 frjálsu banka.

svikamyllan@gmail.com


mbl.is Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég held reyndar að Björgvin hafi tekið venjulegt myntkörfulán. Sem hafi svo hækkað all verulega við gengisfellinguna. En ég hef heyrt að sumir hafi fengið sérkjaralán. Og Davíð viti hverjir það eru.

Offari, 8.2.2009 kl. 00:56

2 Smámynd: Ómar Ingi

Já þeir fengu það.

Ómar Ingi, 8.2.2009 kl. 01:02

3 identicon

Ef þetta er rétt þá hlýtur Davíð að segja þjóðinni frá. Hann verður líka að segja frá sjálfstæðismönnunum og framsóknarliðinu og auðvitað koma með haldbærar sannanir.

Mér finnst að þjóðin eigi að vita hagi þeirra sem við kjósum á þing.

Ína (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 01:05

4 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

Ég fékk súpermyntkörfulán á í fyrra og það tók 4 tíma að afgreiða það, það er ekkert súber lengur.

Nýi Jón Jónsson ehf, 8.2.2009 kl. 01:06

5 Smámynd: Ómar Ingi

Davíð er sá eini sem mun getað reddað okkur og hefur nú margreynt en fengið skítin fyrir hjá þjóðinni.

Ómar Ingi, 8.2.2009 kl. 01:42

6 Smámynd: Offari

Ómar ég er hræddur um að Davíð sé of umdeildur til að geta reddað okkur í sátt við þjóðina. En ég efast ekki um að hann myndi taka vel á málinu fengi hann tækifæri til þess.

Offari, 8.2.2009 kl. 01:47

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér er mjög til efs að stjórnmálamenn hafi fengið slík lán, þó ekkert sé öruggt. Tölvupósturinn er vissulega allrar athygli verður, en þó finnst mér eitt athugavert og það er að ekkert nafn er ritað undir. Ef það er virkilega svo að verið sé að undirbúa svona lagað, þá hlýtur sá/sú að verða að birta nafn sitt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2009 kl. 01:53

8 Smámynd: Ómar Ingi

Það þarf að hafa vit fyrir þeim vitum af fáu sem á landinu búa,  en já Offari það er líklegast alltof rétt hjá þér sú sorglega staðreynd að það fólk myndi ekki vilja bláu höndina sem fært hefur þeim svo mikið og þau ekki sjá enn í dag og þá er ekki að tala um auði sem glæpamenn sem Davíð hefur verið í stríði við og allir talið verið persónulegar árásir.

Svaka persónulegt að koma fram fyrir þjóð sýna og segj að glæpamaðurinn Jón Ásgeir hafi reynt að mútað sér sé ekki að slíkt myndi gerast fyrr né síðar.

Nei réttlætinskennd Davíðs er meiri en öll ykkar til samans að margra mati.

En sitt sýnist hverjum auðvitað og sum staðar er málfrelsi meira segja á MBL þangað til þessi Jóhanna ykkar tók yfir.

Ekki það að Jóhanna hefur margt gott gert greyið.

Lifið heil

Ómar Ingi, 8.2.2009 kl. 01:58

9 identicon

Nú er kúkurinn farinn að fljóta upp og líkunum sem var sökkt við "bankahrunið" orðin svo uppblásin að þyngingarnar sem á þau voru sett halda þeim ekki niðri lengur. Skítfýlan verðu ógurleg næstu vikur en við sem alin erum upp við "peningalykt" frá bræðslu úldins fisks þolum það.

Það er ekki hin "opinbera" rannsókn sem hræri í þessu heldur er það við (fólkið) sem erum loksins farin að fatta að það er búið að vera skíta í buxurnar okkar svo árum skiptir.

Fólk er farið að skilja að ekki er allt með felldu við þessa svo kölluðu endurfjármögnun bankanna og er ekki tilbúið að láta bjóða sér enn meira helvíti. 

Það sem við vitum núna fyrir víst er að "allir" sem hafa tekið vísitölutengt veðbundið lán með vöxtum hjá bönkum og lánastofnunum hafa verið látnir ofgreiða vexti og verðbætur a.m.k. síðan 2001. Það liggur fyrir að hægt sé að leiðrétta þessi lán með því að draga ofgreiðslu frá uppreiknuðum eftirstöðvum og þannig lækka eftirstöðvar lána um 30 - 60% eftir því hversu gamalt lánið er. 

Einnig er mjög líklegt að eldstu lánin séu í raun uppgreidd...

Þessi leiðrétting kemur ekki frá Alþingi, lánastofnunum eða vegna einhverrar rannsóknar. Því er hægt að lofa með 100% vissu. Þessi leiðrétting fæst vegna þess að við (fólkið) sjáum til þess með því að leita réttar okkar fyrir dómstólum. 

Við trúum því að allir séu jafnir frammi fyrir lögum og við trúum því að dómarinn sé réttlátur.

Bjartasta vonin (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 02:03

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hólmfríður, væntanlega geturðu fengið ítarlegar upplýsingar ef þú sendir póst á uppgefna addressu hérna fyrir ofan. Ég þekki ekki upprunann sjálfur en treysti þeim sem sendi þetta á mig.

Baldvin Jónsson, 8.2.2009 kl. 02:10

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Baldvin er búin að fá svar við spurningunni. Velkominn í bloggvinahópinn minn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2009 kl. 03:15

12 identicon

Tjahh við sátum hérna úti í garði ég og Doddson og reyktum nokkrar jóntur og ræddum málin. Hann sagði að þetta passaði allt saman nama hvað að það var einhver sem hakkaði pósthólfið hans og náði í eintak af listanum og eyddi út hans eintaki. Annars er honum nokkuð sama, meiri áhuga á ungu strákunum sem eru að fara skemmta okkur hérna á eftir í boði Jóns Ólafssonar.......

BTW....Bubbi Kongur var að spurja hvað hefði orðið um best a vin alþýðunnar, Bubba. 

JG (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 05:23

13 Smámynd: Jónas Jónasson

Ég er búinn að vera að reyna að benda ykkur á þetta í mjög langan tíma

A flock of Seagulls, ekkert ólíkt þeim sem Grísli marteinn reyndi að eitra fyrir hérna um árið.

Ég vil bara fá hann Davíð Oddsson hérna upp og hann lagi þetta allt saman. DAVIÐ DAVIÐ DAVIÐ DAVIÐ DAVIÐ DAVIÐ DAVIÐ DAVIÐ DAVIÐ DAVIÐ DAVIÐ DAVIÐ DAVIÐ

Jónas Jónasson, 8.2.2009 kl. 08:41

14 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ertu að segja Jónas að Davíð ætli að bjóða fram með ykkur Ástþóri?

Baldvin Jónsson, 8.2.2009 kl. 08:59

15 identicon

Kemur einhvers staðar fram í þessari grein Agnesar að Lúðvík hafi fengið lán á einhverjum sérkjörum?

Kemur reyndar einhvers staðar fram af hverju það sé "brask" að eiga löglega skráðan hlut í félagi sem á og rekur fasteign og hyggst nýta byggingarrétt í framtíðinni? Nær allar stærri húseignir á landinu og byggingarréttur fyrir slík hús eru í eigu einkahlutafélaga sem stofnuð eru um verkefnið og eigendur þeirra skipta líklega samtals þúsundum. Eru þetta allt "braskarar" og siðferðilega vanhæfir? Hvaða form telja menn betur henta til fjármögnunar stærri húsbygginga fyrst þetta er á mörkum hins siðlega?

Arnar (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 09:09

16 identicon

Ég skil ekki að nokkur maður geti treyst Davíð eða talað vel um hann, í mínum augum er hann valdasjúkur og hefnigjarn föðurlandssvikari sem er fullgildur meðlimur í andstyggilegustu mafíu veraldar ásamt Geira krabba. Þessi mafía er kölluð Bildenberg hópurinn og er útskírð af Prófessorum bæði við Harvard og Eton í bókinni Falið vald. Hvað fékk Dabbi marga miljarða fyrir að setja ÍSLAND á hausinn inná reikning á einkverri skattaparadísinni ?????? Ég bara spyr fávís bóndadurgur.

Sverrir Þór Einarsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 09:55

17 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Okei, hvar eru rökin fyrir ofreikningi vaxta og verðbóta?

Arinbjörn Kúld, 8.2.2009 kl. 10:30

18 Smámynd: Baldvin Jónsson

Arnar, ég er hvergi í þessari grein að gagnrýna það að Lúðvík hafi átt hluti í félögum.

