Pössum bara að segja ekki orð og þá verður vonandi allt í lagi...

Aðgerða er strax þörf gegn Toyota. Þetta er algerlega ömurleg framkoma og gróft brot á málfrelsinu. Maðurinn nefnir ekki nöfn á persónum eða fyrirtækinu í færslunni, og þó svo að hann hefði gert það er honum væntanlega algerlega frjálst að velta fyrir sér svona málum á sama tíma og verið er að skera niður við starfsfólkið.

Auðvitað kostar það umboðið kannski ekki "nema" hálf laun starfsmanns að reka bíl undir forstjórann, en þetta er engu að síður algerlega taktlaus gjörð á samdráttartímum. Maður sker ekki niður við launþegana sína á sama tíma og maður er að monta sig af nýja bílnum. Það er algerlega taktlaust.

Fari opinber umræða fyrir brjóstið á stjórnendum Toyota þá hafa þeir einfaldlega eitthvað að fela. Það er bara þannig. Nú eru nýjir tímar, fylgjum stefnunni sem Gogogic hefur verið rekið eftir frá upphafi, það er "Segðu bara satt" stefnan.

Sama hvað kemur upp - þá segjum við bara alltaf satt. Þannig upprætist óheiðarleiki og spilling í hvelli.


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Forstjóri: ulfar.steindorsson@toyota.is
Starfsmannastjóri: fanny.bjarnadottir@toyota.is
Aðaleigandi: magnus.kristinsson@toyota.is

Sigurður Hrellir, 5.2.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Jónas Jónasson

Sæll minn kæri. Við getum báðir verið sammála um að líkurnar á því að við hittumst inni í verslun Toyota sé 0/100. enda er allt sem er selt þarna inni handónýtt hvoert eð er!!

Jónas Jónasson, 5.2.2009 kl. 15:36

3 Smámynd: Jónas Jónasson

já, ég segi alltaf allt satt!

Jónas Jónasson, 5.2.2009 kl. 15:37

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Viðkomandi starfsmaður leitar að sjálfsögðu til síns stéttarfélags vegna brottrekstrar. Sem betur fer erum við með öfluga Verkalýðshreyfingu og sterkt lagaumhverfi um réttindi launafólks. Það kemur aldrei eins vel í ljós eins og á tímum eins og nú eru, hvað Verkalýðshreyfingi er okkur öllum mikilvæg.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 15:57

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Í okkar starfi a.m.k. Jónas eru litlar líkur á því að Toyota fljóti með. Ég er hins vegar alltaf voða svag fyrir litla cruiser á 38" ef væri bara fyrir persónulega notkun - kaup'ann bara þegar ég er hættur í námi og þessi forstjóri er farinn veg allrar veraldar ....

Baldvin Jónsson, 5.2.2009 kl. 16:31

6 Smámynd: Jónas Jónasson

Þá verður líka kominn nýr forstjóri.

Jónas Jónasson, 5.2.2009 kl. 21:14

7 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Við getum gefið okkur það að starfsmaðurinn hafi verið besti starfsmaður fyrirtækisins, og hreinlega verið rekinn vegna einnar bloggfærslu.

Það er mér til efs að menn séu reknir eingöngu á þeirri forsendu. Það liggur eitthvað meira að baki, sem eingöngu þeir sem starfa hjá Toyota vita.

Svona fyrir utan það, þá hefði ég haldið að Toyota eins og önnur einkafyrirtæki geti losað sig við þá starfsmenn sem þeim langar til að losa sig við, en hitt er svo annað mál þegar stjörnvöld eða sveitarfélög ákveða að reka menn án þess að gefa nægar skýringar samanber:

Sveitastjóri Eyjafjarðarsveitar, sem var einmitt sagt upp störfum fyrir að blogga niðrandi um Vinstri Græna.

En það er auðvitað sama sagan, að það er ekki sama hver er.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband