Hörður Torfasonar biðst afsökunar - maður að meiru

Merkilegt mál, í raun má segja að ummæli Harðar hafi verið tekin verulega úr samhengi í fréttinni á mbl. Hörður kýs hins vegar að taka af allan vafa og biðjast afsökunar. Það þarf breitt bak til að standa undir öllu þessu álagi og Hörður er að standa sig vel við þessar aðstæður.

Látum ekki árásir frá stjórnarliðum og þýi þeirra halda okkur niðri - sækjum ólm áfram að markmiðum okkar. Það hefur náðst áfangasigur en betur má ef duga skal.

Látum ekki deigan síga - við krefjumst þess að:

- stjórnin víki

- Sérfræðingur í Hagfræði verði settur yfir Seðlabankann

- Sérfræðingur í Hagfræði verði settur yfir FME

- Að skipuð verði neyðarstjórn sérfræðinga sem skal starfa með erlendum ráðgjöfum

Það mætti lengi telja áfram, en þetta eru að mínu mati lágmarkskröfur fyrir því að á komist mögulega skipuleg vinna við endurreisn samfélagsins. Vinna sem byggð verður á framtíðaráætlun en ekki bara fáti við að bregðast við núverandi aðstæðum og aðstæðum gærdagsins.


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér og sammála Herði, Geir átti ekki að blanda þessu saman, þ.e. veikindum sýnum og stjórnmálunum.

Jónína (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:34

2 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Baldvin, það verða kosningar eftir nokkra mánuði. Af hverju farið þið nú ekki að róa ykkur aðeins og fara að vinna að ykkar stefnumálum fyrir kosningarnar? Er ekki nóg komið af skrílslátum? Stjórnin þarf að fylgja eftir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið með IMF, það er engum til góðs að umturna nú öllu því sem gert hefur verið eftir hrunið, skila IMF láninu og setja hér allt á annan endann, eins og VG vill.

En Hörður baðst loks afsökunar, gott hjá honum.

Aðalsteinn Bjarnason, 24.1.2009 kl. 16:40

3 identicon

Ég hef lítið álit á þessum aðgerðum sem Hörður Torfason stendur fyrir. Ég er sammála Chris Turner sérfræðingi hjá ING sem bendir réttilega á muninn á stjórnmálakreppu og fjármálakreppu. Ég kaus ekki þessa ríkisstjórn og hef ekki stutt hana, en tel að réttara væri að mótmæla við bankana og hrópa niður þá sem raunverulega bera ábyrgðina. Ætla ekki að mæla stjórnvöldum bót, en hræddur er ég um að heyrst hefði hljóð úr horni ef stjórnvöld hefðu nú ætlað að stíga á bremsuna í allri þenslunni og "góðærinu" Ég mæti ekki á austurvöll og finnst súrt að sjá kreppu skattpeninga mína fara í að borga löggæslumönnum aukavaktir og fyrir skemmdir að völdum mótmælenda á mannvirkjum. Og þetta sama fólk stundar síðan áfram viðskipti við bankana og Baug þegar gengið er af Austurvelli. Ég er ekki í vafa um að rætur þeirra óspekta sem skammarlegt hefur verið að horfa uppá undanfarið, á hvata sína að sumu leiti í mótmælaumstangi Harðar. Ummæli hans í garð forsætisráðherra eru vægast sagt mjög dapurleg.

Hans (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:47

4 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Nákvæmlega Hans mjög sammála þér

Guðrún Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 19:36

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Aðalsteinn - vegna þess að markmiðin hafa ekki náðst. Það er svo einfalt. Við sem erum í mörgum mismunandi hópum að skoða framboð breiðfylkingar (Raddir fólksins ekki þar á meðal eftir því sem ég best veit) höfum ágætis tíma til að undirbúa okkar stefnumál, þakka þér fyrir það. Eins og ég hef marg oft bent á tengist ég hópi sem er að vinna að sínum undirbúningi fyrir opnum tjöldum á vefnum http://lydveldisbyltingin.is (reyndar afar erfitt að komast inn á hann núna skilst mér vegna mikillar aðsóknar) og þangað eru allir velkomnir og vonumst við eftir því að sem breiðust flóra pólitískra skoðana fái þrifist þar inni. Málið er mikilægt, endurheimt lýðræðis og löggjafans m.a.

Hans, ég er fyrir löngu síðan hættur eins og mögulegt er að versla við fyrirtæki Baugs (eða Haga hér á landi) og veit að fjölmargir hafa fylgt mér þar í verki. Mæli eindregið með því að þú gerir það líka. Ég er í viðskiptum við SPRON sem að sjálfsögðu tók einhvern þátt í bankabullinu, en að virðist aðallega sem leiksoppur stóru bankanna. Eg tel lítinn banka skásta kostinn af þeim slæmu kostum sem eru í boði, en bankaviðskipti þarf ég að stunda því miður.

Baldvin Jónsson, 24.1.2009 kl. 21:02

6 identicon

Hörður var einn af þeim fáu sem hafa tjáð sig um þetta tilfinningaklám.

Í stað þess að viðurkenna að ríkisstjórnin er fallin, Sjálfstæðisflokkurinn blandar saman tilkynning um
kosningartillögu og veikindi hans Geirs til að breiða yfir niðurlæginguna sem flokkurinn gengur nú í gegnum og safna sér
stuðningi og samúð. Þetta var bara pólitiskt strategía.

En ég vorkenni þau sem horfði á Geir og Davið sem Jesús og Guð þeirra, og Sjálfstæsðisflokkur sem trú: það hlýtur að vera
ótrúlega erfitt að fatta allt í einu að Guð og Jesús þeirra eru búinn að svikja þeim allan tíma. Sjálfstæðisflokkur,
Rikistjórn, Davið Oddsson og FME eru landráðamenn sem munu aldrei biðja um afsökunnar..

Svona var mótmælt í gær:
http://www.youtube.com/watch?v=VjptqbfYcEI&eurl

Reynir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:57

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Baddi minn - ég hlustaði á upptökuna - það ver engu snúið á haus eða afbakað. Sennilega hefði ég ekki trúað þessu nema vegna þess að ég heyrði hörð segja þessa hluti.

hörður baðst afsökunar vegna þess fjölda "stuðningsmanna " hans sem fordæmdu sóðaskapinn.

Afsökunarbeiðnin er því jafn innantóm og fölsk og hann er sjálfur.

Núna ætla þessir hópar að bjóða fram - hóf Nasistaflokkurinn ekki starfssemi sína með ofbeldi - og lauk henni með heimsstyrjöld.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framboðum þeirra og afleiðingum þeirra.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.1.2009 kl. 08:22

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Eftir því sem að ég hef heyrt Ólafur Ingi að þá er Hörður Torfi og Raddir Fólksins alls ekki á leiðinni í framboð og samlíking þín á þeim hópi við Nasistaflokkinn dæmir sig sjálf og er ánægjuleg því hún opinberar þig og hjálpar öllu lýðræðislegu hugsjónafólki að eiga við undarlegar athugasemdir þínar hér á blogginu.

Eftir að hafa hlustað enn og aftur á upptökuna tek ég undir það að orð Harðar voru afar klaufaleg, þau voru hins vegar einnig tekin úr samhengi í fréttinni. Eðlilega, það er stefna flestra ef ekki allra fjölmiðla. Þ.e. að gera fréttir krassandi.

Baldvin Jónsson, 25.1.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband