Mér lýst vel á þetta - hér er á ferðinni algerlega nauðsynleg viðbrögð

Sterkur atvinnurekstur er augljóslega undirstaða samfélagsins. Um leið og reksturinn hrynur eins og dómínó verður lítið eftir af störfum og engin leið að vinna okkur út úr þessu.

Er ekki næsta skref að byrja með erlendan gjaldmiðil, lækka skatta á hagnað fyrirtækja í 10% og opna fyrir markaðinn í samræmi við Írland.

isl_irl_vlf_1995_2005Írland hefur staðið sig mikið mikið betur frá 1995 í samanburði við Ísland. Sjáum hér samanburð fyrir 10 ára tímabil.

Mikið eðlilegri og jafnari vöxtur, þar er vöxtur byggður á því að auka fjölbreyttni í FRAMLEIÐSLU en ekki aðeins í FJÁRFESTINGUM og einkaneyslu.  Fjárfestingarnar hefðu reyndar komið sér afar vel ef stærri hluti þeirra hefði þá farið í að fjárfesta í framleiðslu, en nei. Íslendingar fjárfestu að mestu leyti bara í hringjum í sjálfum sér.

Stórmerkilegt í raun.


mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Írar gerðu meira en bara það - þeir rifu allt upp með rótum hjá sér og endurskipulögðu allt kerfið ásamt því að semja við alla aðila vinnumarkaðarins um hóflegar launahækkarnir. Þeir skáru líka niður fullt í útgjöldum en það sem þeir hafa og höfðu klárlega framyfir okkur var samstaðan - hvernig þeir stóðu saman, höfðu allt uppi á borðinu og nálguðust vandamálin útfrá vandamálunum sjálfum í stað þess að hengja einhverja eina hugmyndafræði eða stefnu við þau og svo litu þeir allt í kringum sig og notuðu það besta frá mörgum mismunandi þjóðum. Það einfaldlega VERÐUM við að taka okkur til fyrirmyndar. Þó er ég ansi hrædd um að flokkaklíkurnar hérna geti engan veginn rifið sig upp úr groupthink doðanum og þeirri móðursýkislegu tryggð við "flokkinn" og "stefnuna" sem hefur einkennt þetta samfélag hérna í marga tugi ára.

Annars er ég sammála því að útflutningur á framleiddum verðmætum hlýtur að vera það sem gildir - og útflutningurinn verður að vera meiri en innflutningurinn. Annars förum við bara aftur út í verðbólgubullið.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 2.12.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband