Enn eitt dæmi þess að ríkisstjórn Íslands sé að bera fyrir sig AGS kröfur á fölskum forsendum
21.12.2008 | 15:57
Eins og allir eðlilegir hagfræðingar myndu ráðleggja, ráðleggur framkvæmdastjóri AGS ríkisstjórnum heims að auka ríkisútgjöld til þess að efla hagvöxt. Það er með því allra fyrsta sem manni er kennt í hagfræði að aukin ríkisútgjöld auki hagvöxt. Aukin ríkisútgjöld til uppbyggingar á til dæmis menntakerfi, vegakerfi og öðrum stoðkerfum veldur líka langvarandi aukningu á hagvexti.
Hvað gerir ríkisstjórn Íslands? Jú, dregur úr öllu. Setur samfélagið í algera frystingu og ber fyrir sig enn einu sinni á síðustu vikum og mánuðum að það sé að áeggjan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Erum við ekki öll orðin sammála um það þetta fólk er óhæft til þess að leiða það verk sem framundan er? Verðum við ekki augljóslega að skipta inn á ferskum leikmönnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 358725
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
já þetta er ekki góð þróun hér á landi og ég tel mun alvarlegri en af er látið.
Við erum orðnir bónbjargarmenn; undir hælnum á AGS og það er í raun óskrifað blað hve mikið við verðum að láta af hendi til þess að losna út úr þessu heljartaki. En í öllu falli er það alveg klárt að það eru erlendir auðhringir sem hafa augastað á auðlindum okkar, fiskinum í sjónum, drykkjarvatninu og fl. og fl. Langur og gráðugur armur þessara aðila er nú þegar kominn í land hér og farinn að hreiðra um sig.
Varðandi hagstjórnina er það alveg ljóst að gífurleg óánægja er með mjög margar "aðgerðir" þeirra og engin furða; það er eins og ráðamenn séu steingeldir - það eina sem þeir kunna er að velta ábyrgðinni yfir á almenninginn. Þetta vissi ég að myndi ske við fall bankanna; nú er það staðfest.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 16:40
Það eiga ekki við þau vinnubrögð sem notuð eru í stærri hagkerfum. Við þurfum að auka útflutning og fá auknar gjaldeyristekjur ef ríkisútgjöld leiddu til þess eru þau réttlætanleg við getum ótrúlega lítið gert hér sem ekki kostar gjaldeyri og svo er AGS með okkur í þumalskrúfu og stoppar af halla á fjárlögum þá kosta ríkisútgjöld skatta og meiri skatta og það er takmörk fyrir þeim líka.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 21.12.2008 kl. 17:39
Þetta er allavega ekki „new deal “stefna.
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 19:44
Ég verð að vera sammála ríkisstjórn þarna og ósammála ASG.
Það sem þeir vilja eru aukin ríkisútgjöld.
Sem er hin almenna hagfræðileið. Hún er að mínu mati ekki rétt leið.
Nema að við ættum fyrir framhvæmdum.
Það eru sömu leiðirnar og bandaríkjamenn eru að nota á sitt hagkerfi. Spíta seðlum inn í kerfið.
Að mínu mati engin varanleg lausn gegn vandanum.
Það er mitt mat að best sé að fara rólega af stað. Og leyfa krónuni að styrkjast betur.
Ég er samt ekki sammála flotgengisstefnu yfir höfuð og finnst ótrúlegt að seðlabanki sé bundinn þeirri hugsun að verðbólga sé náttúrulögmál sem smyrji hagkerfið.
Verðbólgan bitnar alltaf á þeim fátæku og þeir efnuðu efnast meira.
En hann sagði líka að aukin fjárútgjöld ættu ekki að gagnast fáum útvöldum.
Hitt er annað mál að við erum berskjölduð fyrir erlendu fjármagni nú en oft áður.
Ég hef ekki trú á að nýjir leikmenn bjargi andliti þessarar ríkistjórnar og skapi traust á peningamálastefnunni.
Serstaklega með tvíhöfða stjórnarforustu.
Og ef evru hugmyndin verður ofaná á landsfundum er voðinn víss.
Það er mitt mat út frá þeim sjónarmiðum að við verðum að taka ábyrgð á okkur sjálfum fjárhagslega.
Vilhjálmur Árnason, 21.12.2008 kl. 20:47
Bandaríkin eru tæknilega gjaldþrota og því í lítið betri málum en við íslendingar. Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn er hér í hrópandi mótsögn við sjálfann sig. Beitir samdrætti og niðurskurði í ríkisfjárlögum til að rétta efnahag okkar íslendinga, en segir í sömu setningunni að ríkisstjórnir þurfi að auka útgjöld samtals um 2% af vergri heimsframleiðslu til þess að aðgerðirnar dugi til þess að setja peningavélina aftur í gang? Það verður varla bæði haldið og sleppt í þessu máli frekar en öðrum. Það væri ágætt ef þessir fínu menn gætu ákveðið sig hvort verði niðurstaðan.
Reyndar segir þetta mér að allt sem maður hefur heyrt og lesið misjafnt um þessa stofnun sé satt. Hún sé ekki hér komin til þess að hjálpa nokkrum einasta manni hér á landi og hvað þá þjóðinni í heild sinni, heldur nokkrum útvöldum hrægömmum fyrir vestan haf að eignast þau verðmæti sem heppilegust þykja til græðgisveislu fyrir slikk.
Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 21:43
Vilhjálmur, ég sé ekki að þú skiljir hvað þú ert að segja hérna?? Hvernig ætlarðu krónunni að styrkjast án aukinna framkvæmda og viðskipta?
Jón Ólafur, þarna erum við einfaldlega ósammála. Kenningarnar hafa virkað óháð stærð hagkerfa, en að sjálfsögðu eins og þú bendir á, þurfa skatttekjurnar að koma úr auknum viðskiptum og þar er útflutningurinn lykilatriði að sjálfsögðu. Fjárfesting í innviðum kerfisins og menningar okkar skilar sér samt alltaf í langtíma hagvexti, eða að minnsta kosti í meira langvarandi hagvexti en alger samdráttur í framkvæmdum getur nokkurn tíma skilað.
Baldvin Jónsson, 21.12.2008 kl. 23:24
Algjörlega sammála þér Baldvin Jónsson - og segi eins og þú ... ætlum við ekki að fara að verða sammála - fólkið í þessu landi - að þessi ríkis(ó)stjórn gerir ekkert nema valda meiri og meiri skaða? Rúin trausti getur hún ekki annað...
Þór Jóhannesson, 22.12.2008 kl. 00:33
Ríkið á að skulda og auka skuldir sínar í kreppum með því að auka framkvæmdir. í góðæri á að borga niður skuldir og safna í sjóði til að eiga nóg fyrir næstu kreppu.
við hefðum þurft að geyma Kárahnjúkavirkjun og getað byrjað á því verki í dag.
Fannar frá Rifi, 22.12.2008 kl. 01:57
IMF krefst hárra vaxta og samdráttar á Íslandi vegna skuldsetningar. Það er ekki atvinnuskapandi að fjölga sendiherrum, því það skapar afleidd störf í útlöndum, Mig minnir að álverðið sé komið niður í 1460 dollara en það hækkar örugglega í febrúar.
Sigurður Þórðarson, 22.12.2008 kl. 03:26
Sammála því að þetta fólk er óhæft um að leiða það verk sem framundan er, enda kosið til allt annarra verkefna en nú er við að glíma, því má halda fram að það sitji umboðslaust við núverandi aðstæður.
Eins verður það að teljast undarlegt að allt önnur hagfræði eigi að gilda hér, 18% stýrivextir, niðurskurður og skattahækkanir þar sem samdrátturinn er sennilega hvað mestur í heiminum. Þessi hagfræði leggur efnahag íslendinga í rúst til lengri tíma.
Þessi hagfræði sem er notuð hér virðist frekar vera sú sem notuð er til að slá á þenslu í góðæri og sýnir kannski best við hverskonar aðstæður núverandi þingmenn fengu umboð sitt.
Magnús Sigurðsson, 22.12.2008 kl. 07:34
Þessi ríkisstjórn er afskaplega skussaleg. Það er ekki farið í sparnaðinn að nógum krafti. Það er hægt að spara með minni kostnaði og á annan hátt.
T.d. sitja sendiherrar okkar, sem reyndar eru enn of margir, í gífurlega dýrum húsum. Hægt væri að selja þau eða hætt að leygja allt of dýr hús undir þá, og síðan setja þá í minni og ódýrari húsnæði. Þ.e.a.s. að sníða stakk eftir vexti. Fólk eins og Ingibjörg Sólrún veit auðvitað ekki hvað það er. Það er búið að vera afætur svo lengi, hefur sólundað fé almennings í rugl eins og Öryggisráðið. Það verður að stöðva - og hver sá sem segir "að Ísland gegni hlutverki á maðal þjóðanna" ættu að borga dagsektir í ríkiskassan.
Ekki er ég sammála Sigurðu Þórðarsyni. Verðið á áli mun þó hækka eitthvað í febrúar og út næsta ár, en það er því miður nóg ál í heiminum í dag.
Skólakerfið þolir líka einvhern sparnað. Ekkert land á norðurlöndum hefur eytt svo miklu í skóla að undanförnu eins og Íslendingar. Árangurinn er þó ekki betur menntað fólk. Útrásarvíkingarnir komu úr íslensku menntakerfi.
Bruðl eins og kennsla í fornleifafræði er út í hött. Enginn getur fengið fasta vinnu í því fagi, nema þeir bergrisar sem náðu sér í stöður á t.d. Þjóðminjasafninu - án þess að hafa menntun. Til er einkafyrirtæki nokkurra fornleifafræðinga sem kallar sig því mikilmennskubrjálaða nafni "Fornleifastofnun Íslands", þótt það sé ekki ríkisstofnun. En þegar betur er að gáð, hafa þessir einstaklingar sníkt sér tugmilljóna stuðning úr ríkiskassanum. Eru t.d. með rekstur sinn í húsi, sem þau hafa fengið frá ríkinu fyrir skít á priki. Slíkt bruðl þarf að fara í saumanna á. Eru menn að reka fyrirtæki, eða eru menn að bljóðsjúga spena Ríkisgyltunnar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.12.2008 kl. 07:54
Ég er fullviss um að stjornin er að vinna skv prógrammi IMF, enda er sú stofnun ekki beint frelsari almennings. Hvers vegna er gott fyrir bandaríkin að lækka vexti niður í nánast núll, en gott fyrir okkur að hækka vexti þannig að ekkert vaxi? Jú, í Orwellskum doublespeak skilningi, þá er þetta gott fyrir bæði löndin því í báðum tilfellum magnar þetta kreppuna. Hjá okkur með frystingu atvinnulífsins, hjá bandaríkjunum með algeru hruni dollarans (kominn tími á ameró, 2010, og þá þarf bandaríska þjóðin að vera í okkar sporum, kallandi á nýjan gjaldmiðil).
Rogers: The Elite Are Turning A Recession Into A Depression
molta, 22.12.2008 kl. 10:25
Ég sagði ekkert um að minka viðskipti.
Þú sagðir að aukin ríkisútgjöld mundu skila hagvexti.
Og það gera þau ef þau eru vel valin eins og þú nefndir.
Það sem ég vildi benda á að betra er að komast hjá lántöku í auknum ríkisútgjöldum.
En það eru margir hagfræðingar sem eru sammála þer og vilja fara obama leiðina núna og auka lántökur hins opinbera.
Vilhjálmur Árnason, 22.12.2008 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.