Það sem ég er að fjalla um er að af því að það er búinn að vera um það sterkur orðrómur aleg frá bankahruni að þingmönnum hafi hlotnast lán á afar góðum kjörum, kjörum sem stóðu ekki almenningi til boða, að þá sé full ástæða til þess að rannsaka það sérstaklega.

Slíkir sérhagsmunir fyrirbyggja að þingmenn geti verið hlutlausir í umjöllun um sömu banka síðar meir.

Baldvin Jónsson, 8.2.2009 kl. 12:13

19 identicon

Það er einmitt það, hvar eru rökin??? Það er einmitt málið að það þarf ekki að færa rök fyrir leiðréttingu einungis að reikna.

Meir að segja ég, sem er fáviti þ.e. veit fátt, gat skilið það.

Tölur hafa einn eiginleika sem við mennirnir mættum taka okkur til fyrirmyndar og sá eiginleiki er að; Tölur kunna ekki að ljúga. Það er mannfólkið sem setur tölurnar fram sem lýgur. Hmmm... hvernig lýgur maður með tölum? t.d. við vörutalningu þá vantar á eitthvað á lagerinn og það lítur illa út við uppgjör þá kannski freistast maður til að skrá hærri tölu en það sem vantar og einnig á hinn bóginn freistast maður til að skrá lægri tölu en það sem raunverulega er til.

Einnig getur mannfólkið sett tölurnar upp í einhverskonar reiknijöfnur (reiknilíkön) þar sem tölurnar með ýmsum aðgerðum (deilingu / margföldun / samlagningu / frádrætti) eiga að sýna einhverja niðurstöðu.

Í báðum þessum tilvikum er hægt að sannreyna tölurnar á frekar einfaldan hátt.

Í seinna tilvikinu, sem þú sjálfur getur sannreynt, þá eru jöfnur (reiknilíkön) að reikna og reikna og reikna án þess að jöfnurnar hafi verið eða séu sannreyndar þ.e. eru jöfnurnar sannar eða ósannar.

Sért þú með visitölutölutryggt veðbundið íbúðarlán með vöxtum þá hefur þú tækifæri til að sjá hver þín staða er.

1. Ferð í bankann þinn og biður um afrit af láninu þínu og fylgiskjölum (þ.e. allt sem þú hefur sett nafnið þitt undir)

2. Sértu búinn að greiða af láninu í einhvern tíma þá óskarðu eftir að fá útskrift af sundurliðaðri greiðslusögu.

3. Þá óskar þú eftir að fá greiðsluáætlun eftirstöðva framreiknaðar miðað við núverandi verðbólgu og síðan óskar þú eftir að fá framreiknaða greiðsluáætlun miðað við meðaltals hækkun á vísitölu (verðbólgu) á greiðslusögutímanum.

4. Síðan óskar þú eftir að þjónustufulltrúinn / bankastarfsmaðurinn útskýri fyrir þér hvernig hver og einn liður í jöfnunni er fundinn og hvernig það reiknilíkan sem bankinn notast við vinnur. (þetta hefur verið kannað og eru nánast engar líkur á að þú fáir útskíringu sem meikar sens)

5. Þú ferð með þessi gögn heim, færð þér tebolla og jafnar þig í smá stund.

6. Síðan sest þú niður með gögnin og reiknar pínu lítið sjálfur, þú sannreynir tölurnar. ???  hvernig?

7. Þú finnur raunverulegar eftirstöðvar með því að taka upprunalegan höfuðstól og framreikna miðað við uprunalega vísitölu og vísitölu dagsins í dag. Síðan reiknast á þá tölu nafnvextir þeir sem getið er um í láninu. Þá hefur þú raunverulegt verðgildi upphaflega höfuðstólsins miðað við verðbólguþróun á greiðslutímanum.

8. Frá þessari tölu, þ.e. raunverulegt verðgildi upprunanlegs höfuðstóls, dregur þú samtölu allra innborgana (höfuðstóll / vexti og alla "verðbótaþættina") og þá húlla ha!!! hefur þú sannreynt jöfnuna (reiknilíkanið) og eftir stendur "Uppreiknaðar eftirstöðvar lánsins. 

9. Verulegar líkur eru á því að þessi tala sé mun lægri en sú tala sem stendur á útskrift bankans. Til að finna hversu mikið þú hefur ofgreitt á greiðslutímanum dregur þú raunverulegt verðgildi eftirstöðva lánsin frá þeim eftirstöðvum sem koma fram á útskrift bankans.

10. Þú heimsækir bankan þinn og óskar eftir leiðréttingu á láni þínu í samræmi við raungildi og skilmálabreytingum.

Þetta er nú orðið annsi langur texti en ef þetta getur sparað þér og börnum þínum eitthvað á mill 6 og 600miljónir er vel þess virði að gefa sér góðan tíma í að skoða þetta.

Ein smá samvisku spurning... fékkst  þú nákvæmar upplýsingar frá bankanum þínum um það lán og skilmála þess sem þú settir nafn þitt undir? Gekk lánafulltrúi bankans raunverulega úr skugga með það að þú skildir hvað þú skrifaðir undir? Er sú greiðsluáætlun sem þú settir nafn þitt undir við töku láns í einhverju samræmi við raunverulega greiðslusögu?

Gangi þér vel! 

Bjartasta vonin (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 13:31

20 identicon

Sammála !!

Ef við mundum skoða skaðan sem orðin er á Íslandi og viðbrögð stjórnvalda við honum, og við reynum að setja okkur í hlutverk fullkomlega hlutlauss einstaklings sem væri erlendur í þokkabót, þá kæmi sú hugsun mjög fljótlega upp að furðu vægt sé tekið á þessu stærsta vandamáli Íslands frá upphafi og ekki loku fyrir það skotið að þeir sem rannsaka eiga þennan farsa hafi aðra hluti en réttlæti í fyrsta sæti, svo virðist sem sjálfsbjargarviðleitnin einoki það það sæti.....

Í mínum augum er það kristaltært að einhver/jir hafa ljótar beinagrindur í sínum skápum og geri allt til að tefja/eyða öllum möguleikum á að réttlæti í þessu máli, eða í það minnsta hindra að (alvöru) rannsókn verði gerð í þessu máli.

Þetta og eingöngu þetta er það sem gerir mig HRIKALEGA reiðan !!

Allir geta gert mistök og vel er ég fús til að afgreiða sjálfstæðismenn, framsókn og samfylkingu með þeim rökum, en ég get ekki samþykkt glæpi eða óeðlilegar fyrirgreiðslur til stjórnmálamann. Það eru EKKI mistök að taka þátt í þannig verki og miðað við treg viðbrögð stjórnmálamanna við þessari krísu þá benda ÖLL gögn í þá átt að ekki hafi verið heiðarlega spilað af öllum við borðið !!

Rúnar (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:36

21 identicon

Mútur ekkert annað en mútur það er alveg ótrúlegt hvað þetta stjórntæki okkar peningar geta gert.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:54

22 identicon

Hafið þið einhverjar heimildir aðrar en nafnlaust slúður á netinu fyrir þeim mannorðsmorðum sem hér hafa komið fram? Er Gróa á Leiti nú komin með öll völd á Íslandi.

Get ég ekki alveg eins sagt að í þjóðfélaginu sé sterkur orðrómur um að Baldvin Jónsson sé viðriðinn mjög vafasama hluti? Hver á að afsanna það?

Alda (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:45

23 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæl Alda, hér hefur ekkert mannorð verið myrt - a.m.k. hefur það þá farið fram hjá mér.

Hér eins og í samfélaginu hefur hins vegar farið fram umræða um þær sterku grunsemdir sem hafa verið í umræðunni frá því seinni part október og að það sé eðlilegt að kanna raunveruleika þeirra. Það er afar einfalt ferli og fljótlegt að fá úr því skorið hvort að eitthvað sé til í orðrómnum. Sé ekkert til í þessu getum við öll farið aðeins rólegri að sofa, sé þetta hins vegar satt er ljóst að hlutleysi þingmanna við störf sín hefur verið brotið og þá verður að teljast afar eðlilegt að þeir viðurkenni yfirsjón sína og stígi frá.

Finnst þér það ósanngjörn hugmynd?

Baldvin Jónsson, 8.2.2009 kl. 21:24

24 identicon

Ég elska blog, og enn meira þá sem taka þau alvarlega. 

 En ég get staðfest að sá orðrómur um að stúlkan sem Baldin á að hafa sofið hjá hafi verið 14 ára er ekki sannur, hún var 16 ára og því ekkert ólöglegt við það athæfi ef það hefur átt sér stað.

JG (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband