Og hvað svo? Vill þjóðin í alvöru fá flokk til stjórnar sem bíður engar lausnir?

Ég hef ekki trú á því. VG er einfaldlega núna að njóta þess að engir hinna hafa boðið lausnir heldur. Fólk tjáir meðal annars svona reiði sína.

Það er algerlega kristaltært að það verður að koma fram nýtt afl með nýja skýra sýn.


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Væri frábært Ágúst Valves ef VG kæmi fram með lausnir, en ég hef ekki heyrt þær amk síðan að hrunið varð.

Hef aðeins heyrt þá segja ítrekað: "sagði ég ekki?"  "Þessu vöruðum við við" o.s.frv.  Það voru varnaðarorð sem við hefðum að sjálfsögðu átt að hlýta, en hvað svo?

Baldvin Jónsson, 2.12.2008 kl. 01:45

2 Smámynd: Skaz

Jaaa, Steingrímur hefur rætt mikið um norsku krónuna og norðurlandalán...

Og það gæti verið að þau í stjórnarandstöðunni fái nú takmarkaðar upplýsingar ella gætu þau farið að garga út um allan bæ hversu slæmt ástandið er í raun...

Bara hugmynd, ekki ætla ég að kjósa VG einangrun...

Skaz, 2.12.2008 kl. 04:09

3 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Aldrei aftur flokka - nú eiga auðvitað allir að skila auðu til að lýsa fyrirlitningu sinni á klíkuskapnum. Ég er ekki hrifin af "nýju afli" eða "nýjum öflugum leiðtoga" - við færum bara í nákvæmlega sama farið og áður. Aðalvandamál Íslendinga er einmitt flokksheilaþvottur og (skjús mæ french) hóprúnk. Gjörbreytt stjórnkerfi, afnám flokkakerfis og einstaklinga sem kunna að vinna saman takk.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 2.12.2008 kl. 07:43

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Skaz, strax í byrjun umræðunnar lá fyrir að það að taka upp norsku krónuna væri ekki möguleiki af því að norðmenn lögðust gegn því. Það sama var með norðurlandalán, grannar okkar biðu allir eftir AGS samþykkt. Það þarf að benda á raunverulegar lausnir, ekki fantasíur sem eiga sér ekki stoð.

Jónína, ef þú hefur nennu og tíma mana ég þig til að lesa eldri færslur frá mér hérna. Ég er ekki að hvetja til þess að stofna eitthvað nýtt alveg eins.  Þegar ég segi eitthvað nýtt, er ég að meina eitthvað nýtt.  Breytingar á framboðsmálum og leggja af flokksframboðs leiðina, skýran aðskilnað valda lýðræðisins o.fl.   Kíktu endilega á eldri færslur.

Baldvin Jónsson, 2.12.2008 kl. 09:18

5 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það er ótrúleg og siðblind röksemdarfærsla hvaðan sem hún kemur (Ingibjörg Sólrún) að það sé nú vandamál vinstri grænna eða stjórnarandstöðu að leysa vanda og afleiðingar þeirra afla sem við stjórnartaumana hafa setið.

Ef stefna stjórnar bíður skipbrot hvað þá. Eða trúa því allir að hún hafi ekki gert það ?

Hvernig er fólk eiginlega að réttlæta þetta fyrir sér.

Þarna er hún að segja ég keyrði á það er ekki mér að kenna og hvað ætlar þú að gera til að laga það.

Ég ætla að halda sömu stefnu.

Svona ótrúleg framkoma og ábyrgðarleysi gerir mig algjörlega sannfærðann um baráttu mína gegn þessum öflum.

Og ég er farinn að finna til mikillar reiði gagnvart svona málflutningi, útúrsnúningi og sektartilflutningi.

Ég hata svona hegðun fullu hatri. Og svona gefur hún og stjórnin skilaboð út til samfélagsinns um hvernig maður höndlar ábyrgð.

Ég er búinn að fá meir en nóg af þessu.

Vægi þess að stjórnmálamenn leiði þjóð sýna og séu mótandi á stefnu og anda í samfélagi, er litið fram hjá.

Hefur stefna ekki áhrif ? Þetta er eins og Hitler segði þetta var andrúmsloftinu að kenna.

Þetta eru ekki stjórnmálamenn þetta eru aumingjar af verstu gerð.

En svona hugsar flokkshlýðin undirlægja sem er hræddur um að fokkurinn og stefnan bíði hnekki.

Ég held að Ingibjörg sé í raun að storka mér til að koma með lausn á efnahagsástandinu.

Og hvetja mig út í stjórnmál því að á móti svona afli mundi ég vilja fórna lífi mínu og tíma til að koma frá völdum.

Þessir menn fara ekki vel með það vald sem þeim var gefið.

Vilhjálmur Árnason, 3.12.2008 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband