Hvar eru allir þessir ferðamenn??

Allir mínir kollegar sem að ég hef spurt eru búnir að vera að mestu verkefnalausir allan janúar mánuð, þeir virðast skila sér eitthvað illa þessir ferðamenn í kaup á akstri.

Jeppinn hjá mér hefur varla verið settur í gang í janúar. Hittir kannski ágætlega á þar sem að það tekur jú tíma að búa til nýja hreyfingu Cool

http://lydveldisbyltingin.is - þar er allt að gerast og það fyrir opnum tjöldum.


mbl.is Óvenju mikið um erlenda ferðamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Gangtu niður Laugaveginn og um miðbæinn í Reykjavík.  Í öllum mannfjöldanum eru bara Íslendingar á stangli. Þetta er núna eins og á góðu sumartímabili.  Þetta fólk notar lítið bíla- meira fyrir að ganga um.  Síðan eru skemmtiferðaskip að koma stax í janúar. Þekki þýska leiðsögustúlku - sem segist ekki hafa kynnst öðru eins á þessum ástíma og nú. Hún er með margra ára reynslu- vaxandi tekjur fyrir rétta aðila.

Sævar Helgason, 27.1.2009 kl. 21:26

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég fékk konu í heimsókn í síðustu viku sem var á ferðalagi um heiminn. Hún valdi Ísland af því hér væri svo friðsælt.... - á leið sinni út að borða lenti hún óvænt mitt inn í "eldhúsáhaldabyltingunni" og þeim hávaða sem henni fylgdi   Algjört ævintýri fyrir hana og mikið myndefni í ferðaalbúmið .

Ragnhildur Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 21:36

3 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Tek undir með Baldvini, hvar eru þeir?, mér finnst þessar fréttir dálítið skrýtnar. Þeir eru kannski á Laugaveginum, á útsölum.

Börkur Hrólfsson, 27.1.2009 kl. 21:38

4 Smámynd: Kristján Logason

Haugur af þeim á röltinu í miðbænum í gær.

Kristján Logason, 28.1.2009 kl. 02:05

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ætli þeir hafi ekki bara verið að fylgjast með búsáhaldabyltingunni?

Arinbjörn Kúld, 28.1.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband