Hvernig er æðsti ráðamaður þjóðarinnar EKKI ábyrgur??

Nú þegar að hann hefur augljóslega vitað amk nánast allt þetta ár, líklega haft afar sterkan grun undanfarin tvö og hálft ár, hvernig ber hann þá EKKI ábyrgð á því að hafa ekki sett bankamönnum (sem hann augljóslega telur að fullu ábyrga samkvæmt þessari frétt) hömlur með lögum??

Ég spyr aftur, hvernig ber forráðamaður ríkisins ekki ábyrgð á því að stöðva ekki þróun sem augljóslega stefndi efnahag landsins alls í voða?

Ég er á því að Geir sé að virðist í ekki minni afneitun en títt nefndur Davíð Oddsson.


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Enda engin ein persóna abyrg að mínu mati , aftur á móti hefur hann margoft sagt að hann eins og aðrir ráðamenn beri ábyrgð.

Ómar Ingi, 29.11.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Afneitun? Farinn að hallast að öðru hugtaki - og öllu verra - SIÐBLINDA!

Þór Jóhannesson, 29.11.2008 kl. 16:09

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þú klikkar á einu, Geir er ekki æðsti ráðamaður þjóðarinnar!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.11.2008 kl. 16:14

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hver þá Kjartan Pétur Sigurðsson, Kjartan Gunnarsson? Eða Inga Jóna?

Þór Jóhannesson, 29.11.2008 kl. 16:29

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er ekki spurning að konur hafa haft mikil völd í gegnum tíðina og jafnvel náð að stjórna mörgum manngarminum til óhæfuverka. Geri er í klíku sem erfitt er að stíga út úr og því er þægilegast að láta sig bara fljóta með straumnum (að feigðarósi). Svo eru því miður til sumir sem eru vísir til að nýta sér það hversu einfaldir sumir eru.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.11.2008 kl. 16:48

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ómar, hver er munurinn á því að Geir beri ábyrgð eða á því að Geir beri ábyrgð og líka aðrir??

Hann ber sem sagt ábyrgð að þínu mati.  Það er enginn að segja að hann sé sá eini.  Hann hins vegar var og er æðsti stjórnandi landsins og bar því MESTA ábyrgð á hluta stjórnvalda.  Hvers vegna á hann þá ekki að SÆTA ábyrgð???

Baldvin Jónsson, 29.11.2008 kl. 18:28

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Geir ber ábyrgð á eigin gjörðum, á stefnu flokk síns, á stefnu ríkisstjórnarinnar, á því að velja sér samstarfsmenn, á því að leysa ekki upp ónýta ríkisstjórn, á því að leyfa fólki að sitja í embættum sem það veldur ekki, áþví að líða spillingu og lögbrot meðal samherja sinna, á því að láta almenning borga fyrir sérfræðinga sem hafa það hlutverk að villa um fyrir almenningi, á því að standa ekki við markmið, á því að klúðra samskiptum við aðrar þjóðir,.........á því að almenningur stefnir í gjaldþrot.

Það er ekki til orð í íslenskri tungu til þess að lýsa þessu klúðri.......

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.11.2008 kl. 20:14

8 Smámynd: Sævar Finnbogason

Stundum segir Geir að hann og allir aðrir aðrir beri ábyrgð

Stundum segir Geir að hann og hinir beri ekki ábyrgð

svo segir hann að hann beri ekki persónulega ábyrgð og svo segir hann að hann hafi ekkert vitað en svo kemur í ljós að hann vissi meira en hann viðurkendi og þá viðurkennir hann að hann hafi vitað eitthvað en samt ekki alveg vitað þetta og svo framv.

það er hyllingur að fylgjast með þessu

Sævar Finnbogason, 30.11.2008 kl. 01:20

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fyrirgefðu mér Baldvin, ég ætlaði að vera búin að svara þér með toppmyndina mína.  Ég gúgglaði bara norðurljós og breytti svo í rétta stærð.  kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband