Helga Vala kom svo sannarlega fram fyrir mína hönd í dag! - Geir telur sig starfa í umboði hverra??
20.1.2009 | 20:06
Ég var alveg gáttaður gjörsamlega að heyra tilsvör forsætisráðherra á þingi í dag. Hann er hreinlega móðgaður bara yfir því að þing fái ekki að starfa í friði??
Í friði fyrir hverjum?!?
Geir lýsir því drjúgur yfir, fullur af hroka og jólasteik, að vantrausttillaga hafi verið felld á þingi og að ríkisstjórnin starfi í umboði þingsins. Hvaða heilhveitis bull er þetta Geir?? Ríkisstjórnarflokkarnir sitja með um 70% atkvæða þingheims, hvernig gat slík tillaga öðruvísi fallið? Hvað hefðir þú gert þínum þingmönnum sem hefðu kosið gegn þér?
Flokksræðið er dautt og þessi ömurlegi valdhroki er sterkasta birtingarmynd þess.
LEIKHÚS FÁRÁNLEIKANS var fullkomnað á Alþingi í dag þegar að þingmenn mættu aftur eftir afar afar langt jólafrí og hófu umræðu um hvort ætti að selja áfengi í verslunum?? Hvar í heiminum gæti slíkt hent?
Fólk var að bíða eftir þessum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Geir er partur af elítuni sem stjórnar landinu , hann er augljósalega veruleikafirtur og ef það væri vottur af góðmennsku
í Geiri væri hann búinn að segja af sér,
Alexander Kristófer Gústafsson, 20.1.2009 kl. 20:16
Geir er skíthaus sem ekkert skilur, ekki einu sinni þegar honum verður hent út úr þingi og stjórnarráði með handafli ...og það kemur að því ef hann drullar sér ekki burt sjálfur.
corvus corax, 20.1.2009 kl. 20:20
Geir er orðinn í mínum huga persónugerfingur allrar spillingar í þessu landi !
Óskar Þorkelsson, 20.1.2009 kl. 20:25
Mér langar líka til að bæta við að fyrir hverja ca 3000 mótmælendur sem mótmæla(sem er fjöldi sem talið er að hafi verið náð í laugardagsmótmælunum) myndi það jafngilda ca 600.000 manna mótælum í t.d. Bretlandi.Slík mótmæli væru saga til næsa bæjar....
Ég vildi bara benda á þetta þar sem stjórnvöld virðast vera í því að gera lítið úr þeim fjölda sem er að mótmæla.
Alexander (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 20:31
Ekki get ég skilið þessi skrýlslæti sem nú dynja yfir landið okkar,fólk heimtar kosningar gott og vel með það en engin getur bennt á hvern á að kjósa,ég hef ekki tekið eftir því að neinn stjórnmálaflokkur hafi lausn á því vandamáli sem dynur yfir þjóðina.Þannig er til nokkurs að kjósa þegar engum þingflokki sé treystandi.Það þarf að vera ábyrgð í því sem fólk heimtar.
Friðrik Bjarna (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 20:37
Við erum fólkið og við erum þjóðin. Komið öll niður á Austurvöll núna. Við hættum ekki fyrr en þetta lið er farið frá og hættir að skemma líf okkar og framtíð.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.1.2009 kl. 20:38
Alþingi er orðið leikhús fáránsleikans það segirðu satt. Veiruleikafyrrtur skríll ræður þar öllu.
Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:07
Ég segi nú bara eins og ónefnd Hansen --> "Börnin HEIM ! "
Ingólfur Þór Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 21:09
jes
Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 20.1.2009 kl. 21:21
Við verðum að gæta okkur á því að þegar þessir glæpamenn fara frá völdum,já ég segi ÞEGAR!því þeir fara við erum mikklu fleiri en þeir og allt lögreglulið landsinns.
Gæta þess að þeir taki ekki neitt með sér,ég vill ekki borga þeim eftirlaun né neinar
sporslur úr mínum vasa,þeir eiga rétt á að láta skrá sig atvinnulausa og meiga raunar vera þakklátir fyrir að fá þær.
jakob (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:23
Allamalla segji ég nú bara...................Baddi á þing með þig og það STRAX ! ég meina það !!!!! sæll eigum við að ræða þetta ............áfengi í matvöruverslunum............hvaða skitz er kominn í þetta lið!!!! ef ég væri á fróni væri ég í bænum og búin að berja potta og pönnur heila daginn
knús á þína nánustu
Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 20.1.2009 kl. 21:23
Algjörlega sammála þér.
Að hugsa sér að þeir fyndu sér ekkert þarfara að tala um en hvernig þeir gætu flutt aðeins meiri gróða til Haga og minni til ríkisins.
Halla Rut , 20.1.2009 kl. 22:42
Alveg hjartanlega sammála þér Baldvin. Hrokinn og yfirgangurinn er með ólíkindum. Helga Vala stóð sig frábærlega vel og stóð fast á sínu og kom því vel frá sér. Þessir sjálfstæðihrokatittir ættu að fara að þroskast svolítið og læra að bera meiri virðingu fyrir manneskjunni og þar með samborgurum sínum.
Sigurlaug B. Gröndal, 20.1.2009 kl. 22:57
sammála
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:53
Ég var að koma af Austurvelli, lágmark 2000 manns þarna rétt fyrir miðnætti og gífurleg og góð stemning. Þetta mun standa framundir morgunn :)
Byltingin er hafinn
Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 00:04
Ég er vill áfengið í verzlanir en lýsandi dæmi fyrir þá sem stjórna hérna að byrja á allt öðru en vandamálinu.
Stefán Óli Sæbjörnsson, 21.1.2009 kl. 00:33
Gott hjá þér Baldvin . Friðrik Bjarna! Númer hvað er f(l)okksskírteinið þitt ? Þú getur lesið heilu pistlana hér á blogginu um aðgerðir sem gagnast myndu vel , en væntanlega leggur þú þig ekki svo lágt að gera slíkt heldur fordæmi og fordæmir að hætti þinna f(l)okksgæðinga .
Hörður B Hjartarson, 21.1.2009 kl. 00:58
Ég er ógeðslega fúl yfir því að fá ekki að halda áfram með líf mitt í friði! Ætli Geir taki tillit til þess og segi af sér??
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.1.2009 kl. 01:38
Var að koma neðan af Austurvelli aftur, þetta er búinn að vera frábær dagur. Mér líður held ég bara eitthvað í líkingu við það sem ég ímynda mér að Jón Sigurðsson heitinn hafi upplifað þegar að hann sá loks eitthvað þokast í átt að lýðræði. Þjóðin tók stöðu í bænum í dag - þjóðin mín. Ég veit ekki með þig Ingibjörg, en án vafa þjóðin mín!
Friðrik, það eru fleiri en eitt framboð sem munu verða tilbúið fyrir næstu kosningar. Ef þér hugnast ekki eitthvað nýtt að þá skilst mér líka (mér til mikillar sorgar) að Framsókn sé að koma sterkt inn aftur. Fólk vill meina að þeir séu búnir "að taka svo mikið til". Ég held reynar að fólk sé að misskilja alveg gríðarlega stöðu Framsóknar ef það er trúin.
En hvað sem er annað en núverandi ríkisstjórn áfram. Það er kominn tími á að gefa Sjálfstæðisflökknum langt frí frá valdasetu!
Baldvin Jónsson, 21.1.2009 kl. 02:59
Baldvin við þurfum að fá nýtt stjórnmálaafl, stjórnmálaafl sem er laust við þessa spillingu og gamla flokkspólitík. (Það er sagt að ekki sé hægt að kenna gömlum hund að sitja) Stjórnmálaafl sem hefur þor og getu til að taka ákvarðanir þjóðinni til heilla, nýtt blóð sem sér hlutina í nýju ljósi án litar (rautt, grænt, blátt).
Kær kv.
Unnur Arna Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 09:14
Unnur Arna, það afl er í mótun fyrir opnum tjöldum og allir velkomnir. Algert gagnsæi er eina leiðin frá spillingu. http://lydveldisbyltingin.is
Baldvin Jónsson, 21.1.2009 kl. 10:44
Ég sé nú ...eftir Kastljós að Geir starfar í umboði Alþjóðagjaldeyrirsjóðins!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.1.2009 kl. 20:49
Brilljant, ég kíki á þessa síðu
Unnur Arna Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.