Æstur múgur og skríll styður ekki málstaðinn!!! - Fáið útrás fyrir annarleg heit ykkar annarsstaðar

Mér sárnar það óskaplega að vakna við fréttir af því að múgur hafi veist að lögreglu og meira að segja grýtt lögreglu með gangstéttarhellum!?!

Hvað standið þið fyrir? Hverju eruð þið að berjast fyrir? Þið eruð ekki að berjast fyrir þjóðina, þið eruð ekki að bæta okkar málsstað með þessari glæpahegðun. Ég og við þurfum alls ekki á ykkur að halda og værum mun sterkari ÁN ykkar.

Þetta er algerlega óþolandi ástand og mér finnst mikil synd að hafa farið heim í bælið upp úr miðnætti eftir nokkrar svefnlausar nætur undanfarið. Ég hefði viljað vera á staðnum til þess að reyna að halda aga á hópnum eða ganga á milli. Við grýtum ekki lögreglumenn með gangstéttarhellum og eiga þeir sem það gera að sæta fangelsisvist til lengri tíma. Ég er reiður hreinlega, það er í einni hendingu hægt að rífa niður allt það starf sem farið hefur fram hingað til með þessari skrílshegðun.

Ég var við Stjórnarráðið í dag. Geir Haarde var í engu ógnað líkamlega, en við gerðum að honum hróp og kröfðumst svara. Það er algerlega eðlileg krafa. Það var ástand sem hefði hæglega getað farið úr böndunum en gerði ekki og ég var afar ánægður með það. Geir sagði að þetta hefði verið "óþægilegt". Ég myndi kannski finna aðeins til með honum ef manngarmurinn væri ekki við það að setja restina af samfélaginu á götuna beint á eftir bankavinum hans.

Það er í lagi að gera hróp að ráðamönnum að mínu viti. Við erum reið og eigum rétt á að koma okkar málstað á framfæri. EN við erum EKKI ofbeldisfólk og ég mun aldrei styðja það að það verði framhald á uppákomum eins og urðu greinilega í nótt.


mbl.is Tveir lögreglumenn slasaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála. Gæti ekki verið meira sammála.

Yngvi Rafn Yngvason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:08

2 identicon

Lögreglan er að þreytast.

Einnig eru Samfylkingarmenn við það að gefast upp.

Málið er að halda pressunni áfram.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:09

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sammála, þeir sem eru með ofbeldi eyðileggja mótmælin.

Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 10:21

4 identicon

Sammála. Svo gæti farið að lögreglumaður léti lífið því gangstéttarhellur geta hæglega orðið manni að bana. Svo er stóra spurningin - hver vill eða getur tekið við þessari þjóð?  Hver er hæfur til að stýra okkur í gegn um hinn djúpa öldudal? Það hefur enginn minnst á það? 'Eg kem ekki auga á slíkan einstakling. Steingrímur talar og talar en kemur aldrei með konkret lausnir. Guðjón Arnar virðist hafa fests við þingstólinn. Ingibjörg Sólrún er veikari en virðist. Nýji Framsóknarhöfðinginn virðist samt boðberi einhvers nýs og hefur komið vel fram í sjónvarpi. Það væri helst að fá forstjóra Össurar - stoðtækjafyrirtækis - til ráðsmennsku en hann hefur byggt það fyrirtæki svo vel upp að tíðindum sætir um víða veröld.

ólafur jóhannesson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:21

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ólafur, uppi eru hugmyndir um neyðarstjórn sérfræðinga meðan að einhversskonar almannaþing eða stjórnlagaþing tekur að sér endurskoðun þeirra ákvæða stjórnarskrárinnar sem taka á endurheimt lýðræðisins og skerpa á skilum löggjafans frá framkvæmdavaldinu.

Baldvin Jónsson, 22.1.2009 kl. 10:25

6 identicon

Það er heimskur og villtur lýður sem ræðst á lögreglumenn.  Og sammála að það fólk ætti að sitja lengi inni fyrir það.  Og sammála að við höfum enga þörf fyrir það fólk.  Finnst ekki þó að óp að Geir og öðru fólki sé í lagi.  Það eru ekki friðsamleg mótmæli.  Og vil ekki vera með ef fólk getur ekki verið friðsamt.

EE (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:16

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það var hrópað að Geir: Vanhæf ríkisstjórn

Finnst þér það í alvöru vera ófriðsamt EE ??

Baldvin Jónsson, 22.1.2009 kl. 13:46

8 identicon

Kannski ekki ef þið voruð ekki með persónulegar árásir.  Það var gerður aðsúgur að honum og kastað í bílinn hans.

EE (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband