Stórundarlegt ástand þarna við Sómalíu

Hvernig stendur á því að með alla þessa hagsmunaaðila hafi enginn tekið af skarið og stöðvað þessi sjórán þarna? Ég hef bara engan skilning á þessu.

Fyrstu bandítarnir sem teknir eru vikum saman þarna eru teknir af því að þeir kalla sjálfir eftir hjálp. Hvað er málið? Er bara öllum sama eða eru ekki nægir hagsmunir í húfi??

Þetta yrði nú seint liðið lengi í Atlantshafinu til að mynda.


mbl.is Danir handtaka sjóræningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tetta er furðulegt mál. Evrópu herir eiga samanlagt um 50 freigátur. Hversvegna er teim ekki beitt af fullum tunga? Tó ekki væri nema svona 12stk og tessir villimen bara skotnir! Tað tarf ekkert að fara að eh lögum,bara láta verkin tala.

óli (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 01:06

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Alþjóðalög. Það er ekki hægt að stöðva þá nema það þykir sínt að þeir hafi brotið einhver lög eða séu að brjóta lög.

við þetta bætist líklega hræðsla margra ríkistjórna við að beita herjum sínum í eða við grend Afríku. fjölmiðlar gætu farið af stað með Nýlendukúgunar fréttamennsku. stjórnmálamenn taka ekki slíka áhættu. 

Ef það verður eitthvað land sem mun gera eitthvað þarna, þá verður það Egyptaland. Gæti vel trúað því að þar sem hagsmunir Egypta liggja í því að Súesskurðurinn sé notaður, þá er öll ögnun við notkun hans, ógn við Egyptaland.  að þeir með aðstoð frá Eþíópíu eða jafnvel einir, gætu tekið upp á því að fara þarna inn í Bresku Sómalíland (nyrsti hluti Sómalíu)  og hertakasvæðið hreinlega eins og það leggur sig. 

Fannar frá Rifi, 5.12.2008 kl. 01:31

3 Smámynd: Dóra

Ástandið er bara skelfilegt þarna .. Enda engin stjórn frá því 1991.

Og ég sé ekki að það sé neitt að gerast þarna og verði ekki í bráð.

Kveðja frá Dk Dóra

Dóra, 5.12.2008 kl. 07:40

4 identicon

Það var afskaplega lítið gert þegar togarar heimsins sviptu sjómennina þarna lifibrauði sínu. Það að þeir leiddust út í sjórán kemur kannski ekki mjög mikið á óvart.

En ég hafði heyrt að stjórnleysið þarna er svo hagstætt fyrir mjög marga að þess vegna er enginn vilji til að gera neitt. Sómalía er orðin að svartamarkaðsmiðju heimsins. Þar flæðir stjórnlaust vopn, peningar, eiturlyf og fleira milli mjög vafasamra öfgahópa og auðmanna. Auðmennirnir sjá svo til þess að alþjóðasamfélagið geti aldrei komið sér saman um að gera neitt. Auk þess sem einhver lönd sjá sér hag í þessum svartamarkaði. 

Anna (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband