Hvers vegna er alltaf talað um tvö ár?

Mér leikur forvitni á því. Næstu tvö árin snýst baráttan um að forða sem flestum fyrirtækjum frá gjaldþroti, það er vissulega svo. Haldi fyrirtækin mörg hver velli, heldur fólkið vinnu og það er að sjálfsögðu bráðnauðsynlegt hagkerfinu.

En eftir tvö ár byrjum við síðan að greiða af erlendum lánum af fullum þunga, halda ráðamenn að það verði þá bara allt í góðu?

Miðað við verga landsframleiðslu síðasta árs er áætlað að vextir og afborganir af lánunum verði um 10-15% af VLF.  Nú þegar við missum fjöld fyrirtækja, gríðarlegar tekjur af bönkunum, tekjur af áli vegna hríðlækkandi álverðs í heiminum, fólk sem flytur úr landi og gjaldþrota einstaklinga, þá snarlækkar hjá okkur VLF og því ekki ólíklegt að afborganir og vextir verði yfir 25% af VLF.

Það ræður einfaldlega engin þjóð í heiminum við það. Er það bjartari tími?

Svört upptalning, ég veit, en mér finnst betra að sjá það dökkt og verða mögulega fyrir ánægjulegri undrun en að fá þetta allt í bakið.


mbl.is Dýrasta endurskipulagning mannkynssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef rétt er haldið á spöðunum, þá verða lánin greidd upp með þeim peningum sem við fengum lánaða. síðan bætist við það vextir sem ekki eru í minni kantinum. 

skil reyndar ekkert útaf hverju og hvaða tilgangi þjónar að taka lán til að styðja við gengið þegar við beitum á sama tíma öllum þeim aðferðum sem Lilja Mósesdóttir lagði til. 

hefðum getað sleppt lánunum frá IMF en beit sömu aðferðum og við erum að beita í dag. það hefði gengið betur útaf því að þá væri skuldatryggingar álag landsins lægra vegna nær engra skulda. við gætum þá líka tekið á okkur halla á ríkisjóð í nokkur ár án þess að draga úr þjónustu.

Fannar frá Rifi, 9.12.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Koma afborganir og vextir af erlendum lánum ekki að halda krónunni líka í stöðugu lágmarki vegna eftirspurnar eftir erlendum gjaldmiðli til þess að borga lánin. Það veldur því að þetta verður enn dýrara. Vítahringur sem gengur ekki upp.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Tvö árin framundan í batann í þessu eru eins og hálfa árið sem átti alltaf að vera framundan í lækkun verðbólgu hjá Seðlabankanum og greiningardeildunum sálugu.

Ívar Pálsson, 9.12.2008 kl. 12:42

4 identicon

Tökum bara einn þátt í þessu efnahagsspili fyrir. Það eru tekjur og gjöld Landsvirkjunar. Núna er t.d. Kárahnjúkavirkjun rekin með bullandi halla og verður fyrirsjáanlega næstu árin, ekki bara tvö ár. Eitt af skilyrðum IMF er að rekstri Landsvirkjunar verið "outsource-að" og hún síðan seld þegar landið verður gleypt af EU skv. þeim reglum, sem þar gilda. Ekki eru nokkrar líkur á því að góðgerðafyrirtækni Alcan og Rio Tinto muni taka í mál að breytt verði um gjaldstofn fyrir raforkuna, miklu fremur muni þau krefjast lægri taxta. Hvert halda menn að fyrirtækið LV muni þá leita eftir auknum tekjum? Við getum ekkert annað farið til að kaupa raforku, Landsvirkjun hefur einokunarrétt á allri hagkvæmri raforkuframleiðslu með vatnsafli og stórum hluta hitaorkunnar líka. Það er búið að úthluta henni virkjunarrétti í nánast öllum vatnsföllum sem máli skipta. Samkeppni? Líkast til!

Boris (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 13:41

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Svona svipað og stjórnmálamenn hugsa aldrei lengra en 4 ár.

Fannar frá Rifi, 9.12.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband