Æstur múgur og skríll styður ekki málstaðinn!!! - Fáið útrás fyrir annarleg heit ykkar annarsstaðar

Þetta er algerlega ólíðandi og á að rannsaka uppruna þessa í hvelli. Uppruna vefsíðunnar er væntanlega auðvelt að rekja. Við verðum að halda baráttu milli okkar og lögreglu niðri. Lögreglumenn geta að sjálfsögðu gert mistök í starfi, sum hver grafalvarleg, þetta eru jú bara menn. Við slíkar uppákomur eigum við einfaldlega að kæra þá, ekki ráðast á persónulegt líf þeirra og fjölskyldur þeirra. Er ekki í lagi??

Hér er færslan mín frá því fyrr í dag:

Æstur múgur og skríll styður ekki málstaðinn!!! - Fáið útrás fyrir annarleg heit ykkar annarsstaðar

Mér sárnar það óskaplega að vakna við fréttir af því að múgur hafi veist að lögreglu og meira að segja grýtt lögreglu með gangstéttarhellum!?!

Hvað standið þið fyrir? Hverju eruð þið að berjast fyrir? Þið eruð ekki að berjast fyrir þjóðina, þið eruð ekki að bæta okkar málsstað með þessari glæpahegðun. Ég og við þurfum alls ekki á ykkur að halda og værum mun sterkari ÁN ykkar.

Þetta er algerlega óþolandi ástand og mér finnst mikil synd að hafa farið heim í bælið upp úr miðnætti eftir nokkrar svefnlausar nætur undanfarið. Ég hefði viljað vera á staðnum til þess að reyna að halda aga á hópnum eða ganga á milli. Við grýtum ekki lögreglumenn með gangstéttarhellum og eiga þeir sem það gera að sæta fangelsisvist til lengri tíma. Ég er reiður hreinlega, það er í einni hendingu hægt að rífa niður allt það starf sem farið hefur fram hingað til með þessari skrílshegðun.

Ég var við Stjórnarráðið í dag. Geir Haarde var í engu ógnað líkamlega, en við gerðum að honum hróp og kröfðumst svara. Það er algerlega eðlileg krafa. Það var ástand sem hefði hæglega getað farið úr böndunum en gerði ekki og ég var afar ánægður með það. Geir sagði að þetta hefði verið "óþægilegt". Ég myndi kannski finna aðeins til með honum ef manngarmurinn væri ekki við það að setja restina af samfélaginu á götuna beint á eftir bankavinum hans.

Það er í lagi að gera hróp að ráðamönnum að mínu viti. Við erum reið og eigum rétt á að koma okkar málstað á framfæri. EN við erum EKKI ofbeldisfólk og ég mun aldrei styðja það að það verði framhald á uppákomum eins og urðu greinilega í nótt.


mbl.is Nafnbirtingin grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algerlega sammála að ofbeldishegðun eins og hefur verið á Austurvelli þar sem menn hafa slasast alvarlega er algerlega ólíðandi. Þeir sem kasta hörðum þungum hlutum að lögreglumönnum sem eru að verja eigur okkar fyrir skemmdum eru að mínu mati glæpamenn. Það er sök sér þó að ein og ein rúða sé brotin,  eggjum og tómötum kastað í Alþingishúsið og stjórnarráðið, jafnvel skyri á lögregluna, það er meinlaust og það þarf að vera slagkraftur í mótmælum annars hafa þau engin áhrif. En flösku og grjótkast í fólk ætti ekki að vera inn í myndinni. BA

ballig (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Baldvin ! Ekki er ég að verja svona lagað , en hvað er lögreglan , já lögreglan búin að gera og kalla þar með yfir sig ? Ert þú ánægður með handleggsbrotið á pabba Þórs , hélt ekki , allt í lagi að vera pínu bláeygur , en er ekki betra að hafa takmörk . Kannt þú að búa til Molotov   ?

Hörður B Hjartarson, 22.1.2009 kl. 19:26

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Haddi, þetta er ekki spurning um að vera bláeygur. Kærum ofbeldi lögreglu, svörum því ekki með ofbeldi.

Pabbi Þórs veit nokkuð vel hver það var sem braut á honum höndina, það var þessi svo kallaði Jón risi og hann skal kæra. Framkoma hans var algerlega ólíðandi gagnvart manni sem stóð þarna kyrr og ógnaði engum.

En það er að sama skapi ólíðandi að verið sé að ögra lögreglunni stöðugt af einhverjum krökkum sem fá öll gríðarlegt kikk og útrás fyrir unglingareiðina sína við þessar aðstæður.

Höldum öll ró okkar og verjum markmið okkar - ríkisstjórnina frá hið snarasta !!!

Baldvin Jónsson, 22.1.2009 kl. 19:37

4 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Því miður Baldvin ! Þá er ég alvarlega hræddur um að nú sérst þú full bláeygur , ég fór upp á lögreglustöð eftir að hafa verið meisaður og hitti þar tvo sem ég þekki , eða réttara sagt þekkti í den ( annar með mér í heimavist fyrir 40 árum í plús ) , þeir ráðlögðu mér að kæra til ríkislögreglustjóra , en ég tel nánast öruggt að betra sé heima setið en farið , enda sagði líka lögmaður Jóhanns svo vera . Hefur það eitthvað breyst ? Veist þú Baldvin ég var pollrólegur er ég gekk að lögregluþjónunum hvort heldur var víkingasveit eða hinir , tók í höndina á þeim horfði í augu þeirra runaði upp fullu nafni kt. , fæddur í norðustofunni á Hraunsnefi Norðurárd Borgarf. kl 2:45 að nóttu skór nr 40-41 aldrei hefði ég trúað því að ég nokkurn tímann í lífinu og ég að verða 55 ára myndi ganga upp að lögr.þj. og segja við hann , þú ert skítmenni , því skítmenni verja skít . Í stað þess að verja fólkið í landinu eruð þið að berja fólkið í landinu . Sagði þetta m.a. við Geir Jón rétt áður en hann fór í drottningarviðtal hjá Thelmu á stöð 2 . Ég reyndi að fá Geir Jón til að svara fyrir það að mér skyldi vísað út úr garðinum í sjónvarpið , en fékk ekki . Nei það fær ekki hver sem er drottningarviðtal . Baldvin ! Þetta er fyrst og fremst spurning um hve bláeygir við erum , ég hef verið nítján ára .

Hörður B Hjartarson, 22.1.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband