Helga Vala kom svo sannarlega fram fyrir mína hönd í dag! - Geir telur sig starfa í umboði hverra??

Ég var alveg gáttaður gjörsamlega að heyra tilsvör forsætisráðherra á þingi í dag. Hann er hreinlega móðgaður bara yfir því að þing fái ekki að starfa í friði??

Í friði fyrir hverjum?!?

Geir lýsir því drjúgur yfir, fullur af hroka og jólasteik, að vantrausttillaga hafi verið felld á þingi og að ríkisstjórnin starfi í umboði þingsins.  Hvaða heilhveitis bull er þetta Geir??  Ríkisstjórnarflokkarnir sitja með um 70% atkvæða þingheims, hvernig gat slík tillaga öðruvísi fallið? Hvað hefðir þú gert þínum þingmönnum sem hefðu kosið gegn þér?

Flokksræðið er dautt og þessi ömurlegi valdhroki er sterkasta birtingarmynd þess.

LEIKHÚS FÁRÁNLEIKANS var fullkomnað á Alþingi í dag þegar að þingmenn mættu aftur eftir afar afar langt jólafrí og hófu umræðu um hvort ætti að selja áfengi í verslunum?? Hvar í heiminum gæti slíkt hent?


mbl.is „Fólk var að bíða eftir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Geir er partur af elítuni sem stjórnar landinu , hann er augljósalega veruleikafirtur og ef það væri vottur af góðmennsku

í Geiri væri hann búinn að segja af sér,

Alexander Kristófer Gústafsson, 20.1.2009 kl. 20:16

2 Smámynd: corvus corax

Geir er skíthaus sem ekkert skilur, ekki einu sinni þegar honum verður hent út úr þingi og stjórnarráði með handafli ...og það kemur að því ef hann drullar sér ekki burt sjálfur.

corvus corax, 20.1.2009 kl. 20:20

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Geir er orðinn í mínum huga persónugerfingur allrar spillingar í þessu landi ! 

Óskar Þorkelsson, 20.1.2009 kl. 20:25

4 identicon

Mér langar líka til að bæta við að fyrir hverja ca 3000 mótmælendur sem mótmæla(sem er fjöldi sem talið er að hafi verið náð í laugardagsmótmælunum) myndi það jafngilda ca 600.000 manna mótælum í t.d. Bretlandi.Slík mótmæli væru saga til næsa bæjar....

 Ég vildi bara benda á þetta þar sem stjórnvöld virðast vera í því að gera lítið úr þeim fjölda sem er að mótmæla.

Alexander (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 20:31

5 identicon

Ekki get ég skilið þessi skrýlslæti sem nú dynja yfir landið okkar,fólk heimtar kosningar gott og vel með það en engin getur bennt á hvern á að kjósa,ég hef ekki tekið eftir því að neinn stjórnmálaflokkur hafi lausn á því vandamáli sem dynur yfir þjóðina.Þannig er til nokkurs að kjósa þegar engum þingflokki sé treystandi.Það þarf að vera ábyrgð í því sem fólk heimtar.

Friðrik Bjarna (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 20:37

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Við erum fólkið og við erum þjóðin. Komið öll niður á Austurvöll núna. Við hættum ekki fyrr en þetta lið er farið frá og hættir að skemma líf okkar og framtíð.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.1.2009 kl. 20:38

7 identicon

Alþingi er orðið leikhús fáránsleikans það segirðu satt. Veiruleikafyrrtur skríll ræður þar öllu.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:07

8 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Ég segi nú bara eins og ónefnd Hansen  -->  "Börnin HEIM ! "

Ingólfur Þór Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 21:09

9 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

jes

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 20.1.2009 kl. 21:21

10 identicon

Við verðum að gæta okkur á því að þegar þessir glæpamenn fara frá völdum,já ég segi ÞEGAR!því þeir fara við erum mikklu fleiri en þeir og allt lögreglulið landsinns.

Gæta þess að þeir taki ekki neitt með sér,ég vill ekki borga þeim eftirlaun né neinar

sporslur úr mínum vasa,þeir eiga rétt á að láta skrá sig atvinnulausa og meiga raunar vera þakklátir fyrir að fá þær.

jakob (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:23

11 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

Allamalla segji ég nú bara...................Baddi á þing með þig og það STRAX ! ég meina það !!!!! sæll eigum við að ræða þetta ............áfengi í matvöruverslunum............hvaða skitz er kominn í þetta lið!!!! ef ég væri á fróni væri ég í bænum og búin að berja potta og pönnur heila daginn

knús á þína nánustu

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 20.1.2009 kl. 21:23

12 Smámynd: Halla Rut

Algjörlega sammála þér.

Að hugsa sér að þeir fyndu sér ekkert þarfara að tala um en hvernig þeir gætu flutt aðeins meiri gróða til Haga og minni til ríkisins.

Halla Rut , 20.1.2009 kl. 22:42

13 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Alveg hjartanlega sammála þér Baldvin. Hrokinn og yfirgangurinn er með ólíkindum. Helga Vala stóð sig frábærlega vel og stóð fast á sínu og kom því vel frá sér. Þessir sjálfstæðihrokatittir ættu að fara að þroskast svolítið og læra að bera meiri virðingu fyrir manneskjunni og þar með samborgurum sínum.

Sigurlaug B. Gröndal, 20.1.2009 kl. 22:57

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sammála

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:53

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég var að koma af Austurvelli, lágmark 2000 manns þarna rétt fyrir miðnætti og gífurleg og góð stemning. Þetta mun standa framundir morgunn :)

Byltingin er hafinn 

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 00:04

16 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Ég er vill áfengið í verzlanir en lýsandi dæmi fyrir þá sem stjórna hérna að byrja á allt öðru en vandamálinu.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 21.1.2009 kl. 00:33

17 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Gott hjá þér Baldvin . Friðrik Bjarna! Númer hvað er f(l)okksskírteinið þitt ? Þú getur lesið heilu pistlana hér á blogginu um aðgerðir sem gagnast myndu vel , en væntanlega leggur þú þig ekki svo lágt að gera slíkt heldur fordæmi og fordæmir að hætti þinna f(l)okksgæðinga .

Hörður B Hjartarson, 21.1.2009 kl. 00:58

18 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er ógeðslega fúl yfir því að fá ekki að halda áfram með líf mitt í friði! Ætli Geir taki tillit til þess og segi af sér??

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.1.2009 kl. 01:38

19 Smámynd: Baldvin Jónsson

Var að koma neðan af Austurvelli aftur, þetta er búinn að vera frábær dagur. Mér líður held ég bara eitthvað í líkingu við það sem ég ímynda mér að Jón Sigurðsson heitinn hafi upplifað þegar að hann sá loks eitthvað þokast í átt að lýðræði. Þjóðin tók stöðu í bænum í dag  -  þjóðin mín. Ég veit ekki með þig Ingibjörg, en án vafa þjóðin mín!

Friðrik, það eru fleiri en eitt framboð sem munu verða tilbúið fyrir næstu kosningar. Ef þér hugnast ekki eitthvað nýtt að þá skilst mér líka (mér til mikillar sorgar) að Framsókn sé að koma sterkt inn aftur. Fólk vill meina að þeir séu búnir "að taka svo mikið til".  Ég held reynar að fólk sé að misskilja alveg gríðarlega stöðu Framsóknar ef það er trúin.

En hvað sem er annað en núverandi ríkisstjórn áfram. Það er kominn tími á að gefa Sjálfstæðisflökknum langt frí frá valdasetu!

Baldvin Jónsson, 21.1.2009 kl. 02:59

20 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Baldvin við þurfum að fá nýtt stjórnmálaafl, stjórnmálaafl sem er laust við þessa spillingu og gamla flokkspólitík. (Það er sagt að ekki sé hægt að kenna gömlum hund að sitja) Stjórnmálaafl sem hefur þor og getu til að taka ákvarðanir þjóðinni til heilla, nýtt blóð sem sér hlutina í nýju ljósi án litar (rautt, grænt, blátt).

Kær kv.

Unnur Arna Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 09:14

21 Smámynd: Baldvin Jónsson

Unnur Arna, það afl er í mótun fyrir opnum tjöldum og allir velkomnir. Algert gagnsæi er eina leiðin frá spillingu.  http://lydveldisbyltingin.is

Baldvin Jónsson, 21.1.2009 kl. 10:44

22 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég sé nú ...eftir Kastljós að Geir starfar í umboði Alþjóðagjaldeyrirsjóðins!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.1.2009 kl. 20:49

23 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Brilljant, ég kíki á þessa síðu

Unnur Arna Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband