Er sökin augljóslega eða bara mjög líklega Íslendinga?

Hvernig stendur á því að málinu er nú svo komið að ríkið getur bent á skilanefnd Kaupþings og skilanefnd Kaupþings vísar málinu aftur tilbaka? Ríkið býr til laga"vafning" sem heimilar okkur að fara í mál og lítur þar með ansi vel út svona út á við til almennings, en á sama tíma telur skilanefndin það ekki liggja fyrir að þeir hafi umboð til þess að sækja málið. Er þetta bara reykmerki í almannatengslum?

Mér er helst spurn hvort að geti ekki verið að líklegt sé að réttur okkar sé svo vafasamur gagnvart Bretunum, að ríkið viti af einhverjum gjörningum þar úti sem að við höfum ekki verið fyllilega upplýst um, að þeir sem til þekki telji mjög ólíklegt að sigur hefðist í málinu. Að það sé verulegum efasemdum ofið að Íslendingar eigi þarna einhvern rétt að sækja. Það er jú vissulega þannig að ef slík málssókn myndi leiða í ljós verri mál, verri framkomu en nú þegar er í umræðunni, væri að sjálfsögðu betur heima setið en af stað farið.

En ættum við hin, almenningur í landinu þá ekki heimtingu á að vita af því?  Fresturinn er að renna út. Hversu lengi ætlum við að þola að sitja undir slíkri óstjórn?


mbl.is Fresturinn að renna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

já það er eitthvað verra á ferðinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.1.2009 kl. 03:20

2 identicon

Verðum við ekki að fá að vita allan sannleikann?,við eigum jú að borga.Hvað sagði Davíð á viðsk.þingi í haust? Hugsum um það að í atvinnulífskreppu erum við að fara borga bankaskuldir einstaklinga og verðum að draga úr opinberri þjónustu,engin „new deal „ .Við mætum samdrætti með enn meiri samdrætti, getum ekki notað aukinn ríkisútgjöld sem varadekk eins og Roosvelt heitinn forðum daga.Afleit staða sem við höfum komið okkur í.

Hörður Halld. (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 07:25

3 Smámynd: Ómar Ingi

Bankarnir þurfa að kæra ekki ríkið.

Ómar Ingi, 5.1.2009 kl. 09:45

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ómar, nú er það þannig að bankarnir ERU ríkið. Þetta er því stjórnvaldsákvörðun.

Baldvin Jónsson, 5.1.2009 kl. 11:44

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Held að þetta sé hárrétt hjá þér með sökina.  Þessar milljónir sem í þetta fara verða notaðar af Sigurði Kára (þingmanninum með stóru draumana),  Helga Áss (skákmanninum með kvótakerfislofgjörðina) og Sigmundi Davíð (formannsefni framsóknar) osf.. Að sögn til að kynna "málstað" Íslands.  En í raun munu þeir aðeins kynna sjálfa sig, er hér um opinbert framlag til þess að kynna nýja stjórnmála menn til sögunnar.

Magnús Sigurðsson, 5.1.2009 kl. 13:21

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll Baldvin.
Fyrir réttum mánuði, eða 4. desember, skrifaði ég þessa færslu sem er á svipuðum nótum og pælingar þínar. Mér fannst, með réttu eða röngu, að ef Davíð hefði réttmæta ástæðu til að beita fyrir sig bankaleynd á fundi Viðskiptanefndar Alþingis, þá væru líkur á að málstaður okkar væri hæpinn.

Sá ótti virkar nú líklegri með hverjum deginum.

Haraldur Hansson, 5.1.2009 kl. 14:36

7 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Það er væntanlega eins í Bretlandi og á Íslandi, að til að höfða mál verður að hafa aðild að málinu.  Þ.e. þriðji aðili (t.d. ríkissjóður Íslands) getur ekki höfðað mál.  Sá sem varð fyrir tjóni af yfirtöku Kaupthing Singer & Friedlander er væntanlega hluthafi þess banka, sem sé gamla Kaupþing.  Gamla Kaupþing er ekki í eigu ríkisins, heldur er ennþá sjálfstæður lögaðili, hlutafélag úti í bæ með eigin kennitölu, en vissulega hefur skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tekið yfir vald hluthafafundar í félaginu.  En það hlýtur að vera skilanefndarinnar að taka ákvörðun um málshöfðun, og það gerir hún aðeins ef hún telur það samrýmast hagsmunum lánardrottna Kaupþings.

Það sama á við um Landsbankann, þ.e. að það er skilanefnd gamla bankans sem tekur ákvörðun um málssókn f.h. félagsins með tilliti til hagsmuna lánardrottna þess.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 5.1.2009 kl. 15:57

8 identicon

En Vilhjálmur, Skilanefndir Gömlu bankanna eru á ábyrgð og forræði Íslensku Ríkisstjórnarinnar.

En það er eftir öðru á þeim bæ, tómur vingulsháttur og pukur og leynd og svo líka aftur og aftur hrein lygi í ofanálag.

Það er ekki gæfulegt þetta Ríkisstjórnarsamstarf, það ber dauðann í sér !

Burt með þessa Ríkisstjórn leyndar og pukurs hún er umboðslaust REKALD !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 16:10

9 identicon

Er ekki við ónýta löggjöf að sakast, ESB löggjöf um ábyrgð banka?,.  Það virðist sem stjórnvöld okkar sem allra Evrópuríkja séu fastsett vegna þessarar löggjafar.  Okkar vegna hugsanlegrar inngöngu.  Allavega virðast þessi ríki vera grunsamlega viðkvæm fyrir að sækja rétt sinn.

itg (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 23:06

10 Smámynd: Ómar Ingi

Já en Ríkið fer ekki í mál heldur styður bankan sinn KB í þau mál ekki satt

Ómar Ingi, 7.1.2009 kl. 01:41

11 Smámynd: Baldvin Jónsson

Satt Ómar, en segir ekki alla söguna. Það er ríkið sem tekur á endanum ákvörðunina með lagasetningu fyrir hönd skilanefndarinnar væntanlega. Það er því í dag á ábyrgð ríkisins að kæra eins og virðist vera að gerast núna.

Baldvin Jónsson, 7.1.2009 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband