Mögulega komin hér skýringin á ítrekuðum mistökum Forsætisráðherra?

Það er ljóst að hagfræðin hefur annað hvort breyst gríðarlega síðan að Geir var við nám, hann hafi bara alla ekki verið að fygljast nógu vel með eða að tungumála örðugleikar (sbr. samskipti við breta) séu víðtækt vandamál meðal ráðherra og Geir hafi því hreinlega bara ekki skilið þennan hluta í hagfræðinni þarna í Bandaríkjunum.

Var hann samt ekki örugglega að grínast? Hvernig getur hagfræðimenntaður maður mögulega haldið því fram að hækkun á svona stórum neysluþáttum (já og hvaða neyslu sem er) hækki ekki verðbólgu? Hvort sem það er í verðbólgu eða verðhjöðnun að þá eykur alltaf á verðbólgu við hækkun á aðföngum heimilanna. Hvernig getur Geir haldið öðru fram?

Jú, hann er augljóslega bara svona að grínast, heldurðu það ekki?


mbl.is Forsætisráðherra fer ekki með rétt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég skil þetta ekki heldur hvað manninum gengur til.  Kannski var ekki kennt um verðbólgu þegar hann var í Bandaríkjunum eða þá að hann vantaði í þann tíma!

Annars hefði verið mun skynsamlegra útfrá verðbólgusjónarmiðum að hækka tekjuskatt frekar en neysluskatta.

Marinó G. Njálsson, 12.12.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já hækkanir sem fara svona inn í verðlag lenda illa á þeim sem eru illa staddir með húsnæðislánin.

Ríkisstjórnin er ótrúlega blind á hagsmuni samfélagsins af því að aðgerðir feli í sér jöfnun. Aðgerðirnar ættu að miða að því að forða sem flestum frá hruni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.12.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vitið þið eitthvað um útreikninginn á vísitölunni. Er það einungis verðlag sem ræður eða er tekið með í reikninginn hvort að varan selst eða í hversu miklu magni hún selst og þá á hvaða tímabili?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.12.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jakobína, vísitalan er með fyrirfram ákveðnum einingum sem telja. Þ.e.a.s. þegar talað er um ákveðnar vísitölur. Verðbólgan hins vegar er bara "nafn" sem notað er yfir hagfræðilegt ástand þegar verðlag fer hækkandi. Öll neysla í samfélaginu hefur áhrif á verðlag, gamla góða framboð og eftirspurn.

Baldvin Jónsson, 12.12.2008 kl. 23:58

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það þýðir þá að þegar sumir fara að drekka meira af bjór þá hækka húsnæðislánin hjá öðrum!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 00:11

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Í mjög einföldu máli þá er svarið já. Þetta er þessi stórundarlega verðtrygging sem við lifum við í dag. Verðtryggingin var sanngjarnara mál meðan að launin voru verðtryggð líka. Eins og þessu er stillt upp í dag er einfaldlega bara verið að misnota fólkið í landinu til þess að verja eldri lán og lífeyristryggingar.

Baldvin Jónsson, 13.12.2008 kl. 00:21

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og mikið af skaðanum er skeður. Hækkanir á lánum hafa verið gríðarlegar. Ég er ekki viss um að IMF áttí sig á því hvernig vísitölugrunnurinn er byggður hér.

 Það er alveg fáránlegt að þeir sem borga af lánum þurfi að hafa áhyggjur af neyslu annarra. Svo furðar maður sig á því að neyslan skuli ekki vera að minnka eins og margir standa frammi fyrir erfileikum. Fólk virðist ekki vera farið að átta sig.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 02:00

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Annars var ég að setja inn hjá mér pistil "fréttir götunnar" sem á eftir að vekja viðbrögð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband