Ekki við stakan ráðherra að sakast - vandinn er gríðarstór kerfisvilla

Ég er ekki að mæla þessum aðgerðum heilbrigðisráðherra bót, alls ekki. Viðurkenni fúslega að ég þekki ekki þarna málavexti nægjanlega til að leggja mat á það. Get hins vegar án minnsta hiks bent á ansi marga ráðherra og opinbera starfsmenn sem ættu hiklaust að segja af sér á undan umræddum heilbrigðisráðherra.

Vandinn fyrir mér er því miður mikið mun stærri en þessar tilteknu aðgerðir. Vandinn er fólginn í algeru getuleysi löggjafavaldsins og hálfgerðu alræðisvaldi sem að framkvæmdavaldið virðist orðið búa yfir hér á landi. Það er með sorg í hjarta sem ég geri mér orðið betur og betur grein fyrir því að hér á landi búum við ekki lengur við þrískiptingu valdsins. Það er af og frá. Þessar tilteknu aðgerðir voru til að mynda skipulagðar og ákveðnar, já og meira að segja settar í framkvæmd, allt áður en þær voru ræddar hjá heilbrigðisnefnd Alþingis Íslands. Þeirri nefnd verður einfaldlega skýrt frá aðgerðunum á fundi nefndarinnar á morgun ef satt reynist. Hið versta mál.

Umræðan um gagngerar breytingar á uppbyggingu lýðræðis okkar verður sífellt háværari, og skyggir lítið orðið á hana nema tilraunir ráðamanna til þess að láta Evrópuumræðuna fá athyglina. Evrópusambands umræðan og gjaldeyrismálin eru vissulega mál sem brýnt er að ræða, en ég tel mikilvægara að ræða fyrst og ákveða við hvaða kerfi og lýðræði við viljum búa. Gagnvart heimilunum og fyrirtækjum er skaðinn því miður þegar skeður gagnvart hruni krónunnar og ólíklegt að versni til muna til skamms tíma. Það er sá tími sem að við ættum að nýta til þess að ræða undirstöðurnar og hvert við viljum stefna.

Hugmyndin mín er að ná saman stórum og breiðum hópi fólks til þess að taka þess umræðu, leggja þar fram hugmyndir og ræða þær með gagnrýnum hætti. Tilgangur slíkrar umræðu er að ná breiðri samstöðu um þau málefni sem brýnust eru í samfélaginu í dag og í framhaldinu að koma þeim í framkvæmd. Með þessari leið sé ég fram á að ná frekar nægjanlega sterkri samstöðu og meðbyr með slíkum málum til þess að við getum raunverulega gert eitthvað.

Ég tel að Íslandshreyfingin geti verið afar sterkur vettvangur til þess að starfa með og koma málunum áfram - með breiðum hópi fólks úr ýmsum áttum. Íslandshreyfingin er einmitt hreyfing sem kennir sig hvorki við hægri né vinstri, hreyfing sem er ekki stór og hefur því mikla möguleika til vaxtar og mótunar.

Ef við höfum ekki þegar rætt okkar á milli (eða skrifast á um) þessa hugmynd og þú vilt taka þátt í að koma henni í framkvæmd sendu mér þá endilega hið allra fyrsta línu á baddiblue@gmail.com með upplýsingum og símanúmeri.

Eins auglýsi ég hér með eftir húsnæði sem að stæði slíkum fundarhöldum og málþingi til boða án endurgjalds á höfuðborgarsvæðinu. Ég reikna með að við þyrftum að hafa afnot af húsnæðinu í hámark viku tíma, en væri að sjálfsögðu gott ef það gæti verið lengri tími. Upplýsingar um mögulegt húsnæði ásamt upplýsingum um tengilið óskast á baddiblue@gmail.com


mbl.is Ráðherra segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband