Steingrímur J. fjármálaráðherra? - Guð sé oss næstur.....

Samkvæmt þessar frétt á Vísi.is: http://www.visir.is/article/20090126/FRETTIR01/589977529
er búið að semja um minnihlutastjórn og embætti.

Þar kemur fram að Steingrímur J. taki sæti fjármálaráðherra?!? Það eru skelfileg tíðindi reynist það satt. Hvað hefur hann lagt til umræðunnar undanfarna mánuði í formi lausna? Nákvæmlega ekkert. Hann hefur einungis stamað "sagði ég ekki" endurtekið í að verða fjóra mánuði.

Við þær breytingar sem nú verða fá ráðamenn gullið tækifæri til þess að koma á nýrri hugsun. Setjum fagfólk í embætti ráðherra fram að kosningum.

Ég sting upp á til dæmis Vilhjálmi Bjarnasyni í sæti fjármálaráðherra næstu mánuðina.


mbl.is Rafmögnuð stemmning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Allt er skárra en Dýralæknirinn...

Þór Jóhannesson, 26.1.2009 kl. 12:15

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Steingrímur J. er kennslu- og uppeldisfræðingur. Vondum að það verði honum að gagni í nýja starfinu! Nema auðvitað að íþróttafréttamannsreynslan sé það sem hann hallar sér mest að í starfi fjármálaráðherra.

Geir Ágústsson, 26.1.2009 kl. 12:21

3 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Nú ég hélt að Steingrímur væri jarðfræðingur??

Aldís Gunnarsdóttir, 26.1.2009 kl. 12:27

4 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Sammála þér Vilhjálmur er með rétta hugarfarið og svo er það bónus að hann hefur menntunn sem passar við starfið það er meir en hefur verið

Guðrún Jónsdóttir, 26.1.2009 kl. 12:36

5 Smámynd: Kolbrún Kvaran

Ekkert að marka visi.is eða stöð 2.Kom í ljós að þetta var bara húmbúkk.

Kolbrún Kvaran, 26.1.2009 kl. 12:38

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sko.. ef við skoðum stöðuna þá er alveg dagljóst að Steingrímur j mundi verða margfalt betri fjármálaráðherra heldur en hrossalæknirinn !

En hvort að margfalt betri Steingrímur J sé nógu gott er svo allt annað mál !! 

Óskar Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 12:50

7 identicon

Hann hefur ekki verið að segja "sagði ég ekki" seinustu fjóra mánuði, heldur síðustu fimmtán ár.

Núna þykir þeim voðalega merkilegt að hafa spáð fyrir um fallið, en það hefur ekki mátt prumpa í tvo áratugi án þess að VG finnist allt hræðilegt og ómögulegt. Þeir hafa *alltaf* sagt að allt væri að fara til andskotans og því ekkert skrýtið að þeir séu monntnir loksins þegar eitthvað fer úrskeiðis.

Fyndið að mönnum eins og Steingrími J. virðist finnast allt í lagi að hafa rangt fyrir sér í 95% tilfella en geta spáð fyrir um fallið.

Ef hann hefði ekki tuðað svona mikið yfir smámunum seinustu tvo áratugi hefði kannski einhverjum dottið í hug að hlusta á hann þegar fallið nálgaðist.

Tvö orð hef ég að segja um Steingrím J., og VG almennt:

Úlfur, úlfur!

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 14:25

8 Smámynd: Johann Trast Palmason

það getur varla orðið verra en það var Baddi minn og allt í lagi að gefa kallinum tækifæri til að sanna sig aður en hann er dæmdur vanhæfur. Það er mun líklegra að hann hlusti á okkur en ráðherrar sjálfstæðisflokksins.

Johann Trast Palmason, 26.1.2009 kl. 17:45

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jói, Steingrímur stendur einfaldlega fyrir fjárhagslegar hugmyndir ríkis sem ég er afar ósammála.

Hann vill ríkið sem stærst í rekstri þjóðar, það vil ég alls ekki.

Baldvin Jónsson, 26.1.2009 kl. 18:24

10 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Baldvin hvað viltu þá?? áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokksins??

Aldís Gunnarsdóttir, 26.1.2009 kl. 19:47

11 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nei Aldís, draumurinn minn kemur ansi skýrt fram í fjölmörgum bloggum hjá mér hérna. En í grunninn er sá draumur að komið verði á neyðarstjórn fagfólks og núverandi þingflokkar fari allir frá. Landið verður hvort eð er nánast stjórnlaust næstu 12 vikur meðan að flokkarnir einhenda sér allir í kosningabaráttuna sína. Þarf líka að hafa það í huga að nánast ekkert sem flokkar segja opinberlega í þeim fasa tekur afstöðu til nokkurs, nú spila allir bara á einhverjum óskilgreindum mörkum þar sem ekkert verður hægt að rekja ofan í þá.

Samhliða slíkri neyðarstjórn ætti samstundis að koma á fót vinnu við endurskoðun stjórnarskrár, sem að svo skemmtilega vill til að er hugynd sem að Forseti hefur nú tekið upp líka.

Baldvin Jónsson, 26.1.2009 kl. 20:29

12 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Takk fyrir þetta Baldvin...en núna þá er/verður stjórn sem er skipuð öllum nema sjálfstæðisflokknum og það var nokkuð augljóst eftir atburði dagsins að sjálfstæðismenn voru ekki að fara að vera með í þjóðstjórn...

Þetta er ekki óskastaðan...en klárlega sú eina...nema ef minnihlutastjórnin ákveður að ráða "hæfustu" einstaklinganna til að stjórna ráðuneytunum...eins og t.d. Vilhjálm Bjarnason í seðlabankann eða fjármálaráðuneytið...en einhvern veginn sé ég það ekki fyrir mér!!

Aldís Gunnarsdóttir, 26.1.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband