Þetta er að sjálfsögðu alveg hárrétt hjá Claus Möller...

...þrátt fyrir að hafa væntanlega fengið greitt af ríkinu og Útflutningsráði fyrir að segja þetta.

Eða eins og hann klikkir út á: "segir Møller og tekur fram að raunar sé forsenda þess að hægt sé að þjappa þjóðinni saman að hún eigi sér sterkan leiðtoga sem hún treysti."

Þetta er einmitt vandinn okkar í hnotskurn.

Við erum EKKI með sterkan leiðtoga sem við treystum í forsvari og þess vegna er þjóðin EKKI að þjappast saman MEÐ ríkisstjórninni.  Þjóðin hefur hins vegar þjappast mikið saman með þjóðinni, sem er afar vel. Það er að segja, þjóðin hefur sem sagt þjappast mikið saman.

Til þess hins vegar að geta búið okkur til stefnumótunar áætlun og tekið að vinna að henni VERÐUM við að fá leiðtoga sem að við a)getum treyst og b)leggur eitthvað uppbyggilegt til málanna.

Geir hefur EKKI reynst vera sá maður!!!

Við erum í dag með leiðtoga sem að virðist eyða miklu af sínum tíma í að passa að halda öllu í horfinu í stjórnsýslunni. Það er ALLS EKKI það sem við viljum.

Biðst að lokum velvirðingar á öllum upphrópunum, en það virðist bara ekki hafa heyrst í mér nógu hátt hingað til. Það er ekkert breytt.


mbl.is Íslendingar einblína á vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Raunar er það alrangt hjá Claus Möller að kínverska táknið fyrir krísu samstandi af tveimur táknum sem þýða annars vegar háski og hins vegar tækifæri. En þetta hafa sjálfshjálparfræðingar og ráðgjafar tuggið hver upp eftir öðrum, e.t.v. út frá mottóinu: Hafa skal það sem betur hljómar.

Arnar (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 08:54

2 identicon

Message

Við þurfum engan "leiðtoga" til að þjappa okkur saman, þjóðin er að þjappa sér saman sjálf og er vel fær um það. Það er augljóst.
 
Markmiðið er að viðhalda lýðræðinu og sjálfstæðinu, en hvorutveggja á undir högg að sækja núna vegna óreiðu í stjórn íslands sem m.a. má rekja til áratugalangrar spillingar.
 
Claus Møller, þrátt fyrir mikla reynslu, áttar sig ekki á því, enda gestur sem fær aðeins að snerta yfirborðið.
 
Allir á Arnarhól í dag 1. desember.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 09:21

3 Smámynd: Pax pacis

Við erum í dag með leiðtoga sem að virðist eyða miklu af sínum tíma í að passa að halda öllu í horfinu í stjórnsýslunni. Það er ALLS EKKI það sem við viljum.

Alveg hárrétt !! Og við viljum leiðtoga sem spyr þjóðina álits á því sem hann hefur gert, einhvern sem talar við fólkið en ekki til fólksins og um fólkið.

Pax pacis, 1.12.2008 kl. 09:23

4 identicon

Okkur vantar ekki sterkan leiðtoga sem við getum treyst. Davíð skákaði í þessu skjólinu, að vera sterkur leiðtogi sem fólkið treysti í blindni.

Við þurfum að búa til skipulag með gegnsæi, við þurfum að mynda samstöðu um lýðræðið, við þurfum að hafa vettvang, við þurfum að vita að það sé hlustað á okkur, við þurfum að mynda hópa til að taka þátt í mótun þjóðfélagsins, við þurfum að vita að það er von á betri tímum, við þurfum að fá að leggja af mörkum til vitlegra og betri hluta.

Við lærum að treysta fólkinu við stjórnvölinn ef það hættir að ljúga að okkur. En það verður varla sama fólkið því þetta fólk verður ekki kosið aftur. Eðlilega.

Rósa (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 09:23

5 identicon

Í dag eru á annan tug þúsunda landsmanna atvinnulausir eða að vinna uppsagnarfrestinn sinn.  Ekki einn pólitíkus eða embættismaður hefur misst vinnuna eða viðurkennt að bera ábyrgð á þessu, ekki einn.

Horfði á áhugaverða mynd um helgina.  SS sveitirnar og starfsemi þeirra í seinni heimstyrjöldinni, þar sem venjulegir menn urðu að skrímslum og unnu óhæfuverk, ég er ekki að tala um sadistana þeirra á meðal, og ég er ekki að bera íslenska ráðamenn á nokkurn hátt saman við þá nema að þessu leiti.  Í réttarhöldunum að stríðinu loknu gekkst engin þeirra við því að hafa gert neitt rangt,  enginn, þó svo að sektin væri hróplega augljós, hljómar kunnuglega. 

Allir vilja fara að vinna í lausnum, það þarf ekki útlending til að sjá það!  Ég get lofað ykkur því að Claus M. myndi ekki vilja láta sama skurðlækninn framkvæma lagfæringaraðgerðina á sér og þann sem óvart fjarlægði rangt líffæri í aðgerð vikunni áður, ekki einu sinni Claus Möller, þó svo að hann væri að sækjast eftir ráðgjafasamningi við viðkomandi skurðlækni.

Stjórnvöld ætla að sitja sem fastast og treysta á pólitískt gullfiskaminni Íslendinga, það sama og valdi Ólaf til forseta skömmu eftir að hann hafði verið kosinn óvinsælasti stjórnmálamaðurinn. Ég held að mótmælendur þurfi til að fjarlægja þessa óvelkomnu gesti, þeir ætla ekki að fara af sjálfsdáðum. 

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband