Valdið sem býr við mikla misskiptingu launa - oftast dulið en flestir upplifa það

Frásögn af því hvernig starfsfólk Fjármálaeftirlitsins hefur upplifað þessa fundi með "fína" fólinu í bönkunum og misskiptunga skín hér í gegnum fréttina. Þessi gríðarlegi launamunur sem kerfið býr við í dag er þess valdandi að hæfasta (eða metnaðarfyllsta/gráðugasta eftir því hvernig fólk vill meta það) fólkið sækir í stöðurnar hjá þeim sem best borga og ríkið er langt í frá samkeppnishæft.

Þetta veldur því svo í keðjuverkun að ríkisstarfsfólki líður gjarnan eins og það sé ekki fyrsta flokks og hefur sú líðan án nokkurs vafa mikil áhrif á líðan þeirra og afköst í starfi. Hin afleiðing þessarar líðanar er síðan mögulega mikilmennskubrjálæði þegar ríkisstarfsmaðurinn fær einhver völd sem getur einnig verið afar varasamt.

Ég er ekki að segja að starfsfólk FME heyri allt undir þessa lýsingu, en efast þó ekki um að þessi staða hafi haft áhrif á störf þeirra í samskiptum við bankana.

En nú er lag, hvort tveggja ríkisstofnanir í dag, FME og bankarnir, og því ekkert því til fyrirstöðu að setja sömu launastefnu á báða aðila.


mbl.is „Rauðir í framan af reiði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband