Nýjir leikmenn ætla á yfirtöku Framsóknarflokksins eða hvað?

Mér þykir það sæta furðu að eldri Framsóknarmönnum í Reykjavík skuli koma þessi gríðarlega mæting svona mikið á óvart. Það hefur gengið um nokkurt skeið í netheimum áskorun um að skrá sig í flokkinn og taka hann yfir. Jónína Ben hefur meðal annars bent á ítrekað í athugasemdum við bloggskrif Egils Helgasonar að Framsóknarflokkurinn liggi best við höggi, að þar væri skjótasta leiðin á toppinn og mögulega stysta leiðin til þess að komast til valda. Skemmtilegt ef að allir valdapotararnir hópast nú í Framsóknarflokkinn til liðs við þá sem þar voru fyrir.

Við hin vitum þá enn betur að það verður ekkert X við B í næstu kosningum.

Við þurfum að byggja upp eitthvað nýtt, eitthvað sem hefur traust og getu til þess að byggja á heiðarleika og hugsjónum. Ég að minnsta kosti get bara ekki hugsað mér að sitja hjá og halda bara áfram í sama farinu, hvað með þig?

Við þau ykkar sem hafið verið í sambandi við mig vegna áhuga á því að stíga fram og gera eitthvað, biðst ég velvirðingar, hef verið afskaplega afhuga pólitísku vafstri yfir hátíðirnar. Þessi Jól voru svo sannarlega tími fjölskyldunnar hjá mér og mínum.

En nú er kominn tími á aðgerðir. Ég mun verða í sambandi við ykkur öll á næstu dögum.


mbl.is Hiti á fundi framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað er að því að fá gott og heiðarlegt fólk til starfa í stjórnmálaflokkum.  Mikill meirihluti þeirra sem eru í stjórnmálum starfa af heilum hug.  Þurfum að fylla í rotnu eplin með nýjum og passa upp á smit.

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 00:33

2 Smámynd: Offari

Það er nefnilega vel mögulegt að exið festist við béið ef eingöngu verður hreinsað til í framsóknarflokknum.

Offari, 7.1.2009 kl. 00:35

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir þennan pistil. Já við þurfum nýtt hreint afl.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.1.2009 kl. 00:37

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

gleðilega hátíð og takk fyrir það liðna.

við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum. 

Fannar frá Rifi, 7.1.2009 kl. 00:45

5 Smámynd: Ómar Ingi

Þarna er fólk að taka við þrotabúi SÍS

Ómar Ingi, 7.1.2009 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband