Réttara að segja að "skráð gengi eignasafnsins telji þúsundi milljarða" er það ekki?

Það er nefnilega svo að bókfært virði er ekki nauðsynlega á endanum markaðsvirði og alveg sérstaklega ekki þegar að umræddar eigur eru í eigu félags sem er farið í þrot.

Þá er frekar um að ræða brunaútsölu og afar ólíklegt að það takist að selja eignir á verðum sem komast nálægt bókfærðu verði eignanna. Þá er jafnframt, miðað við fréttir undanfarna mánuði, afar líklegt að bókfært virði eignanna sé svo uppblásið með ofskráðu eigin fé vegna ofskráðrar viðskiptavildar, að bókfært virði hafi meira að segja við bestu mögulegu markaðsaðstæður verið algerlega út úr kú.

Þessa dagana er verið að reyna að selja Actavis. Mér þykir afar fróðlegt að fylgjast með því ferli og finnst spennandi að sjá hvort að markaðurinn muni samþykkja söluverðið. Actavis er einmitt að sögn eitt þessara félaga þar sem að viðskiptavildin er orðin hærra skráð í eignum félagsins en eigið fé. Það þykja afar undarlegir viðskiptahættir svo ekki sé tekið dýpra í árinni.

Enn sem komið er hefur ekki fundist kaupandi að þessu "verðmikla" félagi, ætli verðið sé ástæðan?


mbl.is Eignasafnið afar stórt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband