Þetta er bara of hrópandi fáránleiki til þess að vekja ekki frekari athygli á málinu

Tek mér það bessaleyfi hér að endurbirta færslu frá Helgu Völu, þú fyrirgefur mér vonandi ritstuldinn Helga Vala. Finnst þetta bara of stórt mál til þess að bera það ekki áfram. Stórkostlegt dæmi um algert getuleysi löggjafavaldsins nú orðið.

Helga Vala birtir þetta undir fyrirsögninni "Framkvæmdavaldið að störfum"

Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra ætlar að halda blaðamannafund í dag um hvernig niðurskurður verði í heilbrigðiskerfinu. Þar verða allar leiðir kynntar.

Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis hefur boðað nefndarmenn til fundar á föstudag til að kynna fyrir þeim hvernig niðurskurður verði í heilbrigðiskerfinu.

Væri ekki nær að nefndarmenn (sem jafnframt eru kjörnir þingmenn þjóðarinnar) mættu bara á blaðamannafundinn, til að komast að því hvað á að gera varðandi heilbrigðiskerfið? Þá þarf liðið ekki að lesa um það í blöðunum á morgun og heyra um í fréttum kvöldsins, heldur getur jafnvel fengið þetta beint í æð frá framkvæmdavaldinu.

... og þá þarf ekkert að vera að eyða tíma í fundarhald á föstudag. Málið dautt.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband