Takk Björgvin, takk fyrir mig.

Þetta tók tíma, barátta egósins er erfið leið. Eðlilega vill enginn einn bera ábyrgð en þú ert maður að meiru fyrir að stíga loksins fram fyrir skjöldu og axla ábyrgð. Von þín um að formaður þinn og Geir Haarde mun i gera slíkt hið sama er held ég í besta falli barnsleg. Þetta fólk hefur sýnt það í verki hingað til að völd þeirra og síns fólks skipta meira máli en afkoma þjóðarinnar.

Þetta er frábært skref í áttina að því að hreinsa til í stjórnsýslunni, ég er virkilega ánægður en finn mig knúinn til þess að benda á að betur má ef duga skal.

Nú er bara að stíga fram Björgvin og játa lygarnar sem hafa þvælst fyrir okkur öllum undanfarna mánuði.


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

þetta er gott hjá honum.

En það tók 100+daga að fá þetta i gegn og það er smá kosninga lykt af þessu.

Ágúst Guðbjartsson, 25.1.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Baldvin Jóns..  Ágúst það er alltaf kosningalykt af öllu sem stjórnmálamenn gera og gera ekki ! 

Óskar Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 11:15

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Takið eftir fyrirsögninni, Björgvin segir af sér og stjórnendur Fjármálaeftirlitsins hætta!

Þetta er sögufölsun, þeir voru reknir, sögðu ekki af sér Björgin lét það vera sitt síðasta verk að reka þá!

Sverrir Einarsson, 25.1.2009 kl. 11:17

4 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Baldvin, sérðu virkilega ekki í gegnum þetta hjá honum? Heldur þú að þetta tengist ekki því að það er búið að ákveða að kjósa í vor?

Aðalsteinn Bjarnason, 25.1.2009 kl. 11:28

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Löngu tímabært en eins og einhver bloggarinn benti á þá reyna þau ISG og GHH fyrst að blekkja okkur með því að henda burt eins og einu litlu peði og vona að við þegjum við það.

Arinbjörn Kúld, 25.1.2009 kl. 11:43

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Formenn stjórnarflokkana tlkynna kosningar og daginn eftir segir viðskiptaráðherra af sér. að segja af sér korter fyrir kosningar er bara rolu háttur og leið til þess að ljúga og blekkja kjósendur til að kjósa viðkomandi aftur. hann þorði ekki að segja af sér áður en kjördagur var ákveðinn og það segir allt sem segja þarf.

Fannar frá Rifi, 25.1.2009 kl. 11:48

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég er sammála ykkur með það að auðvitað er kraftmikil kosningalykt í loftinu, en maðurinn gerði samt loksins loksins eitthvað í sínum málum OG má ekki gleyma því að hann setti einnig af forstjóra FME.

Baldvin Jónsson, 25.1.2009 kl. 11:50

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

allt saman leið til að tryggja áframhaldandi setu sína á þingi og svo að hann geti sest aftur í sama ráðherrastólinn eftir kosningar.

myndiru segja það sama með Árna Matt. Að hann myndi segja af sér seinna í dag og boða svo framboð sitt sem fyrsta þingmann Suðurlands kjördæmis í prófkjöri næsta eða þar næsta mánuði? 

þetta er skollaleikur og það er ekkert á bak við þetta nema von um að sleppa við slæmt umtal og að tryggja eigin hag. 

Fannar frá Rifi, 25.1.2009 kl. 12:20

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Fannar, ég myndi líka glaður þakka Árna Matt fyrir að segja af sér. Þrátt fyrir að það væri aðeins taktískur leikur að þá væri hann engu að síður að setja valdið í hendur kjósenda.

Baldvin Jónsson, 25.1.2009 kl. 12:23

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Árni M er of siðblindur og spilltur til að segja af sér..

Óskar Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 12:40

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það verða kosningar í vor þannig að valdið er þegar komið í hendur kjósenda. allt fram að kosningur er bara kosningarbarrátta og svon skollaleikur er bara til þess að reyna að blekkja kjósendur.

Fannar frá Rifi, 25.1.2009 kl. 12:48

12 Smámynd: Offari

Ég vill líka þakka Björgvin fyrir að fara eftir vilja þjóðarinar.  Það mættu fleiri taka hann til fyrirmyndar.

Offari, 25.1.2009 kl. 14:30

13 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég hef haft mikið álit á Björgvini og það minnkaði ekki við þetta. Núna eru dýralæknirinn og Seðlabankastjórn og stjórar næst.

Ævar Rafn Kjartansson, 25.1.2009 kl. 15:05

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég segi bara að ég er til í að gefa Björgvini séns. Finnst þetta undirstrika það. En Árni Matt. er búinn að vera í mínum augum. Skiptir ekki máli hvort hann segir af sér eða ekki. Hann er fullkomlega óhæfur. Hefur sýnt það í allri framkomu. Björgvin hefur reynt þó honum hafi ekki tekist sérstaklega vel fyrr en í dag. Hins vegar sýnist mér að Björgvin ráði tæplega við ráðherraembætti...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 15:30

15 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er vissulega jákvætt, en við skulum ekki missa okkur í hrifningu. Ég tel þetta vera þrælútspekúleraðann leik hjá Björgvin. Sólahrings spurning um slit stjórnar.

Björgvin stekkur fyrir borð og bjargar sér frá druknun, telur sig vera að skora í kladdann hjá þeim bláeygu, og tryggja stöðu sína fyrir kosningar.

Of augljóst, of seint. Því miður.

hilmar jónsson, 25.1.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband