Munurinn á húsnæðislánum og bílalánum í erlendri mynt
14.1.2009 | 08:17
Munurinn er mestur sá að fólk þarf almennt ekki nauðsynlega að skipta jafn títt um húsnæði eins og bíl og húsnæðið með tímanum mun ná aftur láninu að verðmæti.
Það sem er hrofið í bílalánin er hins vegar í raun bara horfið. Ég til dæmis er með atvinnutæku sem er á erlendu láni. Upphaflegt lán var um 3,7 milljónir og tækið var á um 4,6 milljónir. Þegar best lét var ég búin að greiða lánið niður í um 3 milljónir.
Núna hins vegar er tækið metið á um 3 milljónir og að auki nánast engar líkur á að það seljist þar sem markaðurinn er frosinn. Lánið síðast þegar að ég kíkti var komið í um 7 milljónir. Þetta eru sveiflur sem svona lítill rekstur eins og við hjúin erum með ræður bara afskaplega erfiðlega við. Að auki er nú svo komið að ef ég endurnýja ekki tækið, sem er stór jeppi til fólksflutninga í ferðaþjónustu, þá er hann orðinn of gamall til þess að eiga góða möguleika á því að komast að í vinnu. Þetta er staða sem fjölmargir aðilar eru í í dag.
Ég er ekki að segja frá þessu hérna til þess að vorkenna mér eitthvað. Mig langaði bara að skýra hvernig staðan getur verið hjá mörgum. Ég, eins og svo margir, er búin að tapa rúmlega innkomunni af tækinu á jafn löngum tíma og ég hef rekið það og mun nú væntanlega ekki losna við það og hef á sama tíma ekki möguleika á því að hafa á það tekjur.
Þetta er að sjálfsögðu staða sem þarf að finna á raunverulega lausn fyrir sérstaklega rekstraraðila. Öll getum við jú búið áfram í húsunum okkar, og verðmætin ekki endilega töpuð alveg þar. Í báðum tilfellum snýst þetta að sjálfsögðu að hluta til um að geta greitt af þessu mánaðarlega, en í öðru tilfellinu eru verðmætin örugglega farin nú þegar. Í hinu tilfellinu, með húsnæðislánin, er nánast öruggt að stæstur hluti lántakanda mun ekki geta greitt af þeim nema hluta af mánaðarlegum afborgunum.
En hver gæti lausnin verið?
Varðandi bílalánin þá er ljóst að allir aðilar samnings eru að tapa eins og staðan er núna. Líklegast er að fjármögnunarfyrirtækin muni bjóða fólki lengdan lánstíma til þess að lækka mánaðarlega greiðslu. Það er hins vegar lítil lausn þar sem að það mun hækka gríðarlega endanlega greiðslu. Vaxtavextirnir hafa svo gríðarleg áhrif og með þessari lausn munu fjármögnunarfyrirtækin á endanum hafa ágætis rentu af samningnum. Lausnin verður að koma í einhverri millileið, þar sem að samningar eru til dæmis bæði lengdir og lækkaðir að hluta. Að báðir aðilar þurfi að taka á sig einhvern hluta áhættunnar. Eðlilega gat enginn séð fyrir þessa katastrófíu, þ.e.a.s. ekki við leikmenn og ráðamenn virðast hafa kosið að hunsa algerlega þau varúðarráð sem þeir fengu.
Það er hins vegar ekki sanngjörn lausn að ætla öðrum í samfélaginu að greiða mínar skuldir og því ósanngjarnt að ríkið greiði. Við erum jú ríkið.
Ganga ekki að frystingu vísri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Facebook
Athugasemdir
Á hvaða sterum ertu Baddi við þessi skrif þín ?
... sem eru þó bara ágæt.
Gísli Hjálmar , 14.1.2009 kl. 10:10
Þetta er allt gott og blessað. En hefur þú velt því fyrir þér að kanski eru skuldir þínar ekki allt skuldir þínar? Hvers vegna á fjármögnunarfyrirtækið að hagnast á aðgerðum sem gerðar hafa verið í skjóli nætur til að veikja krónuna og þar með auka skuldabyrði þína á óréttmætan og jafnvel ólöglegan hátt.
MR (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 10:23
Alveg sammála Baddi, ég er hjá SP, við skulum sjá hvað þeir bjóða, áður en við málum skrattann á vegginn.
"Það er bara svo helvíti erfitt að vera ekki svartsýnn"
Börkur Hrólfsson, 14.1.2009 kl. 11:19
Þetta er þvílíkar hestasterar Gísli og eru seldir undir borðið. Biður bara um réttlætiskennd eða vilja til að breyta einhverju og þú færð sterana afhenta samstundis án greiðslu. Þú ert nefnilega búinn að greiða fyrir þá líklega milljón sinnum.
MR, málið snýst einmitt að hluta til um þetta. Að við vorum höfð að leiksoppum og eigum þess vegna það skilið að brugðist verði við með sértækum aðgerðum. Það getur hins vegar vel verið að á endanum verðum við að gera það sjálf. Núverandi valdhöfum treysti ég seint til þess. Það eru liðnir nærri 4 mánuðir og enginn virðist vera neinu nær.
Aðalheiður, hatur er afl sem vont er að búa með lengi og í mínu lífi verður það fyrst og fremst mögulega til ef ég eyði orkunni minni í að hugsa stanslaust um óheppnina eða gjörðir mínar og annarra gegn mér. Það býr þarna hins vegar á bakvið gríðarleg orka sem að þú ættir umsvifalaust að setja í aðgerðir. Það er ótrúlega góð tilfinning finnst mér að leggjast á koddan á kvöldin (eða næturnar) vitandi það að þann daginn gerði ég sem ég gat til þess að leggja nauðsynlegum breytingum lið.
Minni líka alla á vefinn www.heimilin.is og formlega stofnun Hagsmunasamtaka Heimilanna annað kvöld í stofu 101 í HR.
Baldvin Jónsson, 14.1.2009 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.