Er raunin sú að bara 8% vilji kjósa eitthvað nýtt?

Verður ekki að teljast afar líklegt að fylgi við nýtt framboð gæti aukist verulega ef slíkt framboð kæmi raunverulega fram? Allar vangaveltur um stuðning við nýtt framboð meðan það er ekki á borði eru heldur vafasamar.

Líklega misjafnt hvað fólk hugsar þegar talað er um nýtt framboð. Ég persónuleg t.d. myndi ekki kjósa Ástþór Magnússon, myndi reyndar heldur ekki kjósa Sturla og trukkana hans.

En ef fram kemur nýtt framboð með jarðbundna og heiðarlega stefnuskrá, framboð með ákveðna stefnu sem fólk getur treyst, þá eru allar líkur á því að ég myndi kjósa það.

Myndi reyndar taka þátt í því af fullum krafti og jafnvel taka þátt í stofnun þess.  Ertu með?


mbl.is Vilja nýja stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

8% prósent er samt sem áður gríðarlega gott fylgi fyrir flokk sem er ekki til :)

Þór Jóhannesson, 5.12.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Flokk Þór? Eru ekki áætluð a.m.k. 4-5 ný framboð miðað við nýjustu tölur?

Baldvin Jónsson, 5.12.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég verð að segja að það er ekki vandað hjá MBL að segja hvernig var spurt. Það skiptir miklu máli í þessu gríðarlega miklu máli. Svo til að bæta gráu ofaná svart kemur svarhlutfall ekki farm. Fáránleg vinnubrögð

Sævar Finnbogason, 5.12.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

þ.e.a.s með því að spyrja fólk myndir þú kjósa nýtt þverpólitískt framboð eða eitthvað í þá áttina gæti verið að hlutfallið yrði enn hærra.

Sævar Finnbogason, 5.12.2008 kl. 23:25

5 identicon

Það á ekki að kjósa flokka núna . Nú er það persónufylgið  sem á að sýna það í verki að það er við  samviskuna í fólki en ekki flokkurin, semræður.  Finnið þið einn góðan einstakling .hann getur verið ókunnugur þjóðinni , en hann getur kannske meira gagn en Davið ingibjörg Sólrun og Geir Haarde. Öll til samans

J.Þ.A (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband