Eftirlaunafrumvarpið - enn eitt arðránið!!

Í viðtalið við Gylfa hjá ASÍ um eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar bendir hann á þá staðreynd að menn muni halda fullum eftirlaunum þó að þeir séu í starfi, bara svo lengi sem það er ekki hjá ríkinu.

Ég er nánast orðlaus af pirringi núna.  Hvað á þetta að þýða?!?  Er þetta fólk enn að upplifa að það sé svona spes?  Var ekki upphafleg ástæða þess að þeir þyrftu þessi ofur-eftirlaun sú að það væri þingmönnum svo erfitt að snúa aftur til hefðbundinna starfa???

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest við DV að fyrrverandi stjórnmálamenn geti þegið eftirlaun frá ríkinu vinni þeir annars staðar en hjá ríkinu.
„Það er gert ráð fyrir því í þessu að það sé ekki hægt að taka það bara frá ríkinu en það er ekki tekið á því varðandi einkamarkað. Því það er þannig almennt í lífeyrismálunum að fólk sem er á eftirlaunum hjá tilteknum lífeyrissjóðum getur líka verið með laun. Það er almenna reglan sem gildir.“

Ég kýs þig aldrei aldrei nokkurn tímann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Sturluson

"Ég kýs þig aldrei aldrei nokkurn tímann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir!"

Mikið er ég feginn að heyra þig segja þetta Baldvin. Samfylkingin hefur algerlega kúkað á sig ætti að skammast sín meira en Sjálfstæðismenn því hann eru bara búinn að vera að framfylgja stefnuskrá sinni.

Snorri Sturluson, 6.12.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband