Sóknarfæri í ensku knattspyrnunni - ætli skuldsett yfirtaka Liverpool á Everton myndi ekki styrkja fjárhagsstöðu félagsins verulega?

Merkilegast fannst mér samt að sjá West Ham mun betur staðsett á þessum lista en Liverpool. Eiginlega ógnvænlegt bara.

En er þetta ekki útrásartækifæri? Kaupum Liverpool og Everton í pakka díl í skuldsettri yfirtöku og leggjum svo niður Everton.  Hljómar það ekki bara vel?


mbl.is Tíu ensk félög tæknilega gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Gleymdir að minnast á að síðan yrði Everton lagt niður

Ómar Ingi, 7.1.2009 kl. 03:01

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nibb, það var einmitt megin punkturinn 

Baldvin Jónsson, 7.1.2009 kl. 08:48

3 identicon

Góð hugmynd. Ég á 5 þúsund kall :)

Pjotr (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 08:57

4 Smámynd: Dunni

Hvað er annars þetta everton???

Dunni, 7.1.2009 kl. 10:27

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef þú ert að vísa í "öfugan samruna" sem var til umfjöllunar um daginn, og Liverpool yfirtekur Everton, þá leiðir það til þess að Liverpool er lagt niður. Everton verður þá eina liðið í Bítlaborginni!

Haraldur Hansson, 7.1.2009 kl. 10:57

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þá er málið bara enn fallegra, hefði ekki verið alveg sáttur við að ráðast að Liverpool með slíkum hætti. En þeir myndu nú fyrirgefa okkur það að kaupa Everton með það í huga að leggja klúbbinn af.

Tækifærið er þá sem sagt að yfirtaka Everton til þess að yfirtaka Liverpool TIL ÞESS að leggja niður Everton. Hljómar næstum jafn undarlega og nýtísku viðskiptavafningar

Baldvin Jónsson, 7.1.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband