Hvalveiðar - má tengja þær ferðaþjónustu? Einnig skilaboð um lýðsstjórn frá Herman Goering

Ég hef hitt og leiðsagt mikið af erlendum ferðamönnum. Almennt virðast þeir skiptast í svona 3/4 á móti 1/4 - sem sagt 25% sem að eru andvígir hvalveiðum. 75% ekki endilega fylgjandi samt, bara hafa til dæmis ekki skýra afstöðu. Þegar ég hef síðan rætt málið við þessi 25% er ástæða afstöðu þeirra mjög gjarnan byggð á markaðsmennsku andstæðinga hvalveiða en ekki þeirra persónulegu skoðun eða tilfinningu á málinu. Það mætti því segja mér að með markaðssókn megi hreinlega selja ferðir til að fólk geti orðið vitni að hvalveiðum. Já, ég er umhverfissinni sem að hef enga sérstaka afstöðu sjálfur um hvalveiðar. Sé ekki stórkostleg rök á móti þeim önnur en þau að í dag erum við að tapa á því að stunda þær. Það er einfaldlega "bad business". Annað hvort eigum við að veiða hvali og sækja á markaði með þá hugmynd sem nýjan möguleika í ferðaþjónustu, eða bara sleppa þessu alfarið.

Langaði síðan að smella hérna inn yfirlýsingu sem að hefur verið höfð eftir Herman Goering að mér skilst. Tek fram að ég er enginn áhugamaður um manninn, en finnst lýsing hans á lýðnum skelfilega nálægt sannleikanum og margsönnuð af mannkynssögunni.

“Naturally the common people don't want war; neither in Russia, nor in England, nor in America, nor in Germany. That is understood. But after all, it is the leaders of the country who determine policy, and it is always a simple matter to drag the people along, whether it is a democracy, or a fascist dictatorship, or a parliament, or a communist dictatorship. Voice or no voice, the people can always be brought to the bidding of the leaders. That is easy. All you have to do is to tell them they are being attacked, and denounce the pacifists for lack of patriotism and exposing the country to danger. It works the same in any country.”

Herman Goering


mbl.is Skýr skilaboð frá Svíum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott innlegg hjá þér í hvalaumræðuna,en ég skil ekki alveg í hverju tapið er fólgið

því það eru einkaaðilar sem munu stunda þær og skapa með þeim mörg störf,er

sjálfur mjög hlynntur þeim þó ekki til annars væri en að halda við þekkingunni

helgi Sæmundsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 20:30

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

í bunn og grunn eða á góðri íslensku, basicly þá er fólk sauðir !!

Óskar Þorkelsson, 29.1.2009 kl. 21:20

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hmm Geir H. flokksmenn hans og Samfylkingin notuðu þessa aðferð sem þú lýsir þegar bretar nýttu sér hryðjuverkalögin gegn okkur eða öllu heldur Landsbankanum.

Það var ekki erfitt að sjá í gegnum þá. Allt í einu var kreppan og hrunið  bretum að kenna og þeir ætluðu að sér að beina athygli okkar að bretum og vondu köllunum í útlöndum. GHH varð meira að segja skrækur í röddinni. Þetta var ömurleg smjörklípa.

Arinbjörn Kúld, 29.1.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband