Verslar þú ennþá í Bónus???

Ég og frúin ræddum þetta í dag. Getum ekki tekið þátt í að styrkja Jón Ásgeir frekar. Nú verður leitast við að versla annarsstaðar en í Bónus héðan í frá.

Mæli sérstaklega með Fjarðarkaup, eru almennt með mjög góð verð, ferskt kjöt og fisk og frábæra heilsuvöru deild.

Hvernig getur maður réttlætt fyrir sér að styrkja áfram mennina sem eru að kosta okkur atvinnuna, lífeyrin og heimilið í dag?  Getur þú það?


mbl.is Birta lista yfir lækkanir birgja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Löngu hætt að versla við þær verslanir sem ég veit með vissu að Baugur á/átti. Dóttir mín verslaði um daginn í Bónus og kom með brauð heim, ég skipaði henni að koma því út úr mínu húsi og hún gaf öndunum það.

Styrki ekki svona fólk í að halda áfram að gera það sem þau hafa gert alltof lengi. Verst með starfsfólkið.....

Soffía (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 00:32

2 Smámynd: Ingimar Eggertsson

Alltaf gott að versla í Fjarðarkaupum. En þó að þið verslið ekki í Bónus að þá held ég Jóni sé alveg sama.

Ingimar Eggertsson, 10.12.2008 kl. 00:50

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jóni verður ekki sama Ingimar ef að þetta breiðist út. Dagleg velta smásölunnar er hans stærsta trygging í öllum lánsviðskiptum innanlands.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir þetta. Nú þarf fólk að fara að hugsa um hvað það styrkir með innkaupum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.12.2008 kl. 00:59

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég mun hér eftir sem hingað til versla í Bónus í öll þau skipti sem ég get. Ég er ekki í þessum hópi sem er að kóa með Davíðs klíkunni gegn Jóni Ásgeir. Mer finnst aldrei nauðsynlegra en núna að versla ódýrt og ódýrustu vörurnar eru einfaldlega í Bónus

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2008 kl. 01:01

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég er án nokkurs vafa ekki í Davíðs klíkunni mín kæra Hólmfríður, en ekki finnst mér sýnu skárra að styðja við Jón Ásgeir.

Hann er að opinberast sem einn mesti fjárglæframaður Íslandssögunnar og er þar með stór ástæða þess að þú, ég og allir hinir eru að borga núna fullum fetum næstu árin í sívaxandi vísitölu m.a.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 01:06

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég get að hluta skilið þína afstöðu Hólmfríður þar sem að þú átt kannski ekki eins hægt um vik með að velja úr ódýrum verslunum, en að versla áfram í Bónus af því að það er allavega ódýrara er, þó langsótt virðist, svona svipað og að laga sígarettulöngun með því að fá sér bara sígarettu.

Það aðeins viðheldur áfram því ástandi sem nú hefur skapast.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 01:10

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef ég hefði valkost þá myndi ég versla annarstaðar. ég hef hinsvegar ekki raunverulegan valkost hérna í Borgarnesi um verslun á lágvörum.

Fannar frá Rifi, 10.12.2008 kl. 02:36

9 identicon

jamm kem með til að versla þeir eru enn mesta kjaralækkun siðustu ára

Finnbogi Lý'ðsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 04:58

10 Smámynd: Reynir W Lord

Fjarðarkaup er ekki raunhæfur valkostur, þeir hafa ekki komið það vel út í verðkönnunum, Bónus er hreinlega með besta verðið. Krónan má líkja við 10-11 en fjarðarkaup kannski rétt á eftir bónus en samt mun hærri á mörgum vörum.

Reynir W Lord, 10.12.2008 kl. 08:07

11 Smámynd: Baldvin Jónsson

Reynir, myndirðu kaupa svipu af þrælahaldaranum þínum af því að hún er á besta verðinu?

Landsbyggðar fólkið mundi síðan hætta að versla í Bónus þegar að þeir væru komnir yfir gömlu Kaupfélagsverðin af því að enginn væri að versla við þá lengur í höfuðborginni.

En meðan að ekki nást saman nema um 1000 manns til þess að mótmæla því að ráðamenn eru að þrælbinda okkur til áratuga, þá reikna ég ekki með því að íslendingar muni nokkurn tímann nást saman til þess að losa okkur við fjárglæframennina.

Við erum upp til hópa aumingjar....

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 08:18

12 identicon

Daginn Baldvin, ég sé ekki að Jón Ásgeir sé neitt verri en hinir "fjárglæframennirnir".  Ég versla þar sem ég kæri mig um og eins og einhver sagði hérna ofar, þá er Jóni Ásgeiri alveg sama og þó bónus lokaði þá er það bara lítið brot af rekstrinum hans og mundi ekki gera honum neitt. Aftur á móti skiptir það mig máli að geta verslað ódýrt, og ég fer ekki að hækka hjá mér matarreikninginn algjörlega til einskil.  Varðandi aumingjana, talaðu fyrir sjálfan þig Baldvin.

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 08:44

13 identicon

Ég verð nú bara að spyrja þig Baldvin , veist þú ekki að það er fullt af fólki sem á bara ekki pening til að versla í fínu búðunum með ferska kjötinu og frábæru heilsuvörunum ? ( sem hafa þó ekki komið svo vel út úr verðkönnunum, eins og Reynir bendir á.)  Og ég er ekki að tala um einhverja " aumingja ", heldur þrælduglegt fólk, sem vinnur sína vinnu vel, en er bara svo óheppið að vera á lágum launum.  Ég hef allavega ekki efni á að kaupa matvöru annars staðar en í Bónus, og það er Bónus að þakka að ég get haldið heimili.  Svo ég mun eftir sem áður versla þar.  En ég samgleðst ykkur hinum sem getið verslað annars staðar.   Það verður bara að hafa það þótt Jón Ásgeir græði, ég vona bara að honum líði vel með það.  

Ásta Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 08:52

14 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sigurbjörg, ég tala alltaf bara fyrir sjálfan mig og akkúrat núna annaðhvort sjáið þið ekki skóginn fyrir trjánum eða eruð einfaldlega aumingjar líka.

Það er dagvelta verslana Jóns Ásgeirs á Íslandi sem er undirstaða þess lánstrausts sem að hann hefur haft í bönkum og eins og strax kom í ljós við yfirtöku og stofnun Rauðsólar, líka í ríkisbönkunum.

Án Bónusveltunnar gætum við því stöðvað mikið af þessari svikamyllu sem að er í gangi, t.d. allt í kringum Stoðir og félög því tengdu.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 08:54

15 Smámynd: Baldvin Jónsson

Og ég tek fram að ég hef aldrei haldið því fram að Jón Ásgeir sé eitthvað verri, en við höfum hins vegar daglegt val um hvort að við viljum styðja hann áfram til sinna verka eður ei.

Það versla allir "þar sem þeir kæra sig um", það er ekkert sérstaklega eftirtektarvert við það. Það er mikið merkilegra að með þrælslund skulum við stöðugt halda áfram að versla við einokarana og valdníðingana sem að við eyðum stórum hluta dagsins í að kvarta yfir.

Trúiði mér, Jóni Ásgeiri væri alls ekki sama þó að Bónus lokaði. Og að lokum, við höfum mikið verslað í Fjarðarkaup í gegnum tíðina, það hækkar matarreikninginn hverfandi að versla þar. Það er aðallega tíminn sem fer í að koma sér inn í Hafnarfjörð sem stóð í okkur, en nú er það einfaldlega á sig leggjandi.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 08:57

16 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ásta, ég er ekki efnamaður. Ég er bara einfaldur íslendingur sem þarf að hafa fyrir hverri krónu. Ég ítreka að reynsla okkar hjóna er að það munar afar litlu á milli Fjarðarkaupa og Bónus í verðum.

En ef að Bónus eigendur eru raunverulega stór hluti af ástæðunni fyrir síhækkandi verðbólgu sem þar af leiðandi hækkar allt sem að þú þarft að gera dags daglega Ásta, og þar vegur húsnæði þá mest, finnst þér samt að þú sért að "græða" með því að versla þar??

Það þykir mér afar skammsýnt viðhorf. Þið þurfið ekkert að vera sammála mér, en endilega ekki vera þá að kvarta opinberlega yfir ástandinu meðan að þið viljið vera hluti af stuðningsmönnum þess.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 09:03

17 identicon

þetta er góð hugmynd, við þurfum ábyggilega sjálf að draga hvern og einn viðskiptajöfur / embættismann til ábyrgðar ef við viljum að einhver axli ábyrgð.  Ekki ætla þeir að gera það sjálfir, þar sem þeir eru sveittir við að útbúa hvítþvottabækur og fela sannleikann.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:06

18 identicon

Er sammála að það er frábært að versla í Fjarðarkaup, mjög góð verð þar og sáralítill munur á verði. Ég fer þangað alltaf þegar ég er í bænum.

Hins vegar skil ég þá sem versla við Bónus út á landi, því þar er verðmunur allt að 40% á t.d minni matarkörfu og  Samkaups búðum.  Og munar menn nú um minna. Þessi munur var reyndar komin niður í 5-17  % fyrir kreppu,  fór eftir því hvað ég var að versla, en nú hefur þessi munur vaxið hraðar en eðlilegt getur talist.  Sá vöru í gær sem koastaði fyrir jól í fyrra í Samkaup 110 kr og var sagt þá á 30% afls raun verð þá rúmlega 133 kr þessi sama vara kostar nú 470 kr, er ekki búin að reikna hvað það er mikil hækkun, en það sem meira er, að þetta er frá því í fyrra,  (ekki matur) best að taka það fram.

En það eru fleiri svona dæmi, því miður.  Þar sem ég bý er bara Samkaup og Bónus og satt best að segja, ef ég ætlaði að versla við þann sem ég teldi heiðarlegri, veit ég bara ekki hvorn ég mundi velja, svo ég vel það sem er ódýrara.

Guðrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:38

19 Smámynd: Baldvin Jónsson

Eins og ég segi hér ofar að þá skil ég vel fólk á landsbyggðinni, það er ekki jafn auðveldlega hlaupið milli verslana þar. Ég myndi án vafa velja Bónus líka þar sem að verðmunurinn væri þetta mikill og einhverjir hundrað kílómetrar í næstu verslun í samkeppni.

En já, við þurfum án vafa SJÁLF að draga þá til ábyrgðar, allt annað snýst í dag bara um að útmá eigin spor hjá ráðamönnum okkar. Og ég er ekki að leggja til að tjarga þá sem um er að ræða, en við getum ákveðið að versla ekki við þá og farið þá að minnsta kosti á koddann á kvöldin vitandi það að við hjálpuðum þeim að minnsta kosti ekki við óhæfu verkin í dag.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 09:43

20 identicon

Svo sammmála.  Ég er versla inn fyrir 7 manna fjölskyldu.  Ég versla núna í nettó en verslaði áður í bónus.  Það er mjög svipað verð á matarkörfunni minni sem hefur þó hækkað um helming frá því fyrir ári síðan.

Ég ætla ekki að taka þátt í þessu lengur, ég hef val og hef ákveðið að nýta mér það.

Hafdís Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:44

21 identicon

Ég vil benda á að ef Jón Ásgeir er versti sökudólgurinn á Íslandi þá væri hér bara allt í stakasta lagi.  Ég spyr þig kæri Baldvin er þetta virkilega þín skoðun að Jón Ásgeir sé versti bófinn í ísl. þjóðfélagi í dag?  Meinar þú þetta virkilega?

J.Þ.A (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:44

22 Smámynd: Baldvin Jónsson

J.Þ.A. - lestu nú vel yfir öll mín skrif og lestu það svo enn og aftur. Sérðu mig einhversstaðar nefna Jón Ásgeir sem versta bófa Íslands??

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 09:52

23 identicon

En hvað með alla starfsmennina í þessum verslunum?  Ef enginn verslar við Bónus, Hagkaup og allar þessar verslanir, þá fara verslanirnar á hausinn og starfsmennirnir missa vinnuna.... er ekki nóg komið af því?   Starfsmenn allra Baugstengdra fyrirtækja hljóta að hlaupa á þúsundum...

Andri (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:55

24 Smámynd: Baldvin Jónsson

Markaðslögmálið Andri virkar þannig að ef einn minnkar stækkar annar. Vaxi t.d. Fjarðarkaupum og Nettó mjög ásmegin þurfa þeir að stækka og bæta við sig miklu af fólki.

Markaðurinn er ekki Bónus, Bónus einfaldlega nýtir sér markaðinn best hingað til.

Það eykur ekki atvinnuleysi að versla mat á einum stað frekar en öðrum, það einfaldlega flytur til störfin.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 10:01

25 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Ég er Hafnfirðingur og hef verslað bæði í Bónus og Fjarðarkaupum og það er satt að það er lítill munur þar á og stundum hefur það komið fyrir að vörur eru ódýrari í Fjarðarkaupum.

Einnig er það þannig að eins og með salat og ávexti þá eru þeir betri í Fjarðarkaupum og endast því lengur og er það líka sparnaður.

Ýmislegt er líka í boði í Fjarðakaupum sem ég hef ekki séð í Bónus, eins og ódýrt folaldahakk og þess háttar.

Fjarðarkaup hefur verið rekið af sama aðila í fjölda mörg ár og er þar sama starfsfólk ár eftir ár.

Vinarleg búð sem ég mæli hiklaust með.

Góð hugmynd Baldvin

Unnur Arna Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 10:20

26 identicon

djöfull ertu vitlaus. "Reynir, myndirðu kaupa svipu af þrælahaldaranum þínum af því að hún er á besta verðinu?"
Það er bullandi kreppa og það hafa ekkert allir vinnu og fjármagn til að keyra alla leið út á land til að versla í dýrum búðum eins og fjarðakaup. Ég reyni að versla hjá Bónus vegna þess að verðlagið þar er það besta mögulega. ég tek fram að ég á nóg af pening til að keyra þangað sem ég vil og versla dýrt en ég geri það ekki einfaldlega vegna þess að ég styð Bónus í því að halda verðinu í lágmarki. Bónus eru búnir að koma sér í þá stöðu sem þeir eru í dag með því að vera harðir og snjallir í viðskiptum og mér finnst ekkert vera að því. þeir byrjuðu nú bara með eina litla verslun í skútuvogi og gerðu það gott.

Páll Logason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:21

27 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir "góða" röksemdafærslu um greind mína Páll. Mér fannst hún virkilega "hjálpa" þér til að styðja þinn málsstað. Þrælahaldarinn Páll byrjar líka oftast bara með einn þræl vænti ég. Ég er ekki að segja að Bónus sé verkfæri andskotans, en ég geri mér grein fyrir og vil hér benda á, að versli ég þar er ég að styðja Jón Ásgeir í áframhaldandi skúffufyrirtækja leik og bruðli. Bruðli sem er búið að kosta mig og þig og hina mjög mikla peninga.

Hversu mikið höfum við sparað í raun ef við teljum nú með allan aukakostnaðinn? T.d. núverandi óðaverðbólgu vegna óraðsíu bankanna? Glitnir var án vafa þar fremstur í flokki í útdeilingu lána í OKKAR peningum til Stoða og tengdra félaga.

Er það bara ALLT Í LAGI af því að Bónus er oft ódýrari??

Enn og aftur, Fjarðarkaup er hverfandi hærra í verði en Bónus. Það munar AFAR litlu að versla þar samanborið við Bónus og vöruúrvalið og þjónustan margfalt betra.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 10:30

28 identicon

Hahahahahaa....

Frábært fólk sem þú ert búinn að safna að þér Baddi minn, virkilega þverskurður af samfélaginu, endalausar skoðanir fólks sem væntanlega veðsetti húsin sín í botn tók lán og hefur svo ferðast um heiminn án þess að velta því fyrir sér í svo mikið sem sekúndu hvaðan þessir peningar komu. Hvernig á því stóð að landsframleiðsla og ítflutningur ókst lítið sem ékkert en hafði í för með sér stórbætt "lífskjör" til handa almenningi. Ef við gefum okkur svo að 40% hafi kosið Sjallana þá dæmir þetta pakk sig allt sjálft, þetta er einsog að vilja flytja flugvöllin úr vatnsmýrinni vegna látanna í flugvélunum..

Gústi (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:43

29 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hef einmitt verið að velta þessu með Bónus fyrir mér. Ég er svo vel staðsett að það er lítil verslun í hverfinu, "kaupmaður á horninu", sem merkilegt nokk hefur þraukað þar í mörg ár. Í raun og veru er ekki lengra að fara þangað að versla en í Bónus heiman frá mér, svo ætli ég færi ekki viðskiptin þangað. Verslunin heitir Rangá.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.12.2008 kl. 11:04

30 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er algjörlega sammála þér Baldvin, gallinn er bara sá að Bónus er búið að drepa alla aðra verslun í mínu bæjarfélagi.  Hérna hefur ekkert annað verið en Bónus í rúmt ár.  Ef ég ætti bíl þá myndi ég líklega keyra í næsta bæjarfélag til þess að versla, allaveganna þær vörur sem Bónus spáír ekkert í að hafa á boðstólum hér eins og engifer og negul.  Hægt og rólega er Bónus að verða eins og gömlu kaupfélögin, ef ekki verri.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.12.2008 kl. 11:04

31 Smámynd: Hákon

Ég versla ekkert við Bónus, sérstaklega eftir að þeir auglýstu að fólk ætti að koma og hamstra vörur, á meðan Krónan sagði að enginn vöruskortur væri væntanlegur. Þetta eitt segir mér mikið um siðferðiskennd verslunareiganda og mun ég í framhaldi aldrei versla við Bónus aftur.

Hákon , 10.12.2008 kl. 11:05

32 Smámynd: Fannar frá Rifi

Bónus feðgar eru heilagirmenn. það má ekki gagnrýna þá eða setja út á þá.

Fannar frá Rifi, 10.12.2008 kl. 11:06

33 identicon

hversu mikið heldur þú að Jón Ásgeir sé að græða á Bónus miðað við allt annað sem maðurinn á? og ef þú ert svona mikið á móti Glitnir, snúðu þá þínum viðskiptum eitthvað annað. Jón Ásgeir er bara mjög snjall einstæklingur sem gerði nákvæmlega það sama og ég eða þú hefðum gert ef við værum í sömu stöðu. hann hélt áfram að græða eins mikið og mögulegt er og passaði síðan upp á peningana sína.

Páll Logason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:07

34 identicon

Jæja, heyrðu þar sem ég bý nú út á landi þá er nú ekki mikið um að velja, það er annað hvort Bónus eða Samkaup, kjarval eða einhvur álíka okurbúlla sem by the way leggur mun meira á vörur sínar bara af því þær eru ekki í RVK, og þar sem ég ekki gjörsamlega veð í peningum og er fátækur námsmaður þá er nú ekki mikið um að velja. Svo finnst mér Jón Ásgeir ekkert verri en hver annar buisness maður, heldur jafnvel aðeins betri þar sem hann býður þó eldra fólkinu sem er á elliheimilinu rútuferð á selfoss frá Hvolsvelli til að það geti verslað sér í matinn án þess að eyða öllum lífeyrinum sínum í mat.

Guðrún (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:08

35 Smámynd: Þór Jóhannesson

Vá - það er nánast sama hvar menn stíga niður við að benda á spillinguna að alls staðar spretta upp klappstýrur hennar og helstu rökin eru í formi persónuárása á þá sem dirfast að tjá sig um málin. Ég var svo sem ekkert hættur að versla í Bónus enda sömu fjárglæframenn á bak við öll þessi fyrirtæki bara með önnur nöfn og styttra hár. En þegar klappstýrurnar eru svona svívirðilegar að þá hugsa ég að síðasta innkaupaferðin mín í Bónus hafi verið farin.

Hitt er annað mál - að ég skil ekki af hverju menn eru að rífast um þessi smáatriði á meðan ógnarstjórnin sem ber ábyrgðina á leiknum sem þessir glæframenn spiluðu sitja sem fastast. Það er nú aldreilis að koma í ljós hversu gífurlega djúpt Samspillingin hefur t.d. haft hendurnar í spillingarpottinum hjá Baugi. Það væri mikið frekar að menn færu að beita orkunni í að koma þeim frá svo hægt sé að fletta ofan af spillingunni - hvort heldur menn eru Davíðssinnar eða Baugssinnar (eins fáránlega og það hljómar) - því á báðum vígstöðvum hefur spillingin greinileg þrifist sem aldrei fyrr í vestrænu lýðræðisríki.

Sér fólk ekki að það er nokkurs konar mafíustríð í gangi og önnur mafían hefur eignarhald í Sjálfstæðisflokknum en hin mafían í Samspillingunni. Það eina sem heldur þessum ólíku spillingaröflum saman er sú staðreynd að hvorugt þeirra vill að lokið verði tekið af spillingarpottinum af óháðum aðila. En á meðan svona er komið heldur þjóðinni áfram að blæða og blæða fyrir spillinguna. Einbeitum okkur því að koma þeim frá og þá fáum við loks að sjá hverjir hinir raunverulegu bófar eru - Bónus/Króna/Nettó/Fjarðarkaup - er allt sama batteríið með misjafnlega sítt að aftan! 

Þór Jóhannesson, 10.12.2008 kl. 11:09

36 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég legg til að þeir sem eiga þess kost færi viðskipti sín til "kaupmannanna á horninu". Það eru alls ekki okurbúllur, heldur lifa þær sem enn tóra á því að fólk í þeim hverfum sem þær eru enn til í hefur haldið tryggð við þessar verslanir. Nú um jólin verður sýnd mynd um eina slíka verslun í jóladagskrá RÚV. Mæli með því að þið horfið á hana, ég sá hana þegar hún var sýnd í bíó, hún er frábær. Bræðurnir sem þarna höndla eru ómissandi þáttur í því hverfi og eru eins konar félagsþjónusta meðfram því að vera kaupmenn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.12.2008 kl. 11:21

37 Smámynd: Baldvin Jónsson

Páll, ég er ekki lengur í viðskiptum við Glitni. Jón Ásgeir er vissulega afar snjall viðskiptamaður en undanfarið hefur hann verið að svindla á kerfinu. Það er kannski snilld, en mjög líklega ólöglegt. Finnst þér það samt voða smart? Ég veit ekki með þig Páll, en ég sé ekki að ég hefði hagað mér eins í stöðu Jóns Ásgeirs. Við reynum öll að borga sem minnst í skatta, eðlilega. En við erum ekki mörg að stofna hvert skúffufyrirtækið á fætur öðru til þess að ljúga upp verð á enn öðrum félögum, til þess að síðan veðsetja þau í topp og fljúga svo aurunum til t.d. Cayman eyja. Eða er það?  Framferði Jóns Ásgeirs í t.d. bæði Bandaríkjunum sem og Bretlandi hefðu þegar kostað hann fjölmarga fangelsisdóma. Hér horfa yfirvöld bara undan, líklega vegna þess hversu þægileg fjárhagsaðstoð Jóns Ásgeirs & Co hefur verið í gegnum tíðina. Ég tek fram enn og aftur að Jón Ásgeir er ekki sá eini sem hefur líklega verið að brasa þetta, við getum hins vegar tekið ábyrgð flest gagnvart honum með því að styðja hann ekki frekar. Það gerir það bara hver upp við sig.

Guðrún, eins og ég segi hér ofar þá hef ég fullan skilning á því að fólk á landsbyggðinni eigi óhægara um vik með að sniðganga Bónus. En þar sem að um 70% landsmanna búa á og í námunda við höfuðborgarsvæðið getum við gert mjög mikið gagn ef við sameinumst um það. 

Þór, auðvitað eigum við að einbeita okkur aðallega að meginmarkmiðinu, en við getum samt gert enn meira. Sameinuð getum við látið til okkar taka. Ég get ekki séð af hverju Fjarðarkaup er undir sama hatt sett og Bónus, eins og þú segir hér að ofan.

Kaupmaðurinn á horninu Gréta er því miður almennt með allt að 40-100% hærra verð en stórmarkaðirnir. Það gerir það að verkum að flest höfum við ekki efni á að versla þar.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 11:32

38 identicon

Nei hætti því í sumar.Nettó og Fjarðarkaup eru mínar búðir.Aðeins dýrari en það er þess virði.Versla heldur ekki í NEXT.Ég athuga vel hverjir eru skráðir eigendur þeirra verslana sem ég geri tildæmis stórinnkaup í.BT er búð sem ég fer ekki í.Þegar margir taka sig saman verðum við sterk.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:41

39 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég spyr á móti Baldvin, veist þú hverjir standa á bak við Fjarðarkaup? Merkilegt að það er ekki neinn sem flaggar því í árferði sem þessu þar sem fólk hreinlega þráir að fá að versla við heiðarlega kaupmenn sem geta boðið fólki mat á sæmilegu verði. Það eitt gefur til kynna að þar sé eitthvað verið að fela - líkt og annars staðar í þessu rotna spillingarkerfi sem hér hefur greinilega sýkt allt og alla sem kunna á kennitöluflakk og að búa til draugafyrirtæki til að fela önnur draugafyrirtæki.

Ég hef áður leitað að eigendum Fjarðarkaupa en ekki fundið þá!

Vona að ég hafi rangt fyrir mér - þá skal ég fara að versla í Fjarðarkaupum.

Þór Jóhannesson, 10.12.2008 kl. 11:43

40 identicon

sæll, ágætis færsla hjá þér en margar holur í henni.

Bónus er ekki í flestum tilfellum ódýrast, þeir eru alltaf ódýrastir. Og líka það þú geymir peningana þína í banka vænti ég?, það skiptir litlu hvert þú snýrð þér þeir eru allir orðnir ríkisvæddir og spillingin í þeim öllum að koma uppá yfirborðið, þó að Jón Ásgeir sé ekki vinur þinn þá er Bónus vinnustaður margra og einnig sú verslun sem flestir kjósa sér að versla við, Fjarðarkaup er einfaldlega dýrari.

ekki taka þessu sem leiðindum samt, vildi bara segja þetta:)

sigurður (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:47

41 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þór, sértu með aðgang að t.d. vef Lánstrausts (sem ég er ekki) að þá geturðu flett upp Fjarðarkaup hf, kt: 420773-0139

Síðast þegar ég vissi var Fjarðarkaup ennþá fjölskyldufyrirtæki.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 11:52

42 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Baldvin, hvenær verslaðir þú seinast hjá kaupmanninum á horninu?

Höfum við efni á að versla ekki þar?

Viljum við eintómar verslunarkeðjur meira og minna í eigu mafíósa?

Annars versla ég stundum í Krónunni og líkar það vel. Veit satt að segja ekki hverjir eiga þá verslanakeðju.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.12.2008 kl. 12:00

43 Smámynd: Baldvin Jónsson

Krónan er í eigu Jóns Helga & Co í Norvik (BYKO).

Ég verslaði síðast í fyrradag hjá kaupmanninum á horninu. Bý við hliðina á Melabúðinni og freistast allt of oft til þess að hlaupa þar út og kaupa eitthvað "smáræði" sem vantar í matinn. Það smáræði telur einhvern veginn alltaf strax í þúsundum.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 12:05

44 identicon

Hvad så Baddi.... er du ved at blive lidt rød ??? Kanon, godt at læse.

Islændinge har længe manglet "brok genet". Der kunne i sgu lære noget af os danskere. 

Men det ser ud til at I er ved at få nok.....det var sgu også på tide. Så ja klart boykot Bonus, men som de andre siger hvor fanden skal man så finde billige madvare i Island? 

Men jeg glæder mig til at se dig Baddi, på Austurvollur med et skilt !! Kommer til øen på lørdag og ser om du er der :-)

anders st. larsen (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:07

45 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ertu á leiðinni á klakann Anders?

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 12:12

46 identicon

jep. Leó og jeg kommer lørdag og Ásdís d. 18. vi bliver til den 4 jan. Lad os ses.

anders st. larsen (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:16

47 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég finn ekkert um eigendur Fjarðarkaupa en hef ekki heldur þennan aðgang sem þú talar um. En er ekki einvher hagsmunasamtök sem kalla sig "Mín Verslun" sem þar er að baki? Einhver bloggaði á Silfursblogginu um að Tryggvi Jónsson væri þar að baki - en það sel ég ekki dýrara en ég keypti það.

Þór Jóhannesson, 10.12.2008 kl. 12:18

48 Smámynd: Hákon

Síðast þegar ég skoðaði verðmunarlista milli verslanna þá jú var Bónus ódýrara en þá aðeins 1-5 krónum ódýrara en Krónan, ég persónulega vill glaður borga örlítið meira en að gefa Jóni Ásgeiri meira af peningum mínum. Varðandi Jón Helga (Byko,Krónan) þá finnst mér hann hafa verið lofsamlega lítið í umræðunni um alla ríku jólanna er hann einn af þeim góðu eða slæmu? Eða bara duglegur að haldi sig frá fjölmiðlum.

Hákon , 10.12.2008 kl. 12:51

49 identicon

Baldvin, ég sé ekki að fólk hafi úr miklu að velja.

Jón Ásgeri og Co eiga nánast allar matvöruverslanir.   Þeir eiga Hagkaup, bónus og 10-11.

Hann keypti 10-11 vísvitandi til að hækka verðið þar svo hann gæti hækkað verðið í bónus og haldið sama verðhlutfalli.  Bónus kemur út sem góði gæjinn en er í raunini að okra meir heldur en 10-11 gerðu áður en hann eignaðist þær.

Fjarðarkaup er reyndar einn möguleiki en ég sé samt ekki að fólk geti tekið á sig 20-30 þús aukalega á mánuði til þess eins að mótmæla.

Ég hinsvegar reyni eftir fremsta megni að velja íslenskt, og þegar ég hef kost á því versla ég annarstaðar en í hagkaup og bónus.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:52

50 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er sennilega ódýrara fyrir þjóðina að versla í Nóatúni og kaupa alltaf dýrustu merkin en að versla í Bónus, sé tekinn sá skaði sem Jón Ásgeir & Co hafa valdið þjóðarbúinu.

Theódór Norðkvist, 10.12.2008 kl. 15:02

51 Smámynd: Baldvin Jónsson

Arnar Geir, miðað við hvaða ofur innkaup ertu að miða ef þú heldur að það muni 20-30 þúsund á mánuði á Bónus og Fjarðarkaupum? Í mínu tilfelli, hjón með tvö börn, munar þetta mögulega um 5 þúsund krónum á mánuði, og við kaupum mikið af heilsuvörum sem eru hlutfallslega dýrari í Fjarðarkaupum.

Prófaðu bara, ég mana þig.

Þú ert Hvítasunnumaður, ekki gjalda keisaranum meira en keisarans er Arnar Geir.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 15:08

52 identicon

Það sakar ekki að prófa að versla þar, enda hef ég ekki komið þangað í langann tíma. 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:12

53 identicon

Já við hjónin verslum ennþá í Bónus og sú gamla er meira að segja komin í aukavinnu hjá Þeim feðgum.

Heyrðu vinur minn, svo ég pikki aðeins í þig varðandi það að þú segist ekki tala um að Jón Ásgeir sé eitthvað verri, hvað kallar þú þetta þá?: "Hann er að opinberast sem einn mesti fjárglæframaður Íslandssögunnar..." Maður bara spur...

Ég vel að versla við Bónus vegna vöruverðs og úrvals sem hentar minni fjölskyldu mjög vel. Ég er þeirrar skoðunar að Jón Ásgeir sé langt í frá vondi karlinn og beri ábyrgð á ástandinu heldur hafi hann "lent" í bölvuðum leiðindaátökum við aðra viðskiptahákarla svo ekki sé minnst á skattalögguna og ákveðna toppa í þjóðfélaginu. Hann hefur líklega ekki farið alveg rétt að öllu allsstaðar í sínum viðskiptum blessaður karlinn en þeir eru ansi margir aðrir sem hafa ekki heldur gert það og jafnvel á grófari hátt en ætluð verk Jóns Ásgeirs eru talin vera.

Líklega er erfitt að stunda sín innkaup á Íslandi án þess að vera að "styrkja" einhverja fjárglæframenn eða aðra sem teljast einnig vafasamir á einhver hátt. Allur fréttaflutningur af öllu því fólki sem átti þátt í þessu bankahruni, undanfara þess og eftirleik, er á þann hátt að allir eru gerðir ótrúverðugir og málaðir einhverjum leiðindalitum á borð við fjárglæframenn, sumir sagðir "innvígðir og innmúraðir" og fá sérmeðferð í upggjörinu, vera hluti af Samspillingunni eða eitthvað þess háttar. Hverju á maður að trúa í þessu öllu saman og hvað getur maður gert?

Ef ég fer út í að verja meira fé í matarinnkaup vegna þess að ég tel að einhverjir ákveðnir aðilar eigi of mikinn hlut í þessu ástandi hér, þá er ég í raun að grafa undan sjálfum mér í leiðinni því ekki eru til endalausir sjóðir á heimilinu. Kannski væri ég með því að sniðganga rangan aðila og koma öðrum verri á fót? Hvað veit maður?

Mér þykir mikil ástæða til að rýna svolítið dýpra í allt þetta mál og taka fréttum með ögn af salt því það virðast allir sem að þessu koma vera alveg stálheiðarlegir að eigin sögn og nota hvert tækifæri til að hvítþvo sjálfa sig en eru svo hinir verstu krimmar að sögn hinna. Fer allt eftir við hvern er talað. Þeir sem skrifa söguna í dag eru við völd og þeir stjórna "upprisunni" í efnahagslífinu á Íslandi. Hvað þeir segja er kannski ekki allt rétt frekar en það sem hinir segja sem standa í varnarlínunni. Það er nefnilega mikið af fólki þarna sem þarf að passa að ekki slettist upp á mannorðið og beita sér í þeirri vinnu.

Það var nú ekkert smá klikkerí þetta smá klikkerí hjá fjármálaráðherranum að hann var ekki betri í ensku en hann var þegar hann átti samtal við Darling fjármálaráðherra Bretlands um ástandið hjá íslensku bönkunum. Það kostaði að Bretar beittu hryðjuverkalögum á íslenska banka og algjört harðlífi varð í viðskiptum Íslendinga við umheiminn! Svona er sagt frá þessu og látið glymja í eyrum landsmanna dag eftir dag. Er þetta rétt? Vegna þessara mistaka ráðherrans þá ætti ég alls ekki að eiga viðskipti við SPRON (því ég held að karlinn eigi í honum) þrátt fyrir vildarkjör sem það fyrirtæki býður mér. Samt held ég áfram að eiga viðskipti við SPRON.

Nóg um það. Þetta er fín umræða hjá þér og gaman að sjá mismunandi skoðanir fólks hérna.

Að lokum langar mig til að benda á að Pétur Blöndal treystir ekki ríkisstjórninni til þess að semja um innistæðureikninga í íslensku bönkunum erlendis. Lesa hér

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:13

54 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kalli, mín rök eru einmitt þau að MEÐ ÞVÍ að versla við Bónus, sértu að grafa fjárhagslega undan heimilinu þínu. Lestu endilega betur þessar pælingar hérna. Ég tel að með því að versla við Bónus sértu að styðja við það að sömu öfl stjórni hér áfram með tilheyrandi óðaverðbólgu sem ætlar hér allt að drepa núna.

Koma öðrum verri á fót??  Er þín hugmyndafræði sú að díla bara við skrattann af því að ef hann er ekki þá kæmi kannski annar verri??  Ég skil ekki þessa hugmynd þína. Hún byggir á gríðarlegri meðvirkni.

Það að hann sé líklega einn mesti fjárglæframaður landsins - þýðir ekki að hann sé verstur eða bófi eins og gefið var í skyn hér að ofan. Einn mesti þýðir einfaldlega einn af mörgum sem standa fram úr í málinu.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 15:38

55 identicon

Eigandi Fjarðarkaups heitir Sigurbergur, er alveg dottið úr mér hvers son hann er í augnablikinu, og einn eða tveir synir hans starfa með honum þarna. Þetta er mjög góð verslun, og eitt flottsta kjötborð landsins að mínu mati. Ef ég væri ekki alveg á hinum enda landsins mundi ég versla þar og bara þar.

(IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:07

56 identicon

Sæll Baldvin.

Ég held þú sjáir þetta alveg rétt. Ég er mjög líklega meðvirkur en hef kosið að skipta við Bónusfeðga þangað til annað verður ákveðið.

Óðaverðbólgan ræðst ekki af því hvort ég versli við Bónus eða einhvern annan. Ef ég versla íslenskar vörur frekar en innfluttar þá hef ég meiri áhrif á verðbólgumyndun. Gengið er líka að pumpa bólguna duglega upp.

Að díla við skrattann... hehehe mér líkar þessi líking. Já ég tel í raun að ekki skipti máli við hvern er verslað hér á landi eins og staðan er í dag. Helv. lætin sem á manni dynja eru þvílík að ég tók þá ákvörðun að sjá til og bíða eftir því hvað kemur upp úr kafinu þegar mesta rykið hefur sest. Þangað til ætla ég að halda áfram mínu striki eins og það var tekið fyrir okt. 2008 þannig að spurningunni í fyrirsögninni er svarað af minni hálfu.

Pælingarnar hér að ofan skil ég alveg en eins og ég sagði í fyrra innleggi þá er manni nánast ómögulegt að vita hver sé betri en annar í þessum málum og við hvern á að skipta?

Baugur stjórnar ekki landinu eins og ég sé þetta, það er á vissan hátt stjórnlaust vegna ósamkomulags innan stjórnkerfisins og átaka valdamanna í viðskiptalífinu. Allt er þetta falið í upphrópunum manna á milli í fjölmiðlum. Gamla trikkið notað, að þyrla upp ryki svo ekki sjáist hvað raunverulega fer fram.

Það er góðra gjalda vert ef fólk vill knýja fram breytingar og hafa áhrif á samfélagið með umræðum og aðgerðum eins og þú ert með hérna á síðunni. Þetta opnar augu fólks vonandi ef umræðan er á réttum nótum eins og mér sýnst hún vera. Kannski snýst ég frá því að versla við Baugsfyrirtækin eftir að lesa innleggin hér og tala nú ekki um efni sem verður vonandi bent á hérna sem upplýst gæti fáfróðan og lítt lesinn mann á borð við mig.

Aftur varðandi að díla við skrattann. Ég er ekki eins viss um að Jón Ásgeir eigi jafn mikið í þessu ástandi á landinu eins og honum er gefið. Það voru margir aðrir sem tóku þátt í leiknum og töpuðu miklu sem við erum nú að gjalda fyrir. Þetta lítur hins vegar ekki vel út fyrir hann miðað við það sem heyrist í fréttum.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:40

57 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Mér hefur sýnst að þessi Jón Ásgeir og pabbi hans Jóhannes Jónsson í Bónus séu bara tveir menn sem hafa lagt nótt við nýtan dag og unnið sína vinnu og hagnast á dugnaði, eljusemi og útsjónasemi og farið vel og vandlega með þessa kr.1,000,000 (einu milljón) sem þeir byrjuðu með þegar þeir stofnuðu sína fyrstu verslun í Súðarvoginum. 

Ég held að engir tveir menn hafi verið rannsakaðir jafn vandlega og mikið af lögregluyfirvöldum og þeir feðgar.  Það var ekki mikið sem hafðist upp úr því krafsinu.

En öfund, afbrýðissemi og takmarkalaust blint hatur þeirra sem hafa aldrei getað neitt, gert neitt né áorkað neinu alla sína hunds og kattar tíð orsaki þetta brenglaða litróf sem þessir ágætu feðgar sjást í, í augum þessa aumingjans fólks. 

Kær kveðja, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 10.12.2008 kl. 17:56

58 identicon

Baldvin

Hver er viðskiptabanki þinn???

Hjá hverjum kaupir þú bensín???

Hjá hvað fyrirtæki eru í símaviðskiptum???

Svaraðu þessu, þá skal ég taka mark á þér, en svörin verða að vera sönn

Hlýri

Hlýri (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 18:54

59 identicon

Ég vil líka benda á að það er rétt að sniðganga algjörlega fatabúðina NEXT, eigundur hennar áttu hana í gegnum eignarhaldsfélag og létu þetta fara á hausinn og keyptu hana svo aftur úr sínu eigin þrotabúi, og þar með búin að afskrifa skuldir sínar, en halda gróðanum. Mjög einfalt að láta þetta fyrirtæki fara aftur á hausinn.

Óli (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 19:22

60 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég tek undir með þér Sigurbjörn, þetta VAR líka mín hugmynd um þá feðga.

Nú hefur hins vegar opinberast hvaða viðskipti sá yngri stundaði í gegnum Glitni, finnst þér hann enn bara vera öðlingsdrengur og dugnaðarforkur? Í hinum siðmenntaða heimi væri fyrir löngu búið að handtaka hann fyrir innherjaviðskipti.

En þér finnst það kannski bara töff? Bara sjálfsbjargarviðleitni?

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 19:29

61 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll Hlýri, ég á viðskipti við Baug í gegnum Vodafone því miður.

Það er eitthvað sem er verið að vinna í að breyta, var með viðskipti þar í gegnum starfið mitt. En þar sem að ég tók þessa ákvörðun bara í gær endanlega með að slíta á viðskipti við þá að þá er ég því miður ekki lengra kominn.

Gallinn við símamálin er hins vegar, hvert getur maður farið??  Mér líst ekki betur á Exista menn svo sem.

Tal næst illa á fjöllum þar sem ég eyði mestum tíma vinnulega séð í dag, hvaða ráð eru þar eftir?

En ég versla eldsneyti við N1 sem er annað monopoly svo sem, en ill skárra finnst mér. Viðskiptabanki minn er SPRON, sem Guð má vita hvernig stendur í dag og með hverjum hann sængar.

Vonandi að þetta svari þér Hlýri, ég er að vinna í því að losa mig endanlega. Það krefst bara yfirlegu - þessir menn allir saman eru með klærnar allsstaðar.

En það þýðir ekki Hlýri að ég ætli að gefast upp.

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 19:33

62 identicon

Góð tillaga af þinni hálfu Baldvin.
Held ég taki þig bara á orðinu og snúi mér að FK í framtíðinni. Enda svosem ekki langt að fara.
Jón Ásgeir er bófi svo mikið er víst.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:09

63 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Við fjölskyldan verslum í Fjarðarkaupum og stundum Melabúðinni og á móti aðeins auknum kostnaði miðaða við Bónus höfum við einfaldlega skorið niður neysluna og notum bara minna af öllu. Minna smjör á brauðið..minni uppþvottalög í hvert uppvask....þannig jöfnum verðið nokkurn veginn og getum sofið betur að vera ekki að púkka upp á þá sem við viljum ekki að fái peningana okkar. Það er kanski ekki mikið vald í minni litlu buddu en ég kýs að nota það samt. Margt smátt gerir eitt stórt og það eina sem þessum köppum svíður er þegar peningarnir minnka.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.12.2008 kl. 23:53

64 identicon

Því miður er ekki um annað að velja hjá okkur hér úti á landi. Við verðum að lifa kreppuna af. Ekki vill samkaup lofa okkur það.. svo bónus býður okkur betur, glæpamenn eður ei! Skil samt alveg að menn eru reiðir. Ég vil bara lifa af ég og mín fjölskylda (fátækir námsmenn). Við ættum kannski að fá fjarðarkaup hérna á ÍsaFJÖRÐ:) Reikna samt ekki með að það sé að fara að gerast á næstunni!

kveðjur. 

sunneva (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 00:06

65 identicon

Ég er Hafnfirðingur sem bý á Ísafirði og mér svíður að þurfa að versla í Bónus en Samkaup er bara einspoka búð og er þá á sama verði og fjórir í bónus.

Fjarðarkaup er í eigu Sigurbergs Sveinssonar og fjölskyldu, synir hans þeir Sveinn og Gísli hjálpa honum við reksturinn. 

Mínar heimildir herma að þeir hafi staðið af sér fleirri en eina tilraunir Bónusmanna við kaup á búðinni.

Af áralangri verslun við Fjarðarkaup þá get ég fullyrt að leitun er að betri búð hér á landi.

Þeir hafa rekið skuldlaust fjölskyldufyrirtæki sem helst vel á starfsfólki í hartnær 30 ár.

Ingvar Reynisson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 00:09

66 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hættið líka með áskrift að Stöð 2. Hættið að lesa Fréttablaðið.

Theódór Norðkvist, 11.12.2008 kl. 00:13

67 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér finnst þessi umræða einföld, barnaleg og vanhugsuð.

Ef þið viljið viðhalda heilbrigðri samkeppni þá er bara best að dreifa viðskiptum sínum. Finnið út hvaða vörur eru ódýrastar á hverjum stað og kaupið hana þar ef tök eru á.

Þessi pistill, Baldvin, er hreinræktaður áróður fyrir Fjarðarkaupum og því ekki sérlega trúverðugur. Ásökun þín á hendur eigendum Bónus er ósönnuð og því marklaus og ef ég ætti Bónus myndi ég kalla þetta atvinnuróg.

Verslið bara þar sem ykkur sýnist hvort sem það er Bónus eða Fjarðakaup. Ég versla sjálfur ekki í þessum búðum en hef ekkert á móti þeim.

Haukur Nikulásson, 11.12.2008 kl. 01:19

68 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hvað er ósannað af því sem ég set hér fram sem fullyrðingar Haukur? Koma hér fram ýmsar vangaveltur, en ég tel mig ekki fullyrða neitt hér sem hefur ekki komið fram opinberlega á undanförnum vikum.

Er ósannað að Jón Ásgeir hafi beitt innherja viðskiptum í viðskiptum sínum með eignarhluta í sínum eigin félögum? Ég er nú hræddur um ekki. Það kom allt frekar skýrt fram í Glitnismálinu og umræðunni um meðal annars Peningarmarkaðssjóð 9.

Fjarðarkaup kom hér upp í umræðunni sem valkostur. Verslið endilega við Krónuna og BYKO veldið ef að ykkur hugnast það betur. Verslið endilega áfram við Bónus ef samviska ykkar býður ykkur það. Ég fann fyrir mig persónulega, hjá mér sterka þörf til þess að setja mínar vangaveltur hérna fram.

Eigið þetta við eigin samvisku en ég kýs að styðja ekki við þetta bull lengur.

Baldvin Jónsson, 11.12.2008 kl. 01:28

69 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst eiginlega þetta komment frá Anders það besta í allri þessari umræðu:

"Islændinge har længe manglet "brok genet". Der kunne i sgu lære noget af os danskere. 

Men det ser ud til at I er ved at få nok.....det var sgu også på tide. Så ja klart boykot Bonus, men som de andre siger hvor fanden skal man så finde billige madvare i Island? "

Nú er bara að fara í búðirnar og leita!

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2008 kl. 01:56

70 identicon

Já bæði vegna þess að þar er ódýrast að versla þar sem ég bý g svo hefur Jóhannes í bónus verið lang duglegastur að styrkja mæðrastyrksnefnd og aðrar hjálparstofnanir en allir aðrir.

Linda (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 08:41

71 Smámynd: Haukur Nikulásson

Baldvin, það er eðlilegt að við séum reiðir í því ástandi sem hér er. Ég er t.d. reiðastur Davíð Oddssyni fyrir að leggja Glitni á hliðina á 4 dögum frá því þeir biðja um lán. Það var óþverraháttur sem setti allt annað á hliðina í Dóminóeffekt.

Það er hlutverk yfirvalda að fylgjast með því sem við gerum. Þeir hafa sett leikreglurnar fyrir auðmennina sem þú ert reiður út í. Þeir hafa m.a.s. dregið uppáhaldssökudólginn þinn og haft fyrir rétti í sex ár án þess að finna neitt sérstaklega saknæmt sé tekið mið af umfangi viðskskiptanna hans. Ég ætla hreint ekkert að afneita því að það hljóti að koma upp einhver mál varðandi auðmennina og finnst jafnvel ekki ólíklegt að einn af hverjum fimm hafi eitthvað óhreint í pokahorninu þegar upp verður staðið. Það er bara ósönnuð hugleiðing eins og mér finnst þín vera. Hvort Jón Ásgeir verður í þeim hópi finnst mér hins vegar ekki líklegt miðað við árangurslausa eltingaleikinn við hann. Mér finnast aðrir líklegri.

Þú mátt að sjálfsögðu kjósa að Jón Ásgeir sé ekki boðlegur í viðskiptum. Þrátt fyrir að allt hafi farið hér á hausinn er samt til staðar að við megum ekki fullyrða svona blákalt um sekt og glæpi án þess að þurfa hugsanlega að svara fyrir það sem atvinnuróg eða rangar sakargiftir.

Haukur Nikulásson, 11.12.2008 kl. 10:18

72 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég skil hvað þú ert að fara Haukur, við erum greinilega bara þarna ósammála. Ég tel orðið liggja skýrt fyrir að Jón Ásgeir eru sekur um gríðarleg innherjaviðskipti og mun það eflaust koma enn betur í ljós nú þegar að óháður aðili verður loksins fenginn að Glitnis rannsókninni.

Þú hefur hins vegar ekki lesið mikið hérna hjá mér teljirðu Jón Ásgeir vera einhvern uppáhalds sökudólg hjá mér. Ég hef oftar en ekki tekið upp hanskann fyrir hann gegn mínum uppáhalds sökudólgum, ráðamönnum íslensku þjóðarinnar með, svo undarlegt sem það nú er, Davíð Oddsson í fararbroddi.

Baldvin Jónsson, 11.12.2008 kl. 11:27

73 identicon

Þetta er Bara Vonlaus Staða sem Skríllin er í

En staðan mun batna

Hættum að Borga

Þá er hægt að koma Verðtryggingu burt

kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 14:33

74 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er fyrir löngu hættur að versla í Bónus - fer núna í Krónuna vestur í bæ og kann mjög vel við þá búð - ég bendi börnunum mínum á að ef þau vilja halda áfram að versla í Bónus að kaupa þá bara það sem er á  tilboði á hverjum tíma hjá þeim háu útrásarvíkingum, annað ættu þau að kaupa td í Krónunni eða Fjarðakaupum en ekki versla meira hjá Baugsfeðgum - við munum ekki styrkja þá áfram

Jón Snæbjörnsson, 11.12.2008 kl. 15:07

75 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Lengi lifi kaupmaðurinn á horninu....þeir fáu sem ekki er búið að útrýma.

Georg P Sveinbjörnsson, 11.12.2008 kl. 16:27

76 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þó það komi ekki þessari umræðu beinlínis við:

Maðurinn sem var búinn að vera dáinn lengi án þess að nokkur vissi sást síðast á lífi í verslun Bónus í Breiðholti í ágúst s.l.

Hefði hann verslað að staðaldri við bræðurna í Kjötborg hefði ekki liðið svona langur tími þangað til einhver rankaði við sér.

Mig grunar að verðlagningin hjá þeim bræðrum sé ekki hærri en svo að þeir hafi í sig og á af rekstrinum og kannski eitthvað smávegis í handraðanum.

Þar eru á ferð menn sem láta sér annt um kúnnana langt út yfir þau mörk sem hægt er að ætlast til að kaupmaðurinn sem selur þér vörurnar sem þú þarfnast geri.

Mæli með að fólk horfi á myndina á jóladagskvöld kl. 19:20 á RÚV.

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2008 kl. 17:27

77 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gréta, burtséð frá umræðunni hér að þá finnst mér þetta heldur grimmileg yfirlýsing.

Gaukshólamálið er gríðarleg sorgarsaga, en sorgarsaga sem snýr meira að því hvernig við komum orðið fram við bæði eldra fólk og fjölskyldu okkar. Það er ekki hægt að hugsa sér mikið sorglegri örlög en að vera svona afskiptur í samfélagi manna.

Baldvin Jónsson, 11.12.2008 kl. 17:37

78 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst yfirlýsing mín ekki grimmileg þar sem ég er ekki að kenna neinum einum eða sérstökum um Gaukshólamálið, ég tala aðeins um þá grimmilegu staðreynd að þetta gerðist í raun og veru.

 "Gaukshólamálið" og önnur viðlíka mál stafa af þeirri firringu sem orðin er í þjóðfélaginu okkar.

Þeir bræður í Kjötborg eru hins vegar fulltrúar þess samfélags sem að mörgu leyti er horfið, þar sem einstaklingar koma hver öðrum við. Það kemur fram í kvikmyndinni að bræðurnir leggja sig fram um að kynnast viðskiptavinum sínum persónulega - hvenær heldur þú að kassadama í Bónus hefði áhuga á því - hvað þá tíma til þess, þó hún vildi það?

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2008 kl. 19:04

79 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gleymdi að segja að bræðurnir leggja sig ekki aðeins um að kynnast viðskiptavinum sínum - heldur ganga þeir jafnvel svo langt að aðstoða þeir þá við mál sem koma verslunarrekstri þeirra ekki við á nokkurn hátt, eins og í tilviki mannsins sem þeir útveguðu jakkaföt til að vera í við ákveðið tækifæri - þó þeir selji mestmegnis matvöru, en ekki fatnað.

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2008 kl. 19:07

80 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst reyndar merkilegt að það er stöðugt talað um manninn sem fannst látinn sem eldri mann, - samkvæmt því er ég orðin eldri kona, þar sem maðurinn sem um ræðir var á aldur við mig. En ég tel mig náttúrlega vera bráðunga ennþá.

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2008 kl. 19:11

81 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er í raun og veru aðeins að reyna með þessu sem ég segi hér að draga fram andstæðurnar milli viðskiptahátta stórmarkaðanna og kaupmannsins á horninu, þó málið sem ég tek sem dæmi sé svo sannarlega grimmileg árétting og áminning til okkar um þá firringu sem við búum við í okkar nútímalega þjóðfélagi (sem þó telur ekki nema um 320 þúsund einstaklinga), þar sem ekkert virðist skipta máli nema að hlutirnir gerist nógu hratt og auðveldlega. Aldrei er tími til að doka við og huga að því hvernig gangi hjá hjólátum nágranna sem lítið hefur sig í frammi, og enginn gætir að hvernig muni líða, fyrr en um seinan.

Ég veit að íbúar fjölbýlishússins sem um ræðir eru mjög slegnir og munu eftirleiðis hafa í huga að ekkert slíkt geti endurtekið sig í því húsi. En hvað með alla íbúana í öllum hinum húsunum?

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2008 kl. 19:20

82 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Ég verð að sammælast Badda í þessu, þó sorglegt sé að seigja að Bónus er enn ódýrasta verslunin og þar oft besti kosturinn og reynda meira neyðist fólk að horfa í allar krónurnar sínar, mæli frekar með að ríkið geri bónus upptækan eins og er gert með aðra glæpamenn út í hinum stóra heimi, ef þeir geta tekið bankana þá hljóta þeir að eiga skuldirnar ;o)   gjaldfella og þjóðnýta bónus.

Gunnar Björn Björnsson, 11.12.2008 kl. 19:49

83 Smámynd: Brattur

... það er náttúrulega skelfilegt að þeir (Bónus feðgar) skuli á sínum tíma hafa fengið að kaupa Hagkaup og síðan 10/11 verslanirnar og ná slíkri yfirburðamarkaðsstöðu sem þeir hafa í dag... með bankahruninu, sem þeir eiga drjúgan þátt í, höfum við síðan fengið bakreikning á matarreikninginn og Bónus því orðin dýrasta sjoppan á landinu...

Brattur, 11.12.2008 kl. 20:09

84 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér buin að gera það sama sjalfur reini að kaupa allt annarstaðar Það er satt sem að brattur segir allur okkar ávinningur í vöruverði er horfin þegar verður buið að bæta útrásarskaðann

Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.12.2008 kl. 20:24

85 identicon

Versla ekki í Bónus og reyni að forðast Baugsverslanir eins og heitan eldinn.

Vandinn er að stundum álpast maður inn í búllu á þeirra vegum án þess að vita að þeir eigi staðinn.

Versla matvöru í Fjarðarkaup munar ekki miklu miðað við Bónus og síðan reyni ég að versla við smávöru verslanir sem eru í eigu einstaklinga.

Dæmi um búð sem ég kaupi t.d gjafavöru í er Pipar og salt á Klapparstíg sem er í eigu alveg sérdeilis elskulegra hjóna.  Elska þessa litlu, fallegu búð og gæðalegu eigendur hennar (tek það fram að ég er ekki á þeirra vegum hér né þekki þau neitt persónulega)

Sumt er jú dýrara en ég versla bara minna en áður og líður betur með það.

En síðan verðum við að fara að taka með þegar við erum að spá í verðlag að við borgum skuldir Jóns og co eftir bankahrunið í formi lána IMF, skatta o.fl. sem þeir eru svo "snjallir " að skilja eftir fyrir okkur "skílinn".

Ásta B (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 22:17

86 Smámynd: Sleepless

Langaði bara að benda ykkur stórneytendum á að krónan er búin að hækka verð minna en aðrar verslanir, eða hafði allavega gert það síðast þegar ég sá kannanir.

Og svo er kjötborðið frá þeim hrein og tær snilld og klárlega eitthvað sem bónus er ekki að bjóða uppá.....

Sleepless, 12.12.2008 kl. 10:33

87 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég skil vel að fólk telji sig ekki hafa efni á því að hætta að versla í Bónus. Þeir ERU ódýrastir, það er staðreynd

En það er tvennt sem fólk þarf að hafa í huga.. Í fyrsta lagi þá er verðmunurinn ekki eins mikill núna þar sem Bónus hefur í mjög mörgum tilfellum hækkað vöruverð meira en aðrar verslanir. Þeir eru að færast nær öðrum verslunum

Í öðru lagi... þá eru þeir ódýrastir VEGNA fjöldans sem verslar þar. Í krafti magns geta þeir haft vörverð lægra

Það gildir líka um aðrar verslanir. Ef fólk hættir í stórum hópum að versla í Bónus og beinir viðskiptum sínum annað geta þær verslanir lækkað verð

Svo eru það öll hin fyrirtækin í eigu Jóns Ásgeirs.

Ég reyni að beina viðskiptum mínum annað þegar ég get og veit hvar eignahlutfallið liggur. Hef gert það í mörg ár.

Ef fólk sameinast um það þá finna þeir fyrir því strax.

Heiða B. Heiðars, 12.12.2008 kl. 11:19

88 identicon

já og svo er lika Krónan hún er í mörgum tilfellum ódýrari ég versla bara þar :)

Guðrún A (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:41

89 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Munið eftir að horfa á "Kjötborg" á jóladag!

Munið líka að minni verslanir þrífast á því að einhverjir versli þar, frekar en í stórmörkuðum, og að það er frekar möguleiki fyrir þær að lækkað verðið ef salan er nóg, eins og Heiða bendir á.

Það væri líka gott ef heildsalar hættu að bjóða stóru verslunarkeðjunum sérkjör vegna magninnkaupa, umfram litlu kaupmennina, það drægi úr mismun(unni), en líklega er lítil von til þess að það gerist.

Einu sinni heyrði ég af smákaupmanni sem keypti sínar vörur inn í Bónus, vegna það að hann fékk vörurnar ódýrara þar en frá birgjanum sem hann annars hefði verslað við.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2008 kl. 12:39

90 identicon

Tinnsl, það passar að sumar sjoppur versla í bónus.  Bónus kaupir í það miklu magni frá heildsölum að þeir fá afslátt þar.  Þar af leiðandi geta þeir selt sjoppu eigendum hlutina ódýrari en listaverðið á heildsölum er.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:16

91 Smámynd: Njáll Harðarson

Skemmtileg umræða um hvort menn eigi að versla við þennan kaupman eða hinn. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir venjulegt fólk að finna út úr því hvað eigendur hinna ýmsu verslana hafi á samviskunni

Það sem mér fynns vanta í þessa umræðu er.

Kaupa Íslenskt fyrst og fremmst.

Hlúa að kaupmanninum á horninu.

Kaupa ekki Tesco vörur. (skýri þetta nánar)

Þær vörur sem ég kalla Tesco vörur eru svokallaðar vörur framleiddar fyrir viðkomandi verslun af tilboðsaðilum sem geta verið hver sem er, í öllu falli lægstbjóðandi. Þannig að þegar varan kemst í vandræði vegna gæða eða sölu, þá bitnar það ekki á neinu sérstöku vörumerki, heldur verður framleiðlusamningurinn stöðvaður og annar tilboðsaðli settur í gang með að framleiða viðkomandi  vöru eins ódýrt og hægt er

Hugmyndin með kjörverslun er að viðskiptavinir geti haft vöruúrval og valið þar af leiðandi úr vörumerkjum. Þegar verslanakeðjur komast upp með að framleiða og selja Tesco vörur, þá drepa keðjurnar niður framleiðlugetu viðkomandi og þrengja vöruúrval viðskiptavina sinna í viðleitni sinni við að ota sínum tota ef svo má að orði komast.

Hér í Bretlandi þar sem ég bý og Tesco ríður röftum, þá eru allar hillur gráar á litinn, vörur eins og skeino fæst bara sem Tesco skeino, eldhúsrúllan sem ég hef keypt um langt árabil tók uppá því hérna um daginn að detta í sundur í höndunum á mér og fór ég þá beint út í tunnu til að kíkja á umbúðirnar, jú viti menn, Tesco var þarna með sitt merki í horninu. Gæðin farin þó útlitið væri alveg eins.

Hér getum við keypt Tesco pylsur, Tesco brauð, Tesco Tomatsósur, Tesco kattamat og listinn er endalaus, vandamálið er að flest öll önnur vörumerki eru óðum að hverfa, td. er einungis hægt að kaupa Tesco instant kaffi og eina aðra kaffitengund. Það er þannig með flestar aðrar vörur, Tómastsóuna, Kattamatinn you name it.

Umræðan á að snúast um hag þjóðarinnar og passa uppá að falla ekki í sömu gryfjuna og Bretar.

Ef þið viljið kaupa og borða það sem ykkur þóknast best, þá þarf að hafa þetta að leiðarljósi.

lifið heil.

PS. munið að kaupa íslenskt!

Njáll Harðarson, 12.12.2008 kl. 13:20

92 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Njáll, veist þú hvort vörumerkið "Euro Shopper" er svona Tesco framleiðsla? Mig grunar það, þetta er merki sem mikið er selt í Bónus og er langódýrast.

Varðandi það að kaupa íslenskt þá langar mig að benda á að í versluninni "Góð Heilsa Gulli Betri" á Njálsgötu 1 mátti um daginn kaupa íslenskt heilhveiti, það er að segja ræktað hér á Suðurlandi, 2 kg kostuðu 750 krónur, sem ekki getur talist nein ósköp, sé miðað við gæði. Hef ekki farið og keypt, líklega eru birgðirnar ekki miklar af þessu, svo kannski er hveitið uppselt nú þegar, því margir eru spenntir að smakka, gæti ég trúað.

Ég tek heilshugar undir orð þín, Njáll, að hér á landi er það algjör nauðsyn að við gerumst meðvitaðri sem neytendur, ekki aðeins hvað varðar verðlagningu, heldur líka hvað varðar gæði, hollustu og framleiðsluhætti, það sem á ensku heitir að vera "consumer conscientious", (er það annars ekki rétt hjá mér?).

Muna eftir að kíkja alltaf á vörulýsingar á pakkningum,um innihald, magn, og síðast en ekki síst framleiðanda og framleiðsluland + íblönduð efni. Ekki spillir að varan sé vottuð með svaninum eða öðrum vottunum (man þær ekki í svipinn) um veraldarvæna framleiðslu.

Og auðvitað: Kaupa íslenskt, ef það er í boði!

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2008 kl. 15:32

93 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Njáll Harðarson;  Athyglisverð grein hjá þér.  Ef Tesco varan er grámygluleg eins og það sem er inni í umbúðunum, þá hlýtur að eiga að vera svona.  Þegar ég bjó úti í London og Bournmouth í nokkra mánuði á hvorum stað, þá var enski maturinn alltaf vondur.  Alltaf grámyglulegur nema þegar maður setti tómatssósuna á gráan firkinn.  Meira að segja ýsan og þorskurinn hjá Fish&Chips köllunum á götuhornunum vour grámyglulegir.  Englendingum þykir fiskur hér á Íslandi vondur því hann er of nýr, of ferskur.  Þeir þekkja hann ekki svoleiðis.  Togarafiskurinn sem þeir komu með frá Íslandsmiðum (þetta var 1966 og 1972) var orðinn margra daga gamall og hafði velkst um í lestunum og þetta vöndust þeir á.

Kveðja, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 12.12.2008 kl. 17:46

94 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta minnir mig á smáýsuflökin sem ég keypti í fiskbúð bæjarins þegar ég bjó í Skotlandi fyrir 30 árum síðan - maður hafði samviskubit af því að kaupa, matreiða og snæða þessi litlu, fyrrverandi grey.

Hins vegar fékk ég að upplifa þá ógleymanlegu lífsreynslu að snæða djúpsteiktan fisk og franskar, hið klassíska "fish and chips" eins og "á" að borða þann þjóðarrétt Breta, sem sé með fingrunum upp úr dagblöðum sem vafinn hafði verið í kringum matinn, - þó með smjörpappír (bökunarpappír) sem innsta lag. Sleppti því þó að hella ediki út á herlegheitin, vildi ekki eyðileggja máltíðina fyrir mér (þó mér finnist gott að hafa skvettu af sítrónu út á fiskrétti, það er allt annað mál, eða að hafa capers með slíkum réttum). Þessi máltíð bragðaðist reyndar merkilega vel, enda etin í góðum félagsskap, sem þó bauð ekki upp á bjór með, það hefur varla þótt við hæfi þar sem þetta var á fundi í kvenfélagi í "The Church of Scotland" (kvenkyns-partur hjónanna sem leigðu okkur var þar formaður og tók mig oft með sér á fundi, þar sem ég átti lítið félagslíf á þessum árum sem heimavinnandi húsmóðir með tvö börn, eiginmaður minn fyrrverandi var námsmaður þarna við "The Scottish College of Textiles", ekki einn einasti leikskóli í öllum bænum, það var allt mjög gamaldags þarna, miðað við Ísland), sem haldinn var í safnaðarheimilinu og konurnar vildu sem sagt gera vel við sig þetta kvöld, - minnir að við höfum fengið djús með.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2008 kl. 18:20

95 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bærinn sem við bjuggum í heitir Galashiels, og er um 50 km sunnan við Edinborg. Þetta var þá bær á stærð við Akureyri, eða með um 15 þús. íbúa.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2008 kl. 18:21

96 Smámynd: Nonni

Ef allir hætta að versla við bónus og það fer á hausinn þá tapar ekki Jón Ásgeir heldur almenningur-bankarnir og ríkið. Hann skuldar svo mikið að hann á bankana, og það versta sem gæti gerst er ef fyrirtækin hans færu á hausinn. Hann ætti alltaf peninga þannig að þetta með að hætta að versla í bónus til að koma höggi á hann út af kreppunni er bara heimskulegt.

Kreppan er jafn mikið okkur að kenna og honum, flestir voru að eyða umfram sinni getu.

Nonni, 12.12.2008 kl. 18:24

97 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nonni, það er búið að benda á ítrekað með tölum frá m.a. Seðlabankans að þáttaka almennings í lánabólunni var hverfandi, a.m.k. á árinu 2007 eða 3,6% af heildarútlánum bankanna.

Rökin um að það að hætta að versla í Bónus bitni bara á okkur?!? Ég veit eiginlega ekki hvort að ég yfirhöfuð reyni að svara svona algerlega innihaldslausri yfirlýsingu.

Nei, ég sleppi því bara.

Baldvin Jónsson, 12.12.2008 kl. 18:48

98 identicon

Þetta er góð umræða, ég ætla að tékka á verðum í Fjarðarkaup og skoða málið. Ég hef þó fyrir fjölskyldu að sjá og verð að haga mér samkvæmt því. En ef Fjarðarkaup standast samkeppni þá er ég alveg til í að fara þangað.

Samkeppni er góð og við ættum ekki að gleyma því að Baugsmenn hafa beitt bolabrögðum og valdníðslu alla tíð í þeim tilgangi að gera út af við samkeppni. Ef hægt er að styðja við samkeppni og Fjarðarkaup eru að standa sig þá eigum við að styðja þá ekki spurning.

En Baugsmenn komust í kringum lögin á sínum tíma með því að eiða örruglega hlutfallslega jafn miklum fjárhæðum í varnir og OJ gerði. Hann komst líka undan lögum. Þeir hafa ekki gott orðspor á mínum bæ og hefur strákurinn sýnt ótrúlega bíræfni í kreppunni, notað ringulreið og neyðarástand þjóðarinnar til þess að verða sér út um eignir.

Þannig að jú Fjarðarkaup, ég ætla að kíkja þangað.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 01:02

99 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er tilbúin til að versla hvar sem er svo lengi sem ég er að fá bestu verðin.  Í þessari tíð skiptir það meira máli en nokkuð annað.  Ég held að það ætti frekar að horfa á störf ríkisstjórnarinnar (eða ekki störf) í þá átt að leysa úr vanda okkar.  Með því að draga úr samneyslunni, hækka neysluvörur á við bensín og annað það sem er í bígerð til að minnka fjárlagahalla er beint verið að hækka vísitöluna og þar með lán almennings.  Það ætti að skoða mál sem standa vörð um heimili almennings á þessum tíma.  Huga að efnahagsmálum svo sem með upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils sem mundi hafa í för með sér vaxtalækkanir og hjöðnun verðbólgu.  Blása lífi í atvinnulífið.  Þetta eru mál sem mér finnst all mikilvægari en það hvar fólk verslar sitt lifibrauð.

Jóhannes í Bónus gerði góða hluti þegar hann setti Bónus á laggirnar.  Það var sannkölluð kjarabót.  Hvernig svo sonur hans hagar sínum viðskiptum líkt og aðrir útrásarmenn en svo önnur saga.  Íslendingar eru nú þegar búnir að eyða alltof löngum tíma í gagnslausa reiði vegna þessara útrásarmanna.  Beinið reiðinni í uppbyggilegan farveg og gerið ykkar besta í að kalla á umbætur í þjóðfélaginu.  Held ekki að útilokun á verslun í lágvöruverslunarkeðju sé lausnin.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.12.2008 kl. 01:42

100 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Munið að Bónus gerði út af við flestar litlu verslanirnar með undirboðum, í borginni og úti á landi, svo nú eru sums staðar engar aðrar verslanir eftir þar, og ekki um neitt annað að velja, sem er ömurlegt í hæsta máta. Eimitt með því að bjóða alltaf lægsta verðið, sumar vörur meira að segja langt undir kostnaðarverði, jafnvel á 1 krónu þegar tilboðin urðu sem lægst, þar sem Bónus hafði efni á svona bellibrögðum í krafti stærðarinnar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2008 kl. 01:49

101 identicon

Já Gréta! Loksins vorum við sammála um eitthvað. Í kreppu eru allir vinir trala la la la og allt það, nema allir hinir trala la la la knús:),

sandkassi (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 03:14

102 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Andrew er æði :D

Páll Geir Bjarnason, 13.12.2008 kl. 04:50

103 identicon

Hugmynd! Af hverju sendum við ekki bónus tölvupóst þar sem við segjum upp verslun við þá og stöndum síðan við það. Mér skilst að matvörumarkaðurinn sé með frekar litla álagningu en mikla veltu. Þá munar um minkun á veltunni þó að það sé ekki stór prósentutala.

Sigrún Unnsteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 14:13

104 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Gréta Björg Úlfsdóttir færsla 103;  Ég er þér sammála um að það sé alveg óþolandi þegar ein verslunarkeðja kaffærir aðrar verslanir með undirboðum, líkt og SÍS / Sambandskaupfélögin iðkuðu í kaupstöðunum úti á landi - og síðan að hækka verðið eftir að samkeppnin er farin.

En vissir þú, að Bónus verlanirnar hafa auglýst "sama verð allstaðar á landinu" (flutningskostnaður innifalinn í verðinu)?!

Nú væri spennandi að vita hvort þetta reynist satt!  Þá þurfa litlu kaupðstaðirnir ekki að hafa áhyggjur af verðinu og samkeppninni.

Kær kveðja, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 14.12.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband