Hvort skyldi eiga að ganga fyrir, hagsmunir fólksins eða flokksins?

Eins og ég hef áður minnst á hérna að þá held ég að fyrsta opinbera viðtalið við Bjarna Ben, eftir að þótti nánast öruggt að hann færi í formanns framboð, hafi sagt mun meiri sannleika en 10.000 orð hefðu getað á tungumáli stjórnmála manns.

Þetta var þegar að Jóhanna Vigdís fréttakona á RÚV spurði Bjarna niður í Alþingi, út í hvað honum fyndist um hugmyndina um stjórnlagaþing.

Bjarni svaraði því einlæglega að nú væru einfaldlega tímar þar sem að hagsmunir þjóðarinnar þyrftu að koma á undan hagsmunum flokksins.

Ég mun líklega lengi minnast þessa og vera sífellt minntur á það þegar að Bjarna ber á góma einhversstaðar. Þetta er stundum kallað "Freudian slip" þegar að menn mismæla sig svona. Mismæla sig þannig að þeir segja óvart algeran sannleika.

Það sem Bjarni sagði hérna í rauninni, eftir því sem ég skyldi hann, var að venjulega væru hagsmunir flokksins á undan hagsmunum þjóðarinnar en ekki núna. Eru þeir það þá samt oftast?


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir

Hann er bara óreyndur eiginnhagsmunaseggur. Að hætta formesku í N1 og segjast ætla fara einbeita sér að sjórnmálunum lýsir honum ágætlega,hvað hefur hann verið að gera inni á þingi sl.ár? Jú hann hjálpaði Jónnínu Bjartmars að fá stelpuni vegabréf, og fannst sú afgreiðsla alveg eðlileg.

Ægir , 1.2.2009 kl. 07:12

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sýnir sig svo ekki verður um villst að hagsmunir flokka koma ávallt á undan hagsmunum þjóðar. Þess vegna er svo mikilvægt að brjóta niður flokksræðið, gera landið að einu kjördæmi osvfr.

Nú munu gamlar konur fá í hnén og blessa flokkinn þegar snoppufríður aðalsmaður af engeyjarættinni stígur fram og býðst til að leiða þjóðina úr þeim ógöngum sem hann og flokkur hans leiddu þjóðina í.

Arinbjörn Kúld, 1.2.2009 kl. 08:38

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Flokkur sem iðulega hefur notið fylgis >40% þjóðarinnar hlýtur að hafa hagsmuni fólksins í fyrirrúmi, annars væri hann ekki til. Flokkur og fólk fara því saman.

Túlkun þín á ummælum Bjarna er þín og henni þarf ég ekki að vera sammála, en athugasemdirnar hér undir færslunni eru af þessari stöðluðu níð- og rógsgerð sem einkennir mikið af færslum bloggheima og bæta engu við umræðuna.

Ragnhildur Kolka, 1.2.2009 kl. 09:59

4 Smámynd: Ómar Ingi

Verði ykkur að góðu

Ómar Ingi, 1.2.2009 kl. 12:47

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Burt með flokkakerfið, burt með þingræðið.

Bjarni er fulltrúi afla sem munu gera hvað sem er til að halda í horfinu. Tími flokkanna er liðinn, og fyrir liggur að endurreisa lýðveldið, á forsendum fólks en ekki flokka. Það segir ekkert um meirihluta þjóðar að xD hefur haft uþb 40% atkvæða, það er einungis meirihluti atkvæða.

En hversu minið er að marka slíka tölfræði, ekki er t.d. langt síðan að kosningaaldur var lækkaður niður í 18 ár, fram að því höfðu þeir sem voru milli18 ára og tvítugs ekki kosningarétt, og þau hafa illa nýtt þann rétt, nú er hinsvegar áhugi ungs fólks vakinn, og ég sé ekki að neinn einn flokkur sé með neitt á bak við sig sem kalla má öruggt fylgi. 

Lýðveldið okkar er ungt, og ekkert athugavert við að hjálpa því að þroskast, en það hlýtur að teljast stöðnun og framtaksleysi, ef við ekki nýtum þetta tækifæri til að skoða hvað flokkakerfið hefur í raun fært okkur......hvað sitjum við uppi með í boði flokkakerfis sem snýst einungis um sjálft sig og hagsmuni einkavinafélaganna?

Hver er arfleifð flokkanna ? Hvert er minnismerki  flokkakerfisins ? Hvar eru þau heilindi sem flokkarnir hafa boðað?

Svari nú hver fyrir sig....

Haraldur Davíðsson, 1.2.2009 kl. 13:36

6 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Þessi setning hans sýnir bara nákvæmlega það sem er eitt af krabbameininu í íslenskri pólitík - klíkan í fyrsta sæti, einstaklingarnir í annað sæti. Að þetta hafi verið einhvers konar hugljómun hjá honum: "að setja hagsmuni þjóðarinnar framar hagsmunum flokksins" er auðvitað alveg lýsandi fyrir group-thinkið í þessu þjóðfélagi.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 1.2.2009 kl. 15:03

7 Smámynd: Zmago

Það sýnir kannski best hvað þetta flokkabatterí er rotið, að eitt af því fáa (kannski það eina) sem ekki var skorið niður

í endurskoðuðu fjárlagafrumvarpi var........................nema hvað? Framlag ríkisins til flokkanna.

Zmago, 1.2.2009 kl. 19:12

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Guðmundur, hvernig færðu það út að greindarskortur valdi því að ungt fólk kjósi ekki? Það er ekki meiri greindarskortur en að mæta á kjörstað og kjósa D af því að pabbi vildi það........

Þetta hrokafulla viðhorf þitt er vonandi ekki lýsandi fyrir yngri kynslóðirnar Guðmundur, og ég vil hvetja þig til að skoða tölur um hlutfall kjósenda á aldrinum 18 til 20.........þú verður kannski hissa.....

Haraldur Davíðsson, 2.2.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband