Af hverju er kvótinn enn í forræði Útvegskónga??
16.1.2009 | 12:57
Stærstur hluti kvótans er nú í raun í eigu bankanna þar sem að hann hafði verið tví og þrí veðsettur. Þetta er besta tækifæri sem að þjóðin hefur fengið gagnvart kvótakerfinu frá því að það var sett á, til þess að snúa af leið og endurheimta kvótann til þjóðarinnar aftur.
Núna er tækifærið. Það eru allar hafnir fullar af smærri bátum sem aðhafast lítið vegna kvótaleysis og verðsins á leigukvótanum. Á tímum vaxandi atvinnuleysis eigum við að sjálfsögðu að horfa til þess að fjölga störfum og dreifa auðlindum á fleiri hendur.
Það eru góðar fréttir, virkilega góðar, að hægt sé að auka við veiðiheimildir. Það hefur líklega aldrei haft eins mikið að segja og akkúrat núna. En leyfum þjóðinni að sækja þetta saman.
Viðbótin skilar 10 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
338 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 358739
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
hvað ertu að bulla maður?
þjóðinn hefur aldrei átt kvótann. þjóðin er ekki lögaðili. það næsta sem kemst því væri að stofna ríkisútgerðir.
lög um þjóðar eign voru sett 5 árum eftir að lög um kvótan voru sett. þetta eru eftir á lög til þess að afla stjórnmálamönnum þess tíma vinsælda í kosningum.
ef það er ekki kvótakerfi, hvað þá? dagakerfi? þá verður offjárfesting í veiðigetu. yrði það til hins betra? að menn fjárfestu eins og brjálaðir í að auka veiðigetu og létu skipin vera úti á veiðum í öllum veðrum til þess að nýta dagana?
þú talar eins og að hér á árum áður gátu allir sótt sjóinn. það var ekki hægt. ef þú vildir sækja sjóinn varðstu að kaupa þér bát og taka lán fyrir því. alveg eins og núna. kvótakerfið hefur breytt sjávarútveginum úr ríkisstyrktri grein yfir í samkeppnishæfan rekstur. þú þarft að kaupa þig þarna inn eins og allstaðar annarstaðar í öllum rekstri. afhverju á sjávarútvegur að vera öðruvísi.
en vertu nú samkvæmur sjálfum þér Baldvin. nú verðuru að leggja til að allar jarðir á íslandi komist í sameign þjóðarinnar. því hver er munurinn þarna á?
en ef þú vilt að sjávarútvegur verði einhver atvinnubótavinna þar sem laun eru lág og stjórnmálamenn skammta til sinna byggðarlaga, nú þá skil ég þína afstöðu.
Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 13:04
Ég vil einfaldlega endurskipuleggja þetta kerfi Fannar. Kaldhæðnislega er það nú svo að stór hluti jarða eru í ríkiseign eða svo styrktar af ríkinu að það kemur út á það sama eða verra.
En kerfið þarfnast endurskipulags. Hvernig sem orðhengilshátturinn verður að þá er ljóst fyrir mér að nýliðun í greininni er nánast útilokuð. Eina leiðin er að leigja kvóta af einhverjum öðrum, sem fær þá greitt fyrir að veiða EKKI sinn kvóta. Fáránlegt.
Ég vil stýringu, en finndist til dæmis sniðugt að úthlutun væri árlega hæstbjóðanda. Að Jón Jónsson geti boðið það sem að hann vill í að veiða svo og svo mikið af kvóta.
Baldvin Jónsson, 16.1.2009 kl. 13:20
Menn hafa selt sig út úr kerfinu. þegar kvóta var komið á hjá tryllum og smábátum, þá seldi fjöldin allur sig út úr kerfinu. afhverju? nú þeir sáu að þeir gátu sest í helgan stein með smá eign og án skulda. áður sáu þeir margir hverjir fram á að vinna fram til níræðs án hvílda.
kvótakerfið gefur viðkomandi tækifæri að kaupa sig inn og selja sig út úr því.
reyndar væri staðan allt önnur í dag ef ekki væri þetta stöðuga karp í gangi um kerfið. því flestir sem selja sig úr kerfinu selja sig út úr því rétt fyrir kosningar. því þeir treysta ekki stjórnmálamönnum sem eru lýðskrumarar upp til hópa. oft á tíðum eru þetta einyrkjar með litlar útgerðir sem vilja ekki taka áhættuna og leggja framtíð fjölskyldu sinnar í hættu því þeir eru með lán á bakinu sem hverfur ekkert þó að kvótinn verði tekinn af þeim.
stjórnmálamenn og lýðskrumarar eru það versta sem komið hefur fyrir landsbyggðina. og ef þú eða einhver annar minnist á byggðarlög sem eru að leggjast af, nú þá er svar við því. afskipti stjórnmálamanna fyrir daga kvótakerfisins. þegar stjórnmálamenn úthlutuðu heimabyggðum sínum og fyrirtækjum þar togurum. þær byggðir sem eru hvað sterkastar í dag voru ekki með togara og þar voru stjórnmálamenn ekki með fingurna í öllum málum.
ef þessi grein fær að vera í friði fyrir lýðskrumi mun hún dafna og nýliðin mun aukast. bendi á að tæp 90% kvótans í dag er ekki í höndum þeirra sem fengu hann á sínum tíma.
Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 13:26
Baldvin. ef það er meiri eftirspurn en framboð. hvað gerist?
ef þú vilt fara í útgerð þá verðuru að kaupa varanlegar heimildir. annað virkar ekki og hefur ekki virkað. menn reyna samt að telja sér trú um að það geti virkað.
ef verð á leiguhúsnæði á Laugarvegi er hærra heldur an getur nokkurntíman borgað sig fyrir verslun, á þá að endurúthluta öllum lóðum? þú ert að leggja það til.
Árlega til hæst bjóðenda? þú ert semsagt ekki með þetta á hreinu á skilur ekki hvernig viðskipti virka?
hvernig ætlaru að byggja upp viðskipta sambönd við útlönd? að ný og ný fyrirtæki fari árlega og stöðugt í eyða fé í að vinna upp aftur bestu markaðina?
kaupendur vilja stöðugleika. kvótakerfið veitir stöðugleika. ef leigukerfið er eitthvað að virka ílla ætti að leggja það niður. þá eru menn ekki að halda til veiða á leigukvóta einum saman vitandi vits að veiðar þeirra muni aldrei borga sig nema að þeir stundi brottkast.
Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 13:31
ofan á það myndi árleg leiga frá ríkinu skapa grunndvöll fyrir hámarks nýtingu. þ.e.a.s. að menn myndu henda öllu nema því verðmætasta til hármarka hagnað sinn það ár sem þeir hefðu kvótann. semsagt þínn tillaga er leið að breyta kerfinu á þann hátt að menn horfi einungis á skammtíma gróða en ekki hvernig hægt sé að hámarka hagnað til næstu áratuga.
Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 13:35
Fannar, þú ert einfaldlega augljóslega því marki brenndur að vera of innvolveraður í núverandi kerfi til þess að skoða aðra möguleika.
Langvarandi viðskipti byggja á velgengni - velgengni í viðskiptum býður upp á að bjóða hærra í árlega úthlutun. Það að aðeins sé úthlutað til árs í senn kemur alfarið í veg fyrir að menn geti hagnast af því að fá kvóta og selja áfram. Að minnsta kosti á þeim verðum sem verið hafa. Þetta er leið til þess að fá aftur kvóta í fjölmargar byggðir sem nú vona helst að ferðaþjónustan bjargi þeim, sem ég tel borna von næstu 10 árin að minnsta kosti. 75% af ferðaþjónustu, framboði og eftirspurn, er á suðvestur horninu og því afar misskipt. Jafnari dreifing kvóta er fyrir mér einfaldlega gríðarlegt réttlætis mál.
Ég er ekki að segja að það sé eina rétta svarið, en núverandi kerfi finnst mér úr sér gengið og í mörgu upphafið að núverandi fjármála bulli og spillingu.
Baldvin Jónsson, 16.1.2009 kl. 13:45
Baldvin, það fyrirkomulag sem þú sérð fyrir þér myndi þíða það að allar
útgerðir yrðu leiguliðar. þar með yrði hvati hjá öllum útgerðum til að koma
aðeins með verðmætasta fiskinn að landi. Allir myndu gera út á stórfiskinn
og hvatinn til brottkasts myndi stóraukast.
Svo máttu ekki gleyma því að ef kvótinn yrði tekinn af þeim sem hafa hann í
dag þá myndu öll þau útgerðarfyrirtæki fara umsvifalaust á hausinn. Yfir
80% af kvóta þessara fyrirtækja hefur verið keyptur dýru verði fyrir
lánsfé. Þessi lán öll myndu falla á nýju bankana, ætli við séum ekki að
tala þar um 1000- 1500 milljarða. Bankarnir eru í ríkiseigu og því myndi
þetta lenda beint á skattgreiðendum. Svona hugmyndir eru því ekki mjög
ábyrgar.
Þeir sem fengu kvótann upphaflega voru ekkert sérstaklega ánægðir með þá
"gjöf" á sínum tíma. það sem þeir fengu var einungis heimild til að veða
minna en þeir höfðu veitt áður. Þeir fengu skerðingu. Það gerist svo löngu
síðar að þessi takmarkaða heimild varð að verðmætri söluvöru. Ástæðan fyrir
þeirri þróun er fyrst og fremst heimildin til veðsetningar á kvótanum og
svo það að bankarnir lánuðu umhugsunarlaust til kvótakaupa án þess að
spyrja hvort fiskveiðar gætu einhvertímann staðið undir fjárfestingunni.
Sökin á allt of háu kvótaverði, sem hamlar nýliðun, liggur því í
útlánastefnu gömlu bankanna. Nú eru breyttir tímar og kvótaverð mun trúlega
leita jafnvægis.
Aðalsteinn Bjarnason (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:46
Já og Fannar, langvarandi viðskiptasambönd eru verulega ofmetin.
Kaupandinn vill vöruna á sem hagstæðustu verði. Það verður því alltaf sá sem getur boðið besta verðið í hlutfalli við gæði vörunnar sem hefur kaupandann.
Baldvin Jónsson, 16.1.2009 kl. 13:46
og viljum við ekki seljana á sem hæsta verðinu. viljum við ekki fá sem mest?
þín hugmynd Baldvin er illa ígrunnduð og er dæmigerð um popúlisma. og já ég er frá einum mesta útgerðarplássi landsins. þar var nú ekki mikið um kvóta þegar kvótakerfið var sett á. en þar keyptu menn til sín heimildir. þeir treystu á sjálfan sig en ekki stjórnmálamenn til að hlaupa undir bagga með þeim.
og tek undir með Aðalsteini hérna að ofan. ef kvótinn yrði afnuminn í dag myndu allar útgerðir á landinu fara á hausinn. hreint og beint. eignin sem er fólgin í kvótanum myndi verða að engu. bankarnir færu beina leið á hausinn.
skoðaðu ástandið í Zimbabwe. þar reyndu menn að þjóðnýta "þjóðarauðlindina" og skoðaðu hversu vel það heppnaðist. og taktu eftir. Mugabe var gríðarlega vinnsæll þegar hann byrjaði á þessu.
afnám kvóta yrði dæmt við mannréttindar dómstól evrópu sem eignarnám. líklega líka í hæstarétti á Íslandi. ef ríkið myndi neita að greiðabætur eða taka á sig skuldirnar þá myndu allir túlka það að eignaréttur væri ekki til staðar hér á landi og þar með myndi engin nokkur lifandi fjárfestir detta það til hugar að koma hingað til lands.
það treystir engin þeim sem virðist ekki eignarrétt.
þín leið Baldvinn er leið sem myndi drepa íslenskan sjávarútveg og alla markaði þyrfti að vinna upp á nýtt. og ef þú ofmetur langvarandi og traust viðskipta sambönd þá ert ekki að skilja viðskipti nema þá að þú horfir á gróða og hagnað með svipuðum augum og gömlu bankamennirnir. að skyndigróði á kostnað framtíðargróða væri bestur.
Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 14:43
Baldvinn. veistu hvernig kvótanum er dreift yfir landið? farðu á hagstofuna. kynntu þér það þar.
Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 14:45
Ég er á því að það eigi að loka alveg fyrir leigu a kvóta innan árs nema í hagræðingarskini milli útgerða sem eiga varanlegan kvóta fyrir. Útgerðir sem gera eingöngu út á leigukvóta ganga mjög illa um auðlindina.
Stóru útgerðarfyrirtækin sem eiga varanlegar heimildir stunda ekki brottkast. Þau vita að góð umgengni um auðlindina er þeim fyrir bestu til framtíðar litið.
Leiguliðar sem hafa veiðileyfi einungis í eitt á hugsa ekki á þennan hátt. Margir þeirra hugsa sem svo að það sé best að svindla sem mest og ganga illa um auðlindina til þess að grafa undan fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir hata kvótaeigendur þó margir þeirra séu samt sjálfir fyrrverandi kvótaeigendur sem hafa selt sínar heimildir.
Aðalsteinn Bjarnason (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:49
já. með því að loka á leigukerfið endarlíka það sem margir hafi meinbug á, að menn leigi kvóta og veiði sjálfir ekki neitt. er það ekki lang einfaldasta lausnin og myndiru ekki vera sammála því Baldvin? Það kæmi best út fyrir umhverfið, hagnýtingu og framtíðina að banna einfaldlega alla leigu á kvóta.
Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 14:58
Og ef þetta er svona dásamlega sniðugt, að ríkið leysi til sín allar aflaheimildir og leigi þær svo til hæstbjóðenda. Af hverju er þetta þá ekki gert einhversstaðar í heiminum? Þetta hvarflar ekki að nokkurri þjóð. Víða um heim eru útgerðarfyrirtæki ríkisstyrkt þó þau þurfi ekkert að greiða fyrir aflaheimildir. Þegar olían hækkaði á síðasta ári þá lá við óeirðum víða í Evrópusambandinu þar sem útgerðarmenn kröfðust aukinna ríkisstyrkja út af háu olíuverði. Ekki þurfa útgerðir þar að leigja kvótann af ríkinu.
En aðal meinsemdin á svona fyrirkomulagi er sú að þá myndu útgerðir alveg hætta að ganga vel um auðlindina. Það myndi hver hugsa um sig og sína stundarhagsmuni. Sækja alltaf í verðmætasta fiskinn og margir myndu freistast til að henda öllu öðru, alveg eins og margir leiguliðar gera í dag.
Aðalsteinn Bjarnason, 16.1.2009 kl. 16:25
Mér líst reyndar ágætlega líka á þessa hugmynd með að banna framleigu, það myndi strax hafa mikil áhrif. Eins að setja kröfu um að nýta allan kvóta eða skila annars. Mér er sagt að í mörgum tilfellum séu menn ekki að sækja allan þann kvóta sem þeim hefur verið úthlutað.
Ég hins vegar er frjáls frá því að vera svo rígbundinn og fastur í kerfinu að ég geti ekki velt upp hugmyndum og skoðað frá fleiri hliðum. Mér finnst það hreinlega gaman og aldrei að vita hvað kemur mögulega út úr svoleiðis umræðu.
Þér til upplýsinga Fannar að þá ertu að misskilja hugmyndina um Popularisma. Popularismi er það kalla þegar að flokkar eða fólk breytir skoðunum sínum, jafnvel verulega, til þess að stemma við það sem virðist vera vinsælast hjá almenningi þá stundina. Ég hef ekki verið stuðningsmaður kvótakerfisins sérstakur hingað til og er því hér ekki um neina afstöðu breytingu að ræða frá mínum bæjardyrum séð.
Að mínu viti er hættulegasti Popularisminn í samfélaginu í dag öll þessi ESB umræða og framsetningin á því hvernig ESB eigi að bjarga hér öllu. Það er mjög villandi umræða og ekki til þess fallin að leita lausna.
Baldvin Jónsson, 16.1.2009 kl. 18:41
en ef þú vilt "þjóðareign" á einni auðlind þá verðuru að vera samkvæmur sjálfum þér og krefjast þjóðareignar á öllum auðlindum, stórum og smáum í þessu landi. með þessu þyrftu t.d. bændur að leigja jarðir sínar upp á nýtt á hverju ári. myndu þeir leggja á sig vinnu við að bera á tún sem þeir kannski fengju ekki að nýta að ári?
spáðu aðeins í þessu.
Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 18:46
Af hverju segið þið að útgerðirnar myndu fara á hausinn ef veiðréttindin yrðu seld af ríkinu? Útgerðirnar eru á hausnum. Þær geta ekki staði undir þeim lánum sem búið er að setja á þær vegna þeirra fjármuna búið er að taka út úr fyrirtækjunum vegna þess að allt í einu var hægt að veðsetja í þeirra þágu það sem þeir höfðu að láni frá okkur.
Landfari, 16.1.2009 kl. 19:40
Landfari. ef útgerðirnar geta borgað af lánunum er þá ekki allt í góðu? eða viltu að allir þeir sem ekki eiga eignir sem eru jafn háar skuldum verði settir í þrot? þú kannski gerir þér ekki grein fyrir því að þá færu hálf þjóðin, lesist, helmingur allra íbúðar eiganda og þar með fjölskyldna á hausinn. því hver á eignir sem eru jafnar að verðmætum eða hærri heldur en heildar skuldir?
Þær útgerðir sem eru skuldsettastar fara þá á hausinn. og veistu hvað gerist? einhver kaupir þær? það gæti jafnvel verið nýir aðilar sem kæmust þá að.
ég vil spyrja. afhverju er ekki hægt að leyfa sjávarútvegi að starfa undir sömu reglum og fyrirkomulagi og ALLUR ANNAR ATVINNUVEGUR Í LANDINU?
Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 20:11
Baldvin, það er að sjálfsögðu eðlilegt að velta upp hugmyndum og krítisera núverandi fyrirkomulag. Það hins vegar virðist eins og bloggheimur fari allur á flug við hverja frétt sem kemur um sjávarútveginn. Hér eru öll sjávarútvegsfyrirtæki stimpluð "kvótakóngar" eða "greifar" og svo á að taka lífsviðurværið af öllum bótalaust.
Segjum sem svo að ég fari í útgerð. Ég kaupi mér bát og kvóta, sekk mér í skuldir og byrja að vinna baki brotnu til að standa undir mínum skuldbindingum og vinn við það sem ég hef áhuga á. Hvað hef ég þá til þess unnið að vera úthrópaður kvótagreifi eða eitthvað þaðan af verra? Af hverju vilja allir að ríkið hrifsi til sín það sem ég keypti?
Aðalsteinn Bjarnason, 16.1.2009 kl. 20:40
Hugmyndin um að banna leigu á kvóta er ekki ný. Það voru hugmyndir uppi fyrir nokkrum árum að breyta þessum reglum á þann hátt að bátar máttu ekki leigja til sín nema sem svaraði þriðjungi af úthlutuðum heimildum. Sem sagt, ef bátur átti 100 tonna kvóta þá mátti hann bæta við sig 33 tonnum en ef bátur átti engan kvóta þá gat hann ekki leigt neitt til sín. Hugmyndin með þessu var að reyna að draga úr brottkasti sem er einkum stundað af kvótalausum bátum. Þetta var góð hugmynd en einhverra hluta vegna þá náði hún ekki fram að ganga og það voru einkum þeir sem gagnrýnt hafa frjálsa framsalið, þ.e. kvótalausu útgerðirnar, sem lögðust gegn þessu.
Aðalsteinn Bjarnason, 16.1.2009 kl. 21:28
hérna...
afsakaðu...
en hvað er gott við þá hugmynd að banna mönnum sem að einfaldlega hafa ekki peningana ( eða einfalsdlega vildu ekki veðsetja sig) til þess að kaupa varanlega kvóta, að leigja sérkvóta og fara þar að leiðandi að veiða..
það hefði verið helvíti flott hefði þetta náð fram að ganga..
nú veit ég t.d. um svona fljótt í huga mínum allavega 5 báta sem að ekki hefðu þá róið neitt síðasta árið, og þar að leiðandi ca 30 manns bæst við á atvinnuleysisskrá..
og já, það eru bara þeir 5 bátar sem að mér datt til hugar núna á meðan ég skrifaði þessa færslu (2 af þessum bátum eru nota bene smábátar)
Árni Sigurður Pétursson, 17.1.2009 kl. 08:08
Árni, þeir sem hafa ekki efni á að stunda útgerð með öðrum hætti en að leigja til sín aflaheimildir, hirða svo aðeins verðmætasta fiskinn og henda öllu öðru, þeir eiga að stunda einhverja aðra vinnu. Þíðir ekkert að kenna kvótakerfinu um slíka háttsemi.
Ef mig langar að verða bóndi, þá heimta ég bara ekki að fá jörð og bústofn upp í hendurnar. Það þurfa allir að hafa fyrir því að eignast hluti. Það er í sjávarútvegi sem annars staðar.
Það er þetta frjálsa framsal sem hefur verið mest gagnrýnt við kvótakerfið. Ef það er svona slæmt, af hverju þá ekki að afnema það? Það eru ekki kvótaeigendur sem eru að reyna að halda í þetta fyrirkomulag eins og það er í dag.
Aðalsteinn Bjarnason, 17.1.2009 kl. 08:31
Svo er það nú ansi skrítin fullyrðing að segja að af því að það séu svo og svo margir bátar sem hafa ekki róið s.l. ár vegna kvótaleysis að þá séu þar af leiðandi svo og svo margir á atvinnuleysisskrá. Það er bara ákveðið magn af fiski sem má veiða. Að veiða fiskinn á þessum bátum frekar en einhverjum öðrum skapar ekki aukna atvinnu. Ef þú tekur kvóta af einu skipi til að færa yfir á annað þá missa jafnmargir störf eins og þeir sem fá störf.
Það eru margir bátar um allt land sem eru ekki nýttir, búið að selja af þeim kvótann eða sameina á aðra báta. þar með er ekki hægt að segja að kvótanum hafi verið ranglega skipt heldur sínir þetta frekar að báta- og skipaflotinn er óþarflega stór miðað við aflaheimildir.
Aðalsteinn Bjarnason, 17.1.2009 kl. 08:45
það er náttúrulega eitt ráð til.
við getum fjölgað sjómönnum um helming ef við skerum laun hvers og eins niður um helming. en er það gott ráð?
Fannar frá Rifi, 17.1.2009 kl. 10:19
Fannar, hvers vegna vill formaður LÍÚ að skuldir útgerðarinnar í bönkunum verði afskrifaðar. Held að það sé af því að þeir geti ekki borgað af þeim.
Það sem þjóðin vill er einmitt að útgerðin þurfi eins og allur annar atvinnuvegur að greiða fyrir hráefnið. Ekki bara sumir útgerðarmenn.
Landfari, 17.1.2009 kl. 15:54
Landfari. Það er enginn að tala um að skuldir útgerðarinnar verði afskrifaðar. ef þú heldur að samningar um kaup og sölu séu skuldir þá ertu eitthvað verulega ruglaður. auðvitað vilja útgerðarmenn að samningum um kaup og sölu á gjaldeyri verði riftur við gömlu bankana sem geta ekki lengur þjónustað þá og allt lýtur út fyrir að hafi beinlýsin neitt þá til að gera langtíma samninga með krónunni á meðan þeir felldu gengið og hirtu mismuninn.
Landfari. 80-90% útgerðarinnar hefur greitt fyrir sinn kvóta og þar ofan á greiða útgerðir sér skatt sem engin annar atvinnuvegur á landinu þarf að greiða.
Fannar frá Rifi, 17.1.2009 kl. 17:17
Þessi kaup útgerðarinnar á kvóta eru að stórum luta eins og viðsskiptinn með Sterling flugfélagið. Kvótakall A selur kvótakalli B stórann part af sínum kvóta en kaupir svo aftur kvóta af kvótkalli C sem aftur hafði keypt hann af B. Þannig eru allir komnir méð verðmaæta bókfærða "eign" í bókhaldið sem þeir geta fengið lán útá í bönkunum. Þannig er buið að "selja" og "kaupa" stærsta hluta kvótans á íslandi en eigandinn, þjóðin ekki fengið krónu í sinn hlut.
Peningurinn sem fékst lánaður hjá bönkunum er hinsvegar ekkert í útgerðinni lengur. Hann er kominn i fasteigna og hlutabréfabrask, hérlendis og erlendis.
Heldurðu að fiskverkunin og utgerðin á Eskifirði engi ekki beur núna ef ekki hefð þurft að vera að borga af dýrum lánum sem tekin voru til að greiða kvótann sem bræðurnir "áttu"?
Landfari, 18.1.2009 kl. 01:27
þannig að þú ætlar semsagt að setja allar útgerðir undir sama hatt? er þá ekki alveg hægt að segja það sama um íbúa höfuðborgarsvæðisins því að einhverjir veðsettu húsin sín til að kaupa verðbréf og annað slíkt?
menn deildu á Eskifirði um rekstur á félagi og einn aðili keypti hina út. ef þetta væri sjoppa á Laugarveginum myndur aldrei minnast á þetta og ekki kippa þér upp við þetta og telja að allt væri eðlilegt. en útaf því að þetta er sjávarútvegsfyrirtæki þá gilda ekki sömu grunnreglur og í öðrum atvinnugreinum.
og komdu með sönnur á þessum að Sterling kvótahopp hafi verið stundaðar hjá öllum útgerðum landsins víst þú stimplar þær allar á sama hátt.
Fannar frá Rifi, 18.1.2009 kl. 01:47
Þó mér tækist að raða inn í textann heilum helling af innsláttarvillum má meðgóðum vilja lesa ut úr honum að ég vildi segja að stórum hluta. Ég er lítið fyrir að alhæfa en Fannar orðar þetta eins og þeir séu allir samsekir í þessu en bara ekki hægt að sanna það. Það eru stærri orð en ég tek mér í munn.
Málið er að verðið á kvótanum er óeðlilega hátt því særsti hluti hans er frír.
Ef allar útgerir landsins þyrftu að greiða gangverð á kvóta fyrir allan kvóta sinn gætu þær aldrei gert út. En þegar þú þarf aðeins að greiða lítinn hluta hans geturðu í haræðingarskyni bætt við þig í þessar og þesari tegund til að auka nýtinguna á mannskap og tækjum. Þess vegna er nýliðunin í greininni útilokuð því nýr aðili þarf að kaupa allan kvótann sinn.
Við erum að horfa hér á svipaða hluti og voru þegar innflutningshöftin voru að þeir sem fengu leifi til að flyja inn bíl gáut selt þann gamla fyri meira en nýr kostaði. Þegar þú kaupir sjoppu á Laugaveginum þarftu að borga fyrir staðsetninguna en þú borgar fyrri eiganda ekkert fyrir að meiga selja þá voru sem þú vilt selja eða verslunarleyfið eða fyrir. Nýr aðili í útgerð þarf hinsvegar að borga einhverjum öðrum útgerðarmanni fyrir að meiga fiska. Það er óeðlilegt.
Landfari, 18.1.2009 kl. 02:08
"Málið er að verðið á kvótanum er óeðlilega hátt því særsti hluti hans er frír."
hvað skiluru ekki með að 80 til 90% prósent hefur verið seldur og hvernig færðu þá út að 10% sé stærsti hlutinn?
Undanfarin ár hefur verið mismunandi verð fyrir kvótann. Alveg eins og undanfarin ár hefur verið mismunandi verð fyrir íbúðir. Sá sem keypti íbúð 1999 og sá sem keypti íbúð 2006 greiddu ekki sama verðið þó að sömu íbúð væri að ræða.
menn hafa verið að kaupa einhver örfá tonn á háu verði því menn hafa viljað bæta við sig og lítið verið til skiptana. verð á kvóta hefur ævinlega hækkað þegar aðgengi að lánsfé hefur aukist og heildar aflamark dregist saman, þ.e.a.s. að minna sé til skiptana.
Afhverju er það óeðlilegt að borga fyrir að meiga fiska? þetta er takmörkuð auðlind. með sömu rökum ætti ekki að rukka námufyrirtæki eða t.d. olíuvinnslufyrirtæki ef hér finnst olía. þetta er takmörkuð auðlind og það þarf stjórn á veiðum úr henni. ekki nema að við gefum bara aftur frjálsar veiðar með allri þeirri sóunn, ofveiði og offjárfestingu sem henni fylgir.
Fannar frá Rifi, 18.1.2009 kl. 07:12
Þú ert nú kominn i hring með þetta Fannar minn. Það er einmitt ekkert óeðlilegt við það að það þurfir að borga fyrir að meiga nýta auðlindina. Það er það eina rétta en að því tilskyldu að réttum eiganda sé greitt en ekkki þeim sem fékk lánað leifið síðast.
Stærsti hlutinn af þessum 80-90% sem hafa verið keypt eru keypt af aðilum sem hafa selt kóta á móti. Það er hringurinn sem ég var að lýsa í fyrri færslu og líkti við Sterling hringinn. Ef Aðili A fær úthlutað 100 tonnum og selur síðan 90 frá sér en kaupir aftur 100 hefur hann nettó keypt 10 tonn af þeim 110 sem hann "á" Þess vegna segi ég að stærstur hluti kvóta hanns sé frír, jafnvel þó hann hafi á pappírunum keyt 100 tonn af þeim 110 sem hann "á". Hitt var gert af hagkvæmisástæðum sem í mörgum tilfellum felast í að bókfæra "eign" í bókhaldi til að geta sýnt betri veð hjá lánastofnunum.
Ég skil ekki af hverju þú ert að berja hausnum enn við steininn. Það skilja þetta allir sem vilja skilja og útgerðarmenn líka þó þeir vilji ekki viðurkenna það opinberlsega.
Ef ég fæ lánaðan bíl hjá ríkisfyrirtæki vegna sérstakra aðstæðna sem við skulum láta liggja á milli hluta hvort er almennt leifilegt eða ekki. Ég fékk bílinn lánaðann vegna þess að ég hafði þörf fyrir hann og gat með afnotum af honum skapað vinnu fyrir aðra.
Síðan breytturs aðstæður hjá mér og ég hafði ekki þörf fyrir bílinn lengur. Bíllinn stóð ónotaður í hlaðinu hjá mér engum til gagns. Þetta var náttúrulega sóun á verðmætum svo ég leigði bara bílinn manni sem vantaði bíl. Af þessu hef ég haft góðar tekjur og þér finnst það náttúrulega ósanngjarnt af þjóðinni, raunverulegum eiganda bílsins, að hún gerir núna kröfu til að ég skili bílnum.
Landfari, 18.1.2009 kl. 18:31
ok eitt ráð til þín. farðu og flettu upp á því hverjir voru í útgerð árið 1984 og hverjir eru í útgerð árið 2008.
80-90% breytingin er talinn í tonnum sem hver og einn hefur á árunum sem miðað er við. ef ég átti 100 tonn árið 1984 og þú 100 tonn. ég sel þér síðan öll tonnin mín. þá hefur 50% skipt um hendur. ekki að ég sel þér og þú selur mér. sorry þú hefur bara rangt fyrir þér og þú ættir að kynna þér þetta betur áður en þú blammerar einhverju sem þú heyrir í heitu pottunum.
Fannar frá Rifi, 18.1.2009 kl. 19:47
Jæja Fannar minn. Ef þér líður betur með það þá bara endilega trúðu því áfram.
En ég held samt að það væri réttara og heiðarlegara af mér að sila bílnum.
Landfari, 18.1.2009 kl. 19:59
það er bara þannig. gamlir hafa farið og selt sig út úr sjávarútvegi. aðrir hafa keypt hlut þeirra eða nýir komið inn.
eignarhaldið er búið að breytast og þó að þú getir fundið eitt eða tvö dæmi um smiriline kvótasölur þá geturu líka fundið slíkt hjá kaupmönnum í Laugarvegi eða í hverri annari grein ef nóga grant er skoðað.
meginlínan er sú að útgerðarmenn eru bara að vinna vinnuna sína eins og allir aðrir atvinnurekendur. veðsettar eignir þeirra eru á engan hátt meiri en veðsettning allra landsmanna eða annara fyrirtækja eða atvinnugreina.
og ég er búinn að skoða tölurnar yfir þetta. hverjir voru í útgerð 1988 og hverjir voru ennþá í útgerð 1998. á þessu 10 árum höfðu 80% aflaheimilda skipt um hendur. ef fyrirtæki var en í eigu sömufjölskyldunar taldist það sem sami aðili. þannig að þú ert bara í einhverjum samsæriskenningarleik sem engin grunndvöllur er fyrir í raunveruleikanum.
Fannar frá Rifi, 18.1.2009 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.