Hef oft vísað í húmor Geirs áður - hér er hann að sjálfsögðu án vafa að grínast meira, er það ekki?

Óttast hann að verði meiri sundrung og misklíð í verðandi ríkisstjórn en þeirri sem okkur tókst að koma frá??

Auðvitað hlýtur hann að vera að grínast með það. Ríkisstjórn getur held ég bara varla fræðilega verið sundurleitari eða meira ósamstíg en fráfarandi ríkisstjórn. Í versta krísuástandi sem að hefur riðið yfir þjóðina í fjölmargar kynslóðir líður bara og bíður og nákvæmlega ekkert gerist. Engin áætlun, engin aðgerðarpakki sem er kominn af stað, ekkert - nákvæmlega ekkert.

Það eina sem hefur veirð kynnt eru íslenskar þýðingar á skilyrðum og aðgerðarpakka Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Væri miðað við það í raun ódýrara að taka bara við tilskupunum frá þeim (sem að sjálfsögðu munu líklega senda á endanum þjóðina alla leið á höfuðið) heldur en að vera að taka við tilskipunum frá þeim OG borga öllu þessu fólki hér heima laun við skjalaþýðingu fyrir hönd AGS. Það fást löggiltir skjalaþýðendur til verksins fyrir mikið lægri upphæðir.

En valdhroki Samfylkingar, Vinstri Grænna og Framsóknarflokks skín í gegnum þessa ætluðu stjórnarmyndun. Það er ljóst. Hefði þetta fólk snefil af auðmýkt til að bera hefði það boðið Forseta vorum upp á að sett yrði utanþingstjórn samhliða stjórnlagaþingi.

Það hefði verið eina ærlega lausnin á skelfilegu ástandi. Ég er hræddur um að við munum búa við sömu málefna deyfð næstu mánuðina fram að kosningum eins og við höfum þurft að þola hingað til frá hruninu.

Er ekki rétt að vera ekkert að ganga frá pottununum og sleifunum strax?


mbl.is Geir óttast sundrung og misklíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ætti allavega ekki að vera minni sundrung og misklíð í nýrri ríkisstjórn. Samfylkingin heldur jú áfram eftir allt saman.

Carl Jóhann Granz, 30.1.2009 kl. 21:07

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Mikið rétt Carl Jóhann, mikið rétt.

Valdhroki er enn sem komið er að sigra hugtök eins og auðmýkt og víðsýni.

Baldvin Jónsson, 30.1.2009 kl. 21:23

3 identicon

Ég er hræddur um að við eigum eftir að upplifa sama leikritið og var í borginni. Vonandi hef ég ekki rétt fyrir mér.

einarhalldor (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 22:23

4 identicon

Mér sýndist nú ganga prýðilega hjá Samfylkingu og Vinstri grænum þangað til að Framsókn fór að derra sig.

Berglind (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 22:27

5 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ég er mest hræddur um að VG og Samfó komi með eitthvað "sýndarplan" sem lítur vel út en munu ekki taka á vandamálunum fyrr en eftir kosningar til að eiga ekki hættu á að missa fylgi.

Carl Jóhann Granz, 30.1.2009 kl. 22:44

6 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Sú staðreynd að vinstristjórn hefur aldrei getað setið í heilt kjörtímabil á Íslandi, segir manni svolítið um það sem er í vændum. Ef þið haldið að það hafi verið sundrung og misklíð í fráfarandi stjórn, þá skuluð þið bara bíða og sjá. En hún mun vissulega reyna að haga sér vel fram að kostningum.

Aðalsteinn Bjarnason, 31.1.2009 kl. 14:12

7 identicon

Mér þótti fráfarandi ríkisstjórn ekki góð og ég er hræddur um að sú nýja verði ekkert betri. Samfylkingargorkúlurnar verða þarna enn með afturhaldsseggjunum í VG. Ekki hefur vantað að VG hafa verið duglegir að gagnrýna það sem betur hefði mátt fara, en þeir hafa ekki boðið upp á neinar raunhæfar lausnir... og Samfó... heldur áfram að vera Samfó þó sjálfstæðisflokkurinn sé ekki með þeim, búnt af fíflum!

Óli Haukur (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband