Valið stendur um lífeyrissjóðina eða þjóðina - borða núna eða í ellinni?

Það er fyrir mér kjánaskapur að vara við því að möguleg styrking krónunnar (sem er reyndar talið nánast útilokað að styrkist fram yfir núverandi gengi) skaði eignir lífeyrissjóðanna. Ef ég þarf að velja á milli þess að missa ofan af mér í dag og eiga erfitt með að afla matar eða þess að fá kannski minna mánaðarlega útborgað úr lífeyrissjóði þegar ég verð kominn á aldur að þá er valið að minnsta kosti ekki mjög erfitt fyrir mig. Ég vel að borða núna. Ég og stór hluti þjóðarinnar hefur fjölmörg ár og starfsorku ef Guð lofar til þess að vinna okkur aftur inn ellilífeyri.

Fyrir þá sem að eru þegar komnir á lífeyri eða fara á hann fljótlega er heldur ekki að óttast. Þetta eru langtíma eignir sjóðanna sem verið er að tala um, eignir sem a sjóðirnir síðan hirða að stærstum hluta sjálfir á endanum hvort eð er. Já, það er enn svo að stærstu hluti inneignar sjóðfélaga erfist ekki og gengur því til sjóðsins við fráfall sjóðfélaganna og seinna maka þeirra.

Þetta kerfi og verðtryggingin eru tvö stærstu bankarán sem yfir okkur ganga. Er ekki kominn tími til að breyta þessu?


mbl.is Styrking krónunnar getur komið sér illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algjörlega sammála þér, enda langt í lífeyri hjá mér. Hvað kerfið og verðtryggingu varðar þá er ekki spurning að þetta er útrelt. Ætti viðskiptaráðherra gerir eitthvað í þessu? Er þetta ekki akkúrat það sem er verið að drepa heimili og fyrirtæki í landinu í dag? Er ekki hægt að taka verðtryggingu af lánum tímabundið allavega til að heimili fari ekki í þrot eins hratt og er að gerast?

Styrking krónunar verður kjánaskapur að mati lífeyrissjóða og eflaust líka sjávarútvegs. Aðrir segja að krónan er of veik og þess vegna eru fyrirtæki að fara á hausinn. Hver sem aðgerðin verður og niðurstaða munu aldrei allir vera sammála né sáttir við það.

Adriana (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:39

2 identicon

Rétt hjá þér Baldvin, tæma lífeyrissjóðina og borða. Og geyma peningana undir koddanum því þessa peninga má "ALLS EKKI" undir neinum kringumstæðum setja inní bankakerfið. Hvorki með því að greiða inná eða niður vertryggð lán með vöxtum eða inná sparisjóðsbók.

Það er líka rétt hjá þér að krónan á ekki eftir að styrkjast, fréttst hefur að vissir bankar í Evrópu sem liggja ennþá með eitthvað af Íslenskum seðlum halda nú brunaútsölu á Íslensku krónunni  og bjóða 203 IKR fyrir1 EURO.

Og aftur hefur þú rétt fyrir þér! það er kominn tími til að breyta þessum tveimur kerfum. (jafnvel fleirri kerfum) en ein og þú hefur tekið eftir þá miðast allar aðgerðir hins opinbera (og bankanna) við að viðhalda þessu kerfi svo leiðréttingar er "EKKI" að vænta úr þeirri átt..... hvað þá???.  Svo að bjartasta vonin boði nú ekki eintómt svartnætti þá er tími breytinga í nánd. 

Já og fyrr en þig grunar :-)

Bjartasta vonin (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 19:15

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég vil alla mina peninga greidda út úr lífeyrissjóðum á klakanum og fá þá afhenta í norskum krónum.. 

Óskar Þorkelsson, 6.2.2009 kl. 19:20

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

jú við verðum að breyta þessu óréttlæti. Skömm hve allt er miðað við þarfir fjármálafyrirtækja hvað sem þau heita og gera.

Arinbjörn Kúld, 6.2.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband