Mótmælafundur? Nei - á morgun ætla ég að mæta á samstöðufund!!

Hvað með þig?

Ég mæti ekki á Austurvöll bara til þess að láta í ljós óánægju mína, ég mæti til þess að sýna samstöðu með þjóðinni og upplifa samhyggðina sem þar er.

Mótmæli hafa á sér oft afar neikvæðan blæ, en þeirra er þörf engu að síður. En ef þú ert andstæðingur mótmæla funda, mættu þá endilega með mér á Samstöðu fund á morgun.

Og hver veit, það er aldrei að vita nema komi þar eitthvað alveg nýtt fram....


mbl.is Mótmælin halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jamm þess vegna hef ég mætt á amk 10 fundi.. vegna samstöðu en einnig til mótmæla.

Óskar Þorkelsson, 16.1.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér hefur skilist það og hef verið bent á að vera í viðbragðsstöðu. Það verður spennandi að sjá hvað það verður...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.1.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Samstaða okkar sem mætum alla laugardaga á þessa samstöðufundi veldur miklum titringi hjá stjórnarliðinu.  Það er engin spurning. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.1.2009 kl. 00:21

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Mér sýnist allt benda til að Ástþór ætli að eyðileggja þessa samstöðu eins og annað sem hann kemur nálægt.

Þór Jóhannesson, 17.1.2009 kl. 04:30

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ef Ástþór sýnir sig á morgunn með eitthvað húllumhæ má búast við látum.. en ég efast um að hann nái að safna nema örfáum vitleysingum með sér í lið

Óskar Þorkelsson, 17.1.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband