Hvert er "sögulegt" hlutverk Sjálfstæðisflokksins?

Stefnuyfirlýsing flokksins er fallegt plagg, endurspeglar þó ekki störf þeirra undanfarin ár.

Ætlað hlutverk flokksins væri að vinna fyrir almenning að betri lífsgæðum og Sjálfstæði. Lífsgæðin fóru svo sannarlega "through the roof" hjá einhverjum hópum á tímabili en ég held að auðvelt sé að efast um sjálfstæðis hlutann nú þegar að fjárhagslegt forræði þjóðarinnar er í höndum AGS eftir vinavæðingar partýið undanfarin ár.

"Sögulegt" hlutverk flokksins fyrir mér er einfaldlega að bláa höndin er búin að ráða hér öllu síðan á tímum þeim er Dana konungur hafði enn vito vald á landanum. Er það ekki orðið nógu langt í "sögulegu" samhengi?

Hættum þessari húsbóndaþjónkun, vinnum saman að því að skapa hér breytt landslag í stjórnmálum og lýðræði landsins.


mbl.is „Brygðist sögulegu hlutverki sínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband