Hversu mörg fyrirtæki þurfa að deyja áður en brugðist verður við?

Það er stórundarlegt viðhorf í stjórn sem skipuð er krötum og hægri sinnuðum að skilningurinn sé ekki meiri á því hvað þetta háa vaxtastig er að gera fyrirtækjunum okkar. Það er ekki nóg með að mörg þeirra hafi bæði tapað stórum hluta af reiðufé sínu og hlutabréfum nýlega, það er verið að kyrkja þau endanlega með þessar vaxtastefnu. Vaxtastefnu sem enginn virðist tilbúinn að viðurkenna að sé frá sér komin. Stjórnin bendir á AGS og þeir vísa því frá sér.

Lækkum vextina strax - það eru allra síðustu forvöð á að reyna að bjarga þar einhverju og koma í veg fyrir enn verra ástand, enn meira atvinnuleysi en við horfum fram á nú þegar. Þetta er aðgerð sem hægt er að framkvæma án tafar og myndi strax virka mjög hvetjandi á atvinnulíf í landinu.


mbl.is Fyrirtæki hanga í snöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ekki hafa mig eftir .. en vextir lækka um leið og jón ásgeir selur Baug.. eða að Baugur verði gjaldþrota.. einfalt mál.. og í framhaldinu hættir Davíð af sjálfsdáðum. 

Óskar Þorkelsson, 10.1.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband