Er verið að ráðgera yfirtöku á Framsóknarflokknum?

Samkvæmt athugasemdum frá Jónínun Benediktsdóttur á blogginu hjá Agli er verið að safna fólki í Framsóknarflokkinn til að taka þar yfir. Hún segir þar í einni athugasemdinni að það sé betri kostur en að reyna að stofna nýtt framboð, það sé bara einfaldlega ekki nægur tími til stefnu.

Er þetta hugarfar vænlegt til árangurs í stjórnmálum?

Og hvaða tímamörk er hún að miða við? Er einhver einhversstaðar búin að gefa eitthvað út eða uppi um mögulegar kosningar??  Það myndi gleðja mig mikið en hefur þó gjörsamlega farið fram hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

en hverjir eru það sem eru að reyna að taka yfir flokkinn? ESB sinnar eða ESB andstæðingar? finnst þetta frekar skrítið allt saman.

Fannar frá Rifi, 7.12.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Heyrast það til dæmis vera einhverjir sem hafa verið að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn að undanförnu, fólk sem hefur ekki lengur trú á að geta gert gagn þar innanborðs.

Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn fullur af fólki eins og þér Fannar, fólki sem langar mikið en fær ekki í nánustu möguleika á að taka þátt.

En bara svo að það sé á hreinu að þá er ég ekki þarna á meðal. Ég vil fátt frekar í pólitíkinni svona almennt, en að sjá Framsóknarflokkinn líða endanlega undir lok.

Baldvin Jónsson, 7.12.2008 kl. 17:33

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ef framsókn verður ESB flokkur hvað er þá eftir af honum? hann stendur þá ekki fyrir neitt og ætti að renna inn í Samfylkinguna. þannig færðu ósk þína uppfyllta.

ekki býr flokkurinn yfir miklu fylgi í dag. 

ef nú ekki heyrt þetta að menn séu að flýja yfir í framsókn til að taka þann flokk yfir. þetta eru áhugaverðir tímar. 

Fannar frá Rifi, 7.12.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